Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 21
Það er ekkert ólíklegt að eitthvað af þessum stökkbreytingum finnist utan Íslands ef menn raðgreina meira. En hún er að stökkbreytast, og afleiðingin af því er að ef þú skoðar raðir niturbasa, þá geturðu séð alls konar mynstur. Þar sér maður mynstur sem finnst í Austurríki, annað mynstur sem f innst á Ítalíu, þriðja á Englandi, fjórða í Bandaríkjunum, fimmta í Kína og svo framvegis. Þetta gerir það að verkum að þegar við horfum á þessa rúmlega 800 sem hafa greinst á Íslandi þá getum við, með því að skoða raðirnar af niturbösum, ák varðað hvaðan veiran sem einstaklingur er með, hefur komið inn í landið. Til að byrja með þá var meiri- hluti tilfellanna sem Landspítalinn greindi, frá Ítalíu og Austurríki. Hægt og rólega breyttist það þegar við vorum að skima og gátum sýnt að sýkingarnar voru líka að koma frá öðrum stöðum og því var það fólk skoðað nákvæmar. Núna er minnihluti veiranna sem hér finnast frá þessum svæðum sem fyrst voru greind. Þegar við skoðum sýkingarnar sem eiga sér stað innanlands og verða ekki raktar út á við, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þær komi ekki frá Ítalíu og Austurríki heldur frá Englandi og þar í kring. Þannig að á meðan við vorum að einbeita okkur að Ölpunum var veiran að lauma sér inn í landið með fólki frá Englandi og öðrum löndum. Sú staðreynd að smitin sem eiga sér stað hér eru með annað mynstur heldur en það sem verið er að greina uppi á Landspítala, bendir til þess að þó það séu kannski ekki eitt prósent Íslendinga smitaðir, þá er mjög lík- legt að veiran sé komin mjög víða.“ Hvað þýðir það fyrir framgang sjúkdómsins að hann stökkbreytist svo ört? Kári segist ekki vera með svarið við því, bæði komi til greina að stökkbreytingar veirunnar hafi engin áhrif eða þær geri hana meira smitandi eða grimmari. „Flestar þessara stökkbreytinga hafa lík- lega engin áhrif. Við fundum einn einstakling sem var með tvö form af veirunni, annað með stökk- breytingu en hitt ekki. Þeir sem smituðust af þessum einstaklingi voru allir með það form sem var með stökkbreytinguna. Sem gefur þann möguleika að stökkbreytingin hafi gert hana hvassari en það er líka vel mögulegt og kannski líklegra að þetta gerist af tilviljun einni saman. Það segir okkur ekkert örugglega að sú stökkbreyttari sé grimmari.“ Tilviljun ræður öllu Hvers vegna eiga f lestar veirusýk- ingar upptök sín í Kína? „Þetta er ekki sanngjörn spurn- ing. Ef veira sem hefur búið í leður- blöku fer í aðra skepnu og síðan í mann, ef hún gerir það á annað borð eru býsna stórar líkur á að hún geri það í Kína því þar býr fjórðungur mannkyns. Ég held að það sé ekki hægt að kenna lifnaðarháttum Kín- verja þar um. Tilviljun ræður öllu í þessu lífi, hún er hinn eini sanni guð.“ Er hægt að fyrirbyggja slíkan faraldur? „Faraldur af þessari gerð er nokkuð sem menn hafa verið að velta fyrir sér í dálítið langan tíma. Þú getur til dæmis fundið á You- tube fyrirlestur frá TED-ráðstefnu sem Bill Gates flutti fyrir svona sex, sjö árum. Þar lagði hann áherslu á að við værum ekki undirbúin undir svona faraldur, svo illvíga veiru. Hann lýsti því sem myndi gerast ef hún kæmi og það er næstum því eins og ljósmynd af því sem er að gerast núna. Þótt þetta væri óvænt þá var það ekki endilega ófyrir- sjáanlegt að svona gæti gerst.