Hugur og hönd - 01.06.2008, Page 47
Steinunn J. Ásgeirsdóttir
Áhugaverðar heimasíður 2008
Prjón
www.knittingdaily.com
Þessi heimasíða býður upp á daglegt fréttabréf sem tengjast
prjónaskap á margan hátt. Meðal þess sem hefur verið fjallað
um er hvernig eigi að gera breytingar á prjónauppskriftum til
að láta flíkina falla betur að líkama hvers og eins. Nýlega var
fjallað um mismunandi úrtökur og/eða aukningar við brjóst til
að forma prjónið.
Askrift að þessari síðu er ókeypis og án nokkurra kvaða, en þar
er einnig að finna prjónauppskriftir til sölu og stundum er boðið
upp á ókeypis uppskriftir.
Tímarit um handavinnu
www.interweave.com
Interweave.com er heimasíða blaðaútgáfu sem sérhæfir sig
í útgáfu handavinnutímarita. Meðal þeirra eru blöð eins og
SpinOjf, Beadwork, FiberArts, Piecework o.fl. Oft er boðið upp á
ókeypis uppskriftir á undirvefsíðum hvers blaðs fyrir sig.
Hugbúnaður fyrir handavinnu
http: / / www. easygrapher. com/
Fjórar mismunandi útgáfur í boði, hægt að sækja ókeypis
prufuútgáfu sem gefur gott tækifæri til þess að prófa hugbúnaðinn
þótt ekki sé hægt að vista eða prenta út í þessari útgáfu.
http://www.craftsitedirectory.com/software/index.html
Almenn skrá yfir hugbúnað fyrir unnendur handavinnu.
http://www.needlework.com/
Skrár og krækjur fyrir hugbúnað og annað áhugavert tengt
útsaumi.
http://www.dmoz.org/Shopping/ Crafts/
Hér er hægt að finna upplýsingar um margs konar handavinnu
og föndur þar á meðal.
http://www.dpsoftware.com/
Hugbúnaður fyrir ýmiss konar handavinnu og föndur. Utgáfur
fást m.a. á dönsku, ensku, og þýsku.
Eftirfarandi eru dæmi um hugbúnað fyrir mismunandi
handavinnu, alls staðar er boðið upp á ókeypis prufuútgáfu sem
hægt er að prófa áður en keypt er.
Hekl og prjón, nokkur dæmi um hugbúnað
http://www.sbcrochet.com/crochetsoftware.shtml
http://www.needlepointers.com/ShowArticles.aspxPNav
ID=1530
http://www.knittingsoftware.com/Ksweater/knitsweater.htm
Knipl
http: //www. easylace .co.uk/index.htm
Vefnaður
http://www.handweaving.net/WeavingSoftware.aspx
Perlusaumur
http://www. beadtool. net/
Annað áhugavert
http://www.fiber-images.com/Associates_Products/
needlearts_products.html
Ymsar upplýsingar og tenglar auk vefverslunar með áhöld, efni
og bækur tilheyrandi viðkomandi handverki.
http://www.textilelinks.com
Á þessari síðu eru greinar um vefnað, spuna, bútasaum, þæfingu,
prjón, hekl og hvaðeina sem tengist handavinnu. Einnig eru listar
yfir þá sem selja efni, áhöld og annað tilheyrandi handavinnu,
samtök, textílsöfn, uppákomur tengdar hinum ýmsum gerðum
handverks, námskeið, vinnustofunám (workshops) o.fl.
www.vortex.is/asdisb
Þjónusta sem er í boði: sérhannaðar prjónauppskriftir,
íslensk útsaumsmunstur, uppsetning á púðum, veggteppum,
klukkustrengjum o.fl. ásamt viðgerðum á textílum.
Að lokum vil ég benda lesendum á að nota leitarvélar eins
og „www.google.com eða www.google.is“ og slá inn leitarorð
eins og t.d. needlework software til að fá upp fleiri síður með
hugbúnaði fyrir ýmsa handavinnu. Einnig má leita eftir heitum
á handavinnunni eins og bobbin lace, cross stitch eða knitting
á ensku eða á hverju því tungumáli sem hentar leitandanum
til að finna þær upplýsingar sem leitað er að. Oft skoða ég líka
heimasíður sem gefnar eru upp í tímaritum t.d. prjónablöðum
eða handavinnublöðum. Stundum eru þessar heimasíður birtar
sem hluti af auglýsingu eða hluti af tímaritsgrein.
Hugbúnaður fyrir útsaum
http://www.pcstitch.com/
HUGUROG HÖND 2008 47