Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 18
Það er enginn undanskil­inn því að finna fyrir breytingum á samfélag­inu þessa dagana og okkur lék forvitni á að vita hvernig samkomu­ bannið legðist í þriggja barna föður­ inn Góa. Hvað á að gera aðra helgi sam­ komu banns? Það er góð spurning. Taka góðan göngutúr með fjölskyldunni. Bíl­ túr. Fara í heita pottinn heima hjá okkur, elda góðan mat og prófa nýjar uppskriftir. Baka. Reyna að finna eitthvað til að brjóta upp vikuna. Hvernig eru aðstæður á heimil­ inu? Við erum fimm í heimili. Þann­ ig að það er nóg að gera sem er frá­ bært. Við Inga konan mín erum bæði í fæðingarorlofi þannig að við erum að nýta það einstaklega vel. Við eigum þrjú börn, Óskar 11 ára, Kristínu 8 ára og svo Ara Stein sem er 5 mánaða. Við fengum leyfi hjá skólanum til að fara til Tene í afslöppun og stuð eftir að ég frum­ sýndi Útsendingu sem ég leikstýrði í Þjóðleikhúsinu 22. febrúar. Þannig að við fórum tveimur dögum eftir sandstorm og komum heim þremur dögum áður en allir voru sendir í sóttkví. Við fórum þess vegna bara í sjálfskipaða sóttkví uppi í bústað í nokkra daga og erum búin að vera saman í einni hrúgu síðan. Hvernig gengur að viðhalda rút­ ínu? Við vöknum, lærum og klárum það. Svo eru eldri börnin í píanó­ námi og æfa sig vel, og svo eru píanótímar í gegnum Facetime. Svo er auðvitað listinn góði sem hefur beðið of lengi: Bera á borðplötuna í eldhúsinu: tékk, smyrja bílinn: tékk, þrífa gluggana: tékk og svo framvegis. Hvers saknarðu helst? Ég verð að viðurkenna að ég hef nú alltaf reynt að hvíla í núinu og njóta augnabliksins. Ég á geggjað skemmtilega fjölskyldu og okkur finnst alltaf langskemmtilegast að bralla eitthvað saman þannig að við erum að njóta okkar. En auðvitað sakna ég vina og fjölskyldu sem við getum ekki hitt. En ég vil ekki dvelja á þeim stað. Ég reyni frekar að hugsa jákvætt og njóta þess svo sérstaklega þegar við getum öll hist og notið þess að vera saman. Við erum of sjálfhverf, það er of mikið kvart og kvein yfir því að þurfa að vera heima. Eins og það sé það versta. Ég held að það sé jafnmikið kvartað yfir því að vera heima og yfir því að hafa of mikið að gera og geta ekki verið heima. Nú er tækifærið. Það er fólk þarna úti sem er veikt eða á ættingja sem eru veikir. Ég er heppinn að eiga fjöl­ skyldu og geta notið samverunnar með henni. Ég hugsa mjög oft til þeirra sem eru einir eða eiga um sárt að binda. Eru með undirliggjandi sjúkdóma og þess vegna hræddir. Ræktum fjölskyldur okkar. Hringj­ um í vinina. Hlökkum til að hitta vini okkar aftur því mikið verður það gaman. Þetta kennir okkur margt hugsa ég. Til dæmis að bera virðingu fyrir þeim sem standa vaktina alltaf. Hvað hefurðu lært um sjálfan þig/ fjölskyldu þína á þessum tímum? Hversu mikið ég dýrka þau og hversu skemmtileg þau eru. VIÐ ERUM OF SJÁLFHVERF, ÞAÐ ER OF MIKIÐ KVART OG KVEIN YFIR ÞVÍ AÐ ÞURFA AÐ VERA HEIMA. EINS OG ÞAÐ SÉ ÞAÐ VERSTA. Saman í hrúgu frá febrúar Guðjón Davíð Karlsson eða Gói nýtur þess að vera með fjölskyldunni og bendir á að jafn mikið sé kvartað yfir því að vera heima og geta ekki verið heima því of mikið sé að gera. Gói og eiginkona hans Inga njóta sín í fæðingarorlofi þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Tobba Marinós segist reyna að koma snemma heim þessa dagana til að eiga vaktaskipti við eiginmanninn en annars hafi fjölskyldan það notalegt um þessar mundir. Önnur helgi í samkomubanni fram undan, hvað á að gera? Elda ítalskt, hlusta á ítalska tón­ list og hugsa fallega til Ítalíu. Við hjónin giftum okkur þar í sumar og kynntumst mörgu fólki sem nú berst fyrir lífi sínu og búskap. Göngutúr, kubbakeppni og „make over“ á barnaherberginu er líka á dagskrá. Hvernig er aðstæður á heimil­ inu? Þetta gengur furðu vel enn þá. Maðurinn minn vinnur heima en ég er með eigin rekstur, Náttúru­ lega gott þar sem við framleiðum meðal annars granóla. Við höfum tvískipt vaktinni þar og ég reyni að vera komin heim snemma svo Kalli, maðurinn minn, geti unnið þá daga sem dæturnar eru heima. Þetta er töluvert púsl en allir eru að gera sitt besta. Ronja, sú yngri er enn hjá dagmömmu og Regína, sú eldri, annan hvorn dag í skólanum. Ofan á þetta bætist hefðbundin eyrnabólga og flensa. Hvernig gengur að halda rútínu? Ágætlega. Allt tómstunda­ starf er náttúrlega farið og ræktin. Kórónakílóin hrannast upp ef veðrið fer ekki að verða skemmti­ legra. Það breytir öllu að komast út með börnin. Hvers saknarðu helst? Samvista við mitt nánasta fólk og að faðma fólk. Það er ömurlegt að sjá að fólki líður illa og að geta ekki faðmað það. Hvað hefurðu lært um sjálfa þig/fjölskyldu þína á þessum tímum? Að við erum merkilega skemmtileg. Við reynum að láta eins og við séum í sumarbústað og þar sem notalegheit ráða ríkjum. Spil, bakstur og valfundartímar að hætti Hjallastefnunnar. Einhver skotheld ráð til að halda í gleðina á tímum sam­ komubanns? Rauðvín og skype­ fundir, hollur og góður matur, göngutúrar, leyfa sér að panta mat, Ghandi og The Coocoo’s Nest hafa virkilega tekið einveruna upp á næsta stig. Við reynum að hafa plan fyrir hvern dag svo öllum líði betur. Börnin verða óróleg þegar mikil óvissa einkennir dagana og þau þekkja ekki sinn stað. Látum eins og í sumarbústað Tobba segir fjölskylduna reyna að vera með plan fyrir hvern dag, hér nýkomin úr bangsagöngutúr og niðurrignd. MYND/AÐSEND Eva María Hallgrímsdóttir hjá Sætum syndum segist baka mikið með Hilmi syni sínum sem nú er 10 ára. „Við Hilmir erum mjög dugleg að baka saman og hefur hann eytt ófáum stundum með mér við að skreyta kökur og svo er auð­ vitað skemmtilegast að smakka.“ Flest börn hafa gaman af því að baka og segist Eva halda að það sé einfaldleikinn og auðvitað afraksturinn sem þar ráði för. Nú þegar margir séu heima við sé til­ valið að leyfa börnunum að baka og því hafi hún fengið hugmyndina að kökuskreytingapakka með öllu tilheyrandi. Eva hlær þegar hún er spurð hvort það fari þá ekki allt á hvolf. „Ég held því miður að það sé bara einn fylgikvilli við bakstur að eldhúsið fer alltaf smá á hliðina. Þetta er smá fórnarkostnaður fyrir gómsæta köku.“ Leyfum börnunum að baka Skreytingapakkinn er tilvalinn til að eiga góða stund með börnunum eða einfaldlega fá smá vinnufrið segir Eva María. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eva María býður nú upp á skreyt­ ingapakka fyrir barnafjölskyldur. 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.