“ AIDS var mikið erfiðari veira Vísindasamfélagið, getur það lagt meira af mörkum í baráttunni? „Það er verið að vinna að því um allan heim að búa til bóluefni og finna leiðir til að takast á við þetta.“ Kári rifjar það upp að hann starfaði við Chicago háskóla þegar AIDS-faraldurinn kom upp og segir hann að mikið erfiðara hafi verið að takast á við þá veiru. „Okkur fannst eins og um væri að ræða fyrsta kaf lann í endalokum mannkyns. En á ótrúlega skömmum tíma tókst vísindasamfélaginu að ná tökum á þessari veiru. Ég held því fram að sigur vísindasamfélagsins á AIDS sé stærsti sigur þess í heila öld. Þetta var miklu erfiðari veira.“ Kári segir kórónaveiruna sem veldur Covid 19 vera mun einfaldari veiru sem jafnframt sé líkari því sem áður hafi sést, auk þess sem vísindamenn búi yfir meiri tækni og geti unnið hraðar. „Þessi veira kom fram í lok desember og menn eru nú þegar farnir að prófa bóluefni í klínískum tilraunum á fólki. Þetta hefur tekist á aðeins þremur mánuðum og það er alveg stórkostlegt. Ég hef fulla trú á því að innan tiltölulega skamms náist einhvers konar stjórn á þessu.“ En hvað á hann við með innan til- tölulega skamms tíma? „Ég held að samfélagið okkar verði alveg á hliðinni í tvö ár. Ég held að efnahagslegar af leiðingar muni reynast okkur erfiðar og við eigum fyrir höndum hálft ár eða svo þar sem verður erfitt með aðföng. Við getum lifað hér mjög vel en ég held að neyslumynstur okkar breytist.“ Dugleg þegar áföll steðja að Ertu þá að tala um vöruskort? „Skort á sumum vörum sem eru kannski meiri lúxus en þörf. Við höfum kannski bara ósköp gott af því að fara í gegnum þannig lagað en það má víst ekki segja þannig vitleysu.“ Kári segist finna fyrir mikilli samstöðu fólks og gaman sé að verða var við það hversu mikið fólk sé reiðubúið að leggja á sig. „Okkur vantar pinna og ég hef fengið sím- töl frá forstjórum sirka 10 fyrir- tækja sem spyrja hvernig þeir geti lagt af mörkum. Menn hafa verið að hringja út um allan heim til að reyna að finna fyrir okkur pinna.“ Talið berst að íslenskri þjóð, brestum hennar og styrkleikum. „Við kunnum ekki að vera rík og við kunnum ekki að láta okkur líða vel í þessu samfélagi. En við erum býsna dugleg að takast á við áföll. Þetta er auðvitað of boðslegur persónuleikabrestur að geta ekki látið sér líða vel,“ segir Kári og hlær. „Að geta einungis brugðist vel við þegar skellurinn kemur. En það er erfitt að verða ekki klökkur núna þegar maður verður vitni að fólki rjúka upp til handa og fóta til að gera hvað sem er til að hjálpa.“ Eigum nú að snúa bökum saman Finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig í sínum aðgerðum? „Mér finnst ríkisstjórnin hafa staðið sig ótrúlega vel með því að hafa ekki skipt sér af því hvernig fagmennirnir eru að stjórna þessu. Nú finnst þér þetta kannski ekki mikið hrós en þetta er mikið hrós. Í löndunum í kringum okkur hafa ríkisstjórnir tekið fram fyrir hendurnar á fagaðilum og lokað landamærum, lokað skólum og gert alls konar ráðstafanir, gegn ráðum þeirra sem eiga að vita betur. Okkar ríkisstjórn hefur staðið sig stórkostlega hvað þetta snertir og ég er mjög montinn af þeim.“ Kári segist svitna örlítið við að hrósa ríkisstjórninni en bætir þó við að hana skipi gott fólk. „Nú er ekki sá tími sem maður á að þykjast vita betur og gagnrýna. Það verður að bíða betri tíma. Núna eigum við að snúa bökum saman og róa öll í sömu áttina.