Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 44
titlinum. Þá vann kvennalið Vals í handbolta sex titla í röð frá 1964-69 á gullöld kvennaliðs Vals. Aðspurð hvað það hefði verið sem gerði þetta lið Fram svona gott sagði Guðríður erfitt að nefna eitt- hvað eitt, en sagði að samheldnin í hópnum hefði verið mögnuð.  „Við vorum með alveg ótrúlega sterkt lið og héldum hópinn mikið, VIÐ TÖPUÐUM FYRRI LEIKNUM GEGN SPARTAK KIEV MEÐ FIMM MÖRKUM OG OKKUR FANNST VIÐ HAFA SIGRAÐ HEIMINN EN LEIKMENN SPARTAK KIEV VORU SENDIR BEINT Á ÞREKÆFINGU EFTIR LEIKINN. Guðríður Guðjónsdóttir um viðureign Fram og fjórfaldra Evrópumeistara Spartak Kiev Í gær voru þrjátíu ár liðin síðan kvennalið Fram í handbolta innsiglaði Íslandsmeistara-titilinn sjöunda árið í röð með því að sigra Gróttu 20-13 í Laugardalshöll. Þótt tvær umferðir hafi verið eftir var ljóst að ekkert lið gat náð Fram að stigum og titillinn því í höfn. Þá var þetta þrettándi Íslands- meistaratitillinn á sextán árum, eftir að Framliðinu tókst að rjúfa sigurgöngu Vals, sem hafði unnið tíu Íslandsmeistaratitla á ellefu árum þar áður. Á þessum sjö árum unnu Framarar fimm sinnum tvö- falt, deild og bikar, en tvö ár í röð þurftu þær að horfa á eftir bikar- meistaratitlinum, árin 1988 og 1989. Til þessa er Framliðið eina liðið í sögu Íslands þegar litið er til þriggja stærstu boltaíþróttanna, fótbolta, handbolta og körfubolta, sem hefur náð að vinna sjö Íslands- meistaratitla í röð. Það met er í hættu þessa dagana, karlalið KR í körfubolta hefur unnið sex Íslands- meistaratitla í röð en liðið þarf að bíða í ár hið minnsta til að jafna afrek Framkvenna eftir að KKÍ tilkynnti að mótshaldi væri lokið á dögunum og að enginn Íslands- meistari í körfubolta yrði krýndur þetta árið. „Við tökum fagnandi á móti KR-liðinu ef þeir ná þeim sjöunda í röð,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, lykilleikmaður í liði Fram þessi árin, hlæjandi, þegar undirritaður spurði hvort hún væri tilbúin að samþykkja f leiri lið í þennan f á menna k lúbb. Sjá l f h laut Guðríður tólf Íslandsmeistaratitla á fyrstu fimmtán árum sínum í meistaraflokki ásamt ótalmörgum bikarmeistaratitlum. Þrjú önnur lið hafa unnið sex Íslandsmeistaratitla í röð og á Fram tvö þeirra. Kvennalið Fram í hand- bolta vann sex titla í röð frá 1975-80 og karlalið Fram sex titla í röð í upp- hafi Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þess skal þó getið að tvö árin skráði ekkert annað lið sig til leiks og var Fram því úthlutað meistara- Enn þá í sérflokki 30 árum seinna Engu liði hefur tekist að jafna met kvennaliðs Fram í handbolta sem varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð á þessum degi árið 1990. Atlögu KR að þeim sjöunda í röð var frestað í bili vegna COVID-19. Framarar fagna eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum árið 1986, þriðja árið í röð og í sjöunda sinn í ellefu ára sögu keppninnar. Guðríður Guðjónsdóttir sem meðhöndlar hér bikarinn fór illa með Stjörnuna í leiknum, en hún skoraði ellefu mörk í 23-18 sigri Framara. Það reyndist fyrri titill ársins af tveimur hjá hinu goðsagnakennda