Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 4
Tímalengd á þessum faraldri hefur áhrif á það hvaða ákvarðanir verða teknar, nú erum við að verja störf eins mikið og við getum. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmda­ stjóri Strætó 20.000 eru sýnatökupinnarnir sem Össur getur útvegað og reynast nothæfir. 164 starfsmönnum var sagt upp hjá Bláa lóninu. 73 prósent háskólanema gefa líðan sinni lága einkunn. 7 prósent atvinnuleysi verður á þessu ári samkvæmt svart­ sýnustu spá Seðlabankans. 2 forsetar Alþingis eru hafðir í vari í kóróna­ veirufaraldrinum. TÖLUR VIKUNNAR 22.03.2020 TIL 27.03.2020 Þrjú í fréttum Leikskólastjóri, prófessor og ráðherra Anna Margrét Ólafsdóttir skólastjóri leikskólans Nóaborgar heldur úti vef með náms- leikjum og verkefnum fyrir yngstu börnin. Hún hefur útbúið sérstök verkefni sem börn í sóttkví geta unnið heima hjá sér. „Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið og kannski nýtist þetta einhverjum. Þetta er bara áhugamál hjá mér.“ Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að á tímum sem þessum sé hætt við því að valdboðsöfl geti hrifsað til sín völd þó stundum þurfi að slaka á stjórn- skipulegu fyrirkomu- lagi. „Vandinn er að skilja á milli þeirra þátta þar sem er raun- veruleg nauðsyn á slíku og þar sem menn eru að nýta sér ástandið.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra sagði í vikunni að mögulega ætti að taka vísitölu neyslu- verðs úr sam- bandi. „Kannski 30 til 35 prósent af reiknuðum stærðum í vísitölunni eru farnar og það er ekki hægt að nota þá vísitölu sem verið hefur. Kannski væri gáfuleg- ast að við segðum; Erum við ekki bara með fasta vísitölu í einhvern x mánuð og við ætlum bara að reyna að komast yfir þessa gjá.“ SAMGÖNGUR „Samkvæmt talningu var fimmtíu prósenta samdráttur á farþegum í síðustu viku, við eigum von á enn meiri samdrætti fyrir þessa viku, sama á við um tekjurn- ar,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Frá og með næsta þriðjudegi munu stræt- isvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun, fyrir utan að vagnarnir byrja að ganga fyrr og með tíðari ferðir á morgnana. Um helgina verður næturakstri úr miðbænum hætt. Biðstöðva- töflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlaða tíma á heima- síðu Strætó eða í Strætó appinu. Jóhannes segir að líkt og með fjölda annarra fyrirtækja þá muni ástandið hafa mjög slæm áhrif á af komuna. „Framlög dekka um 70 prósent af kostnaðinum, en við erum að grípa til þessara aðgerða vegna þess að tekjur sem hafa verið í kringum tveir milljarðar á ári eru horfnar núna að mestu.“ Sambærileg fækkun hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Ekki hefur komið til tals að hætta með einstaka leiðir, en nokkrar minni leiðir sem keyra ekki um helgar falla út. Jóhannes á ekki von á að grípa þurfi til uppsagna. „Tímalengd á þessum faraldri hefur áhrif á það hvaða ákvarðanir verða teknar, nú erum við að verja störf eins mikið og við getum.“ Frá síðasta mánudegi hafa far- þegar notað aftari dyr til að forð- ast návígi við vagnstjóra. Nokkrir starfsmenn Strætó eru í sóttkví og einhverjir fastir erlendis. Einn starfsmaður á verkstæði er smitað- ur og í einangrun. „Hann smitaðist í gegnum konuna sína. Hann var að vinna um helgina með öðrum sem er nú kominn í sóttkví. Þetta hefur ekki haft nein víðtæk áhrif á okkur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars dregist saman um 15,4 prósent. Af þremur stöðum þar sem Vegagerðin mælir umferð á höfuðborgarsvæðinu er samdrátturinn mestur á Hafnar- fjarðarvegi, 21 prósent milli ára, 13 prósenta samdráttur er á Reykja- nesbraut og 12,6 á Vesturlandsvegi. Ferðum fyrir fatlaða hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað úr rúmlega 2.000 á dag niður í 400. Í mars hefur umferð á hringvegin- um dregist saman um 20 til 25 pró- sent, 42 prósent á Mývatnsöræfum og Mýrdalssandi, 23 í Hvalfjarðar- göngum, 27 við Hafnarfjall og um 35 prósent á Holtavörðuheiði. Ferðu m la nd sbyg gðavag na Strætó mun ekki fækka nema í samráði við Vegagerðina, en þar hefur farþegum einnig fækkað töluvert. arib@frettabladid.is Færri á ferðinni um allt land Strætó dregur úr ferðum eftir hrun í farþegatölum vegna COVID-19 faraldursins. Umferð hefur minnkað um allt land, sums staðar um ríflega 40 prósent. Einn starfsmaður Strætó er smitaður af kórónaveirunni. Samdráttur í bensínsölu Sala á bensíni hefur dregist verulega saman á höfuðborgar­ svæðinu og öllu suðvesturhorn­ inu. Nokkuð minni samdráttur er á eldsneytissölu á Norður­ og Austurlandi. „Við erum að sjá samdrátt í sölunni í takt við minnkun á um­ ferð og ekki útséð með að sam­ dráttur muni aukast enn frekar í apríl í ljósi aðstæðna,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðs­ og þjónustustjóri Atlantsolíu. Ferðum Strætó fækkar frá og með mánudeginum. Enginn næturstrætó verður um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verkstæðið er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Jeep®, RAM Trucks, Fiat, Dodge, Chrysler og Alfa Romeo. Jafnframt er það almennt bifreiðaverkstæði sem gerir við allar gerðir bifreiða. Pantið tíma í síma 534 4433 eða á thjonusta@isband.is STUTTUR BIÐTÍMI! Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep® og RAM. JEEP® OG RAM ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep® Wrangler og RAM og TeraFlex sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep® Wrangler. ÍSBAND er með umboð fyrir pallbílahús frá ARE. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Smurþjónusta fyrir flestar tegundir bifreiða. Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 SÆKJUM OG AFHENDUM BÍLA Í OG ÚR ÞJÓNUSTU Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU. ALLIR BÍLAR SEM KOMA Í ÞJÓNUSTU TIL OKKAR ERU SÓTTHREINSAÐIR VIÐ MÓTTÖKU OG AFHENDINGU. 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.