Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 46
Við stöndum upp og teygjum úr okkur eftir þörfum. Hjörleifur fer í sund á morgnana og ég hoppa og dansa í Kramhúsinu í hádeginu þrjá daga í viku. Svo eru gönguferðir líka vinsælar hjá okkur. Ástkæra móðir okkar, systir okkar, amma og langamma, Sigrún Ragnarsdóttir lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum 9. mars og í ljósi aðstæðna hefur útför farið fram í kyrrþey. Ragnar Gíslason Jón Gíslason Erla Björk Gísladóttir Erla Ragnarsdóttir Björg Ragnarsdóttir Guðbjörg Ragna Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalheiður Katrín Hafliðadóttir lést á Landspítalanum 21. mars. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Guðlaugur Helgason Júlía Laufey Guðlaugsdóttir Hjörtur Hoffmann Viðar Guðlaugsson Bryndís Kristjánsdóttir Ólöf Hafdís Guðlaugsdóttir Aldís Katrín Guðlaugsdóttir Ívar Örn Ómarsson Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir Hörður Ómarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Eysteinn Sigurðsson PhD. íslenskufræðingur og kennari, lést laugardaginn 21. mars og fór útför hans fram föstudaginn 27. mars í kyrrþey sökum aðstæðna í samfélaginu. Þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Sigríður Eysteinsdóttir Jóhannes Hermannsson Þóra Björk Eysteinsdóttir Gunnar Wedholm Helgi Valur Wedholm Eysteinn Örn Jóhannesson Baltasar Máni Wedholm Hugheilar þakkir fyrir samúð, hlýju og fallegar kveðjur við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, Leonhards Inga Haraldssonar tannlæknis. Þökkum sérstaklega starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns ómetanlega umönnun, vináttu og virðingu. Amalía Halla Skúladóttir Haraldur Ó. Leonhardsson Anna K. Engilbertsdóttir Ásta Leonhardsdóttir Þóroddur Björgvinsson Halla I. Leonhardsdóttir Einar Ö. Jónsson Ingunn Leonhardsdóttir Haukur Haraldsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Ingvarsson Þrúðvangi 20, Hafnarfirði, lést á öldrunardeild, Vífilsstöðum, miðvikudagskvöldið 25. mars. Útförin fer fram í kyrrþey í ljósi núverandi aðstæðna. Ágústa Jónsdóttir Ingvar Sigurðsson Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Jón Helgi Sigurðsson Sara Lind Ólafsdóttir Tómas Sigurðsson Arnfríður Kr. Arnórsdóttir Agnar Sigurðsson Eva Rós Sigurðardóttir börn og barnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Sigfríð Valdimarsdóttir Heiðarbrún 88, Hveragerði, lést þann 19. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fór fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Minningarathöfn mun fara fram síðar. Ásdís Birna Stefánsdóttir Sigurður Hjalti Magnússon Ragnhildur Guðmundsdóttir Einar Guðmundsson Inga Pála Línberg Runólfsdóttir Valdimar Ingi Guðmundsson Hrefna Guðmundsdóttir Ásta María Guðmundsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg S. Karlsdóttir lést 22. mars á Hrafnistu, Reykjavík. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey en minningarathöfn verður auglýst síðar. Karl Jónsson Guðrún H. Aðalsteinsdóttir Þóra Kristín Jónsdóttir Grétar Viðar Grétarsson Kristján Jónsson Diljá Þórhallsdóttir börn og barnabörn. Það hefur runnið upp fyrir ok k u r hjónakor nu nu m núna á þessum sóttkvíar-t ímu m að v ið höf u m eiginlega verið í nokkurs konar sjálfskipaðri sóttkví árum og áratugum saman. Við vinnum bæði sjálfstætt á sömu vinnustofunni sem er tengd íbúðarhúsinu okkar og þurfum ekki að fara út til að komast í vinnuna,“ segir Sigrún Eldjárn rithöf- undur um starfsaðstæður hennar og eiginmannsins, Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Þau eru ánægð hvort með annars félagsskap, að hennar sögn. „Við hittum ekkert marga en förum þó auðvitað stundum á fundi og mannamót eftir þörfum. Það er alls ekki þannig að við séum í algjörri einangrun,“ tekur hún fram. Vakna snemma Sigrún segir þau Hjörleif hafa vanið sig á ákveðna rútínu. „Við vöknum snemma á morgnana og komum okkur fyrir á vinnustofunni með kaffibollana og vinnum nokkurn veginn á venjubundn- um vinnutíma,“ lýsir hún og bætir við, brosandi út í annað: „Oft skýst maður líka í verkefnin á kvöldin ef sá gállinn er á manni.“ Kaffibollana segirðu. Drekkið þið mikið kaffi í vinnunni? „Nei, kaffi- drykkjan er ekki óhófleg, einskorðast við tvo til þrjá bolla af vönduðu kaffi,“ svarar Sigrún og verður ekki sökuð um ofneyslu. Hún segir þau líka passa upp á að hreyfa sig. „Við stöndum upp og teygjum úr okkur eftir þörfum. Hjör- leifur fer í sund á morgnana og ég hoppa og dansa í Kramhúsinu í hádeginu þrjá daga í viku. Svo eru gönguferðir líka vin- sælar hjá okkur.“ Þau hjón eru svo sem ekkert mikið að spjalla saman meðan þau vinna en segja þó hvort öðru frá viðfangsefnunum og leita oft álits hins, að sögn Sigrúnar. „Heimilisverk in ger u m v ið svo saman á laugardagsmorgnum,“ segir hún.  „Ryksugum, skúrum og sinnum almennu skrúbbi.“ Hafa bæði skrifað bækur Hjörleifur hefur mest fengist við eldri hús og þar að auki sinnir hann rannsóknum á sögu torf bæjanna á Íslandi. Grúskar í gömlum skjölum og þess háttar. Hann hefur meðal annars gefið úr stóra og flotta bók sem heitir Af jörðu og fjallar um íslenska torfbæinn. Sigrún er bæði myndlistarmaður og rithöfundur. „Ég sit ýmist við tölvuna og skrifa bækur fyrir börn eða er með teikniblokkina, blýantana og litina að gera myndir í þessar sömu bækur. Þessa stundina er ég að fást við þriðju og síðustu bókina í þríleik sem hófst með Silfurlyklinum 2018. Sú bók fékk Íslensku bók menntaverðlaunin í f lokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Næst kom Kopareggið 2019 og nú er ég að leggja lokahönd á Gullfossinn sem er væntanlegur í haust.“ Í næsta mánuði verður fyrsta bók Sigrúnar endurútgefin. Hún heitir Allt í plati og kom út fyrir 40 árum, eða 1980. gun@frettabladid.is Hafa deilt vinnustofu á heimilinu í áraraðir Hjónin Sigrún Eldjárn rithöfundur og Hjörleifur Stefánsson arkitekt hafa áralanga reynslu af því að stunda atvinnu sína heima, eins og er hlutskipti margra þessa dagana. Þau vinna skipulega virku dagana og skrúbba svo heimilið á laugardagsmorgnum. Hjónin Sigrún Eldjárn og Hjörleifur þurfa ekki að fara út á morgnana í vinnuna. Fyrsta bók Sigrúnar kom út fyrir 40 árum og verður brátt endurútgefin. 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.