liði Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI SVEINSSON Fimm lið hafa ógnað meti Framara Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í stóru þremur boltagreinunum: Sjö titlar: Kvennalið Fram í hand- bolta (1984-90) Sex titlar: Karlalið Fram í fótbolta (1913-18*) kvennalið Vals í hand- bolta (1964-69), kvennalið Fram í handbolta (1975-80), karlalið KR í körfubolta (2014-2019) Fimm titlar: Kvennalið Ármanns í handbolta (1940-44), kvennalið Fram í handbolta (1950-54), karla lið ÍR í körfubolta (1960- 64 og 1969-73), kvennalið KR í körfubolta (1979-83), kvennalið Breiðabliks í fótbolta (1979-83), karlalið ÍA í fótbolta (1992-96), kvennalið Vals í fótbolta (2006-10) *Fram var úthlutað Íslandsmeistaratitlinum árið 1913 og 1914 sem eina félagið sem var skráð til leiks bæði  innan sem  utan vallar. Við erum enn þann dag í dag að hittast reglulega og erum með saumaklúbb í hverjum mánuði,“ sagði Guðríður. „Það var lítið um brotthvarf innan hópsins. Þær sem hættu voru fljótlega komnar aftur og þrátt fyrir að það hafi nokkrar verið að eignast barn á þessum tíma þá stoppaði það ekki þetta lið. Við urðum ofboðslega góðar vinkonur utan vallar og með háleit markmið innan vallar,“ sagði Guðríður og rifjaði upp sögu frá því að hún átti fyrsta barnið. „Ég eignaðist mitt fyrsta barn í september 1985 og spilaði fyrsta leik á næsta tímabili mánuði seinna. Ég man að ég var bara spennt að komast aftur á æfingu. Gústaf Björnsson sem þjálfaði okkur þá kom ásamt konunni sinni með gjöf frá liðinu. Það var voðalega flott kort á gjöfinni og því fylgdi æfingaplanið. Það var engin miskunn,“ segir Guðríður hlæjandi. Sjálf fékk Guðríður að kynnast þjálfun snemma því hún var spilandi þjálfari liðsins tvö árin. „Það var svo- lítið sérstakt að vera báðum megin við borðið en á sama tíma var gott að kynnast því,“ sagði Guðríður, sem tók undir að þetta væri eitt öflugasta íþróttalið Íslandssögunnar þegar hún var spurð. Lið Fram 1985 var valið besta handboltalið 20. aldar í kosningu á RÚV. „Þetta lið var kosið lið aldarinnar og ég mótmæli því ekkert, enda vor- um við helvíti góðar á þessum tíma. Þótt það hafi auðvitað margt breyst á þessum árum tala titlarnir sínu máli.“ Eitt stærsta próf liðsins var þegar ríkjandi Evrópumeistararnir í Spart- ak Kiev frá Sovétríkjunum komu og mættu Fram í tveimur leikjum á Íslandi. Sovéska liðið hafði unnið Evrópumeistaratitilinn undanfarin fjögur ár. „Leikirnir gegn Spartak Kiev voru magnaðir. Ári áður var ég að lýsa í sjónvarpinu leik með sovéska liðinu á Ólympíuleikunum með Ingólfi Hannessyni á RÚV. Þar vorum við að grínast með að það væri ekkert grín að mæta þessu rússneska liði. Svo var hálft rússneska liðið mætt gegn okkur ári síðar. Ég man að við töpuðum fyrri leiknum með fimm mörkum og okkur fannst við hafa sigrað heiminn, við vorum svo góðar á meðan Rússarnir fóru beint á þrekæfingu eftir leik,“ segir Guðríður létt í lund. Þegar kemur að fimm titlum eða meira hafa átta lið náð þeim áfanga, nú síðast kvennalið Vals í knattspyrnu sem varð Íslandsmeist- ari fimm sinnum frá 2006-2010. Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.