Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 16
Það er mjög margt frumlegt og flott sem er að gerast í augna- blikinu. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð ÍÞRÓTTIR „Hljóðið er tvíþætt í okkar fólki. Annars vegar er það ótrúlega lausnamiðað og hugmyndaríkt að spila úr þeim aðstæðum sem við erum öll í og svo hins vegar þessi óvissa varðandi framtíðina. Þá erum við ekkert að spá í apríl eða maí heldur horfum við langt fram í tímann. Stórar tekjur íþróttafélaga eru frá utanaðkomandi aðilum sem allir eru að draga saman seglin. Þannig að langtímaáhrifin munu birtast síðar í íþróttastarfinu. Þetta tvennt kristallast í okkar sam­ tölum,“ segir Auður Inga Þorsteins­ dóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Stjórnendur og þjálfarar eru allir í sömu sporum enda liggur allt íþróttastarf niðri meðan á sam­ komubanni stendur. Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs á Húsavík, segir að ástandið hafi mikil áhrif bæði á Völsung og iðkendur, andlega og ek k i síðu r f já rhag sleg a . Mikilvægasta hlutverkið sé þó að halda iðkendum við efnið og í starfinu. Þá sé mikilvægt að íþróttafélögin gleymist ekki í umræðunni þegar samfélagið fer að ganga sinn vanagang aftur. Jónas segir stærstu áskorun Völsungs og f leiri íþrótta­ og ung­ mennafélaga að stoppa ekki starfið þótt æfingar falli niður. „Nú þegar skólastarfið er tak­ markað þá þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda áfram. Við getum nýtt tímann til að skipuleggja starfið svo það gangi áfallalaust þegar við komumst aftur í gang. En öllu skiptir að halda iðkend­ um virkum. Jafnvel þótt þeir geri sitt heima eða úti. Um leið og fólk tekur sér hlé frá íþróttum þá tökum við skref aftur á bak. Og þá fyrst lendum við í vanda. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ segir hann. Auður segist vita til þess að ein­ hver félög muni ná að standa við sínar skuldbindingar um þessi mán­ aðamót og standi þokkalega. Önnur séu að grípa til ráðstafana. „Að vissu leyti þarf kannski að skoða íþrótta­ félög og félagasamtök almennt með öðrum augum og nota önnur gler­ augu á það. En allt samfélagið er á hliðinni og ég hef alveg skilning á að íþróttastarf sé ekki í fyrsta for­ gangi en einhvern tímann hljótum við að komast að. Við erum í góðum samskiptum við yfirvöld og þau hafa sagt við okkur að ef það þurfi að gera meira þá muni þau gera það.“ UMFÍ er með þrjú landsmót í sumar, unglinga­, 50 plús og hið hefðbundna, og segir Auður að þau séu enn á dagskrá en öll eiga þau að fara fram seinna í sumar. „Við ætlum aðeins að bíða og sjá og tökum svo einhverja skynsamlega ákvörðun þegar við sