Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 42

Hugur og hönd - 01.06.2008, Síða 42
Ásta Kristín Siggadóttir Glaðlegir krakkasokkar Ljósm. Binni Efni: Léttlopi frá ístex, tvær 50 gr. hnotur í sitt hvorum lit. Sokkaprjónar nr. 4 Vi. Prjónfesta: 9 L í sl prj gera 5 cm. Stærðir: 2, 4 og 6 ára. Skammstafanir: cm sentimetrar prj prjóna óprj óprjónuð (lykkja) umf umferð(ir) L lykkja(ur) sl slétt prjón br brugðið prjón Stroff: Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 4 Vi með lit A, 28-30-32 L og deilið jafnt niður á 4 prjóna (fyrir 4 ára verða 7 og 8 L til skiptis á prjónunum). Prj í hring 10-11-12 cm stroff (1 L sl og 1 L br). Slítið frá, prj svo 4 umf sl með lit B og slítið frá. Hæll: Færið L á 1. prjóni yfir á 4. prjón, þá eru 14-15-16 L á hælprjóninum. Byrjið á 4. prjón og prj frá réttu með lit A á hælprjóninn, sl á réttu og br á röngu 11-13-15 umf. Hælártaka: Prj frá röngu 8-9-9 L br, prj 2 L br saman. 'Snúið við, takið 1. L óprj, prj frá réttu 2-3-2 L sl takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir. Snúið við og takið 1. L óprj, prj 2- 3-2 L br, prj 2 L br saman*. Endurtakið frá * - * þar til 4-5-4 L eru eftir á prj. Slítið frá. Framleistur: Umf byrjar á miðri il, prj er sl í hring frá réttu. Færið 2-3-2 L á hælprjóninum óprj yfir á prjóninn sem prj skal með og prj síðan með lit B frá réttu 2 L á hæl, prj upp 7-7-8 L á fyrri hælstalli (1. prjónn). Prj L sl á næstu tveimur prjónum (ristarprjónum, 2. og 3. prjónn). Prj upp 7-7-8 L á seinni hæl- stalli og næstu 2-3-2 L sem teknar voru óprj á hælprjóni (4. prjónn). Prj eina umf. Urtaka við ökkla: Takið úr á 1. og 4. prjóni þannig: l.prjónn: prj þar til 3 L eru eftir á prjóninum, prj 2 L saman, prj 1 L. 2. og 3. prjónn: prj sl. 4. prjónn: Prj 1 L, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir, prj afganginn af L. Prj 1 umf og takið síðan aftur úr eins og getið var um. Nú eru 28- 30-32 L á prjónunum. Prj þar til framleistur mælist 8-9-10 cm. Slítið frá. Tá: Prj með lit A 1. umferð án þess að taka úr. Urtaka á tá: 1. og 2. prjónn: Prj 1 L, takið 1 L óprj, prj 1 L og steypið óprj L yfir, prj afganginn af L. 3. og 4. prjónn: Prj þar til 3 L eru eftir á prjóninum, prj tvær L saman, prj 1 L. Prj 2 umf án úrtöku, takið úr í næstu umf eins og áður er lýst. Prj 1 umf án úrtöku, takið úr í næstu umf þar til 8-10-8 L eru eftir á prjón- unum. Slítið frá og dragið endann í gegn. Frágangur: Gangið vel frá öllum endum á röngu og þvoið sokkana úr volgu sápuvatni og leggið þá slétta til þerris. 42 HUGUROG HÖND 2008

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.