Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 2
88 ný tilfelli greindust í gær og heildarfjöldinn því 890. Veður Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag og þykknar upp með dálítilli slyddu og síðan rigningu eða súld vestan til á landinu. Hlýnar í veðri. SJÁ SÍÐU 32 Á reiðhjólum í rökkrinu M E N N I N G L e i k a r a r Borgarleikhússins munu spila spu na spi l ið f r æga Drek a & dý f lissu r og st rey ma þv í á netinu næstkomandi laugardag. Vegna samkomubanns er ekki hægt að setja upp sýningar með hefðbundnum hætti og hefur því verið gripið til þess að „færa leikhúsið til fólksins“, eins og B r y n h i l d u r G u ð j ó n s d ó t t i r leikhússtjóri komst að orði. „Ég spilaði spunaspil mikið sem barn og unglingur og þetta umturnaði lífinu á sínum tíma,“ segir Björn Stefánsson sem mun stýra leiknum, sem svokallaður dýf lissumeistari (DM). „Fyrir um þremur árum hóaði ég saman ýmsu ólíklegu fólki í spilahóp, leikurum, listamönnum og öðrum og hef haldið því áfram síðan.“ D&D kom fyrst út árið 1974 og olli miklum straumhvörfum. Á níunda áratugnum bættust spil á borð við Call of Cthulhu og Cyberpunk 2020 við í flóruna og unglingar víðs vegar um heim gátu gleymt sér dögum saman á háaloftum eða í kjöllurum með blað, blýant, teningasett og ímyndunaraflið að vopni. Björn er nú að setja saman sögu- sviðið fyrir hetjurnar, en þær eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldóra Geir- harðsdóttir og Bergur Þór Ingólfs- son. Verður þetta frumraun þeirra tveggja síðastnefndu. „Ég sé fyrir mér að þetta liggi vel fyrir leikar- anum, að detta í spunann, leyfa sér að gera mistök, vera svolítið kjána- legur og hafa gaman,“ segir Björn og jafnframt að lykilatriðið í þessu sé skemmtunin sjálf. „Það er eitthvað fast í mannskepnunni. Eftir því sem við eldumst eigum við til, einhverra hluta vegna, að hætta að gera það sem okkur finnst skemmtilegt.“ Rétt eins og teiknimyndasögur og borðspil eru spunaspilin í miklum uppgangi. Nýjasta útgáfa D&D, sem kom út árið 2014, hefur selst betur en fyrri útgáfur og þættirnir Stranger Things, þar sem spilið kemur við sögu, spilla ábyggilega ekki fyrir. Björn segir spuna- spilara hafa fært sér tæknina í nyt og leikjum sé nú streymt víða um heim. „Þetta er kjörið efni fyrir fólk að fylgjast með á netinu, annað hvort með fullri athygli eða með öðru auganu, því þetta getur tekið þrjá til fjóra tíma. Þarna er fólk að skapa flæði og skapa sögu saman í rauntíma. Maður týnir tímanum og amstur dagsins skiptir engu máli.“ Útfærsla Borgarleikhússins á streyminu sjálfu er nú í smíðum. „Við ætlum að leika okkur með þetta en rennum svolítið blint í sjóinn. Við höfum leikhúsið og búningageymsluna okkur til halds og erum að tína til hluti til að hafa á sviðinu,“ segir Björn. „Án þess að fara út í beint larp!“ D&D verður strey mt á vef Borgarleikhússins klukkan 14 á laugardag. kristinnhaukur@frettabladid.is Streyma Drekum & dýflissum til fólksins Hefðbundnar sýningar Borgarleikhússins liggja niðri vegna samkomubanns og því verður ýmsu efni streymt í gegnum netið. Þar á meðal spunaspilinu Drekum & dýflissum, sem á sér langa sögu en hefur sjaldan verið vinsælla. Þetta umturnaði lífinu á sínum tíma. Björn Stefánsson leikari Björn tekur að sér hlutverk dýflissumeistara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KJARAMÁL Nýundirritaður kjara- samning ur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífs- ins var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. 140 félagar af 351 greiddu atkvæði, eða tæplega 40 prósent. Af þeim sögðu 126 já og 11 nei, eða 90 prósent á móti tæplega átta. Þrír seðlar voru auðir. Kjarasamningurinn gildir til október árið 2022 fyrir þá blaða- menn Fréttablaðsins, Morgunblaðs- ins, Sýnar og Ríkisútvarpsins sem eru í félaginu. Undir lok síðasta árs stóðu blaðamenn á þessum miðlum í verkfallsaðgerðum. Í nóvember var kjarasamningstilboð SA fellt með 70 prósent atkvæða. – khg Blaðamenn samþykkja kjarasamning sjávarsalti með COVID-19 Í gær greindust 88 ný til- felli af COVID-19 og er því heildar- talan komin í 890 manns en 97 hefur batnað. Hefur Íslensk erfða- greining hafið skimun á ný og sem fyrr er hlutfall þaðan um eitt pró- sent af sýnum. Alls hafa verið tekin 13 þúsund sýni sem eru um fjögur prósent þjóðarinnar. Þá eru um 10 þúsund manns í sóttkví. Átján manns liggja nú á Land- spítalanum vegna sjúkdómsins. Sex manns liggja á gjörgæsludeild og eru þeir allir í öndunarvélum, en daginn þar áður voru aðeins þrír í öndunarvél. – khg Fjöldi fólks í öndunarvélum tvöfaldaðist SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Sam herja á kvað í gær að Þor steinn Már Bald- vins son snúi aftur til starfa sem for stjóri við hlið Björg ólfs Jóhanns- sonar. Þorsteinn steig til hliðar í haust á meðan rann sókn norskrar lögfræðistofu á starf semi dóttur fé- laga Sam herja í Namibíu stóð yfir, í tengslum við umfjöllun Kveiks. Rannsókninni er ekki lokið en í tilkynningu eru aðstæður vegna COVID-19 sagðar ástæða endur- komunnar. – oæg Þorsteinn aftur í forstjórastól Steig til hliðar.FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ábyrgðarfullar skuggamyndir sýna varkárni í verki og halda sér í hæfilegri fjarlægð hvor frá annarri í kvöldsólinni. COVID-19 faraldurinn hefur komið illa niður á íþróttum sem fela í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda svo tveggja manna hjólin safna því ryki um sinn. MYND/ANTON BRINK 90 prósent kusu með en tæplega 8 á móti. 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.