“ Kári hefur verið óspar á hrós til handa þríeykinu í framlínu barátt- unnar, þeirra Ölmu Möller, Þórólfs Guðnasonar og Víðis Reynissonar. „Þetta er bara svo gott fólk! Það er að vinna sína vinnu vel. Ég er mikill aðdáandi Ölmu landlæknis, hún er alveg stórkostleg. Ég hafði reynt hana að svo mörgu góðu áður en við byrjuðum á þessu verkefni,“ segir Kári og fer jafnframt fögrum orðum um kollega hennar tvo. „En maður kemst ekki hjá því að leiða hugann að því, nú þegar til- fellum fer að fjölga og færast yfir á spítalann, hvernig það muni ganga að höndla þetta fólk sem er orðið það lasið að það þarf hjálp öndun- arvéla. Það er töluvert áhyggjuefni en ég held samt að við komumst í gegnum þetta án þess að allt koðni, ég held að það séu meiri líkur en minni á því. Ég hef tröllatrú á þessu fólki.“ Fólk tekur þessu ofsalega vel Dætur Kára og barnabörn búa bæði í London og Los Angeles og heyra má á Kára að honum þætti þægilegra að fá sitt fólk heim. „Ég var alltaf að reyna að hvetja Sólveigu dóttur mína til að koma heim en hún hlustaði ekkert á mig, heldur ferðaðist til Suður-Afríku. Hún hringdi svo í mig fyrir nokkrum dögum og ég hélt að hún væri loks farin að taka þetta alvarlega en þá sagði hún bara: „Pabbi, ég var að horfa á viðtal við þig í sjónvarpinu áðan og þú verður að fara að taka úr þér blinda augað – þetta er allt of ljótt!“ rifjar Kári upp og skellihlær. „Það var nú allt áhyggjuefnið! Það virðist engin þjóð vera að takast á við þetta eins vel og við. Ég verð ekki var við neitt panikk hér á landi. Ég verð ekki var við að það sé verið að tæma hillur í búðum. Mér finnst fólk taka þessu bara ofsalega vel.“ Þó einhverjir kalli eftir hertari aðgerðum hér á landi segist Kári treysta dómgreind þeirra sem séu við stjórnvölinn fullkomlega. „Það er hægt að setja röksemdir fram fyrir öllu milli himins og jarðar en það er mjög mikilvægt að gæta þess að aðgerðirnar sem við ráðumst í hafi ekki verri afleiðingar en veiran sjálf. Mér finnst þau feta þennan milliveg ansi skemmtilega og nota kommon sens mikið. Ég hef ekkert út á það að setja hvernig þau vinna þetta. Mér finnst þau perfekt.“ Æðruleysisbænin á vel við núna Óttastu að sýkjast sjálfur? „Nei, það held ég ekki. Ég held að ég væri ekki í vinnunni ef ég væri mjög hræddur við þetta. Nú ef ég sýkist þá sýkist ég. Ég vona að ef ég sýkist þá jafni ég mig en ef ég jafna mig ekki þá er ég búinn að lifa býsna góðu lífi. Þetta er eitt af því sem maður getur í raun ekkert gert við. Ég held að þetta sé eitt af þeim augnablikum þar sem einhvers konar æðruleysisbæn myndi passa mjög vel. Það er sumt sem við getum gert: Við getum þvegið á okkur hendurnar, haldið svolítilli fjarlægð og verið heima hjá okkur eins mikið og hægt er. Við getum lifað heilbrigðu lífi, borðað vel og hreyft okkur og svo framvegis. Þegar maður er búinn að því þá er þetta bara í höndum þessa guðs sem heitir tilviljun.“ ÉG HELD AÐ ÞETTA SÉ EITT AF ÞEIM AUGNABLIKUM ÞAR SEM EINHVERS KONAR ÆÐRULEYSISBÆN MYNDI PASSA MJÖG VEL. Kári segir meira vitað um dreifingu veirunnar hjá íslenskri þjóð heldur en nokkurri annarri þjóð í nokkru öðru landi, því hér hafi verið skimað svo miklu meira. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 2 8 . M A R S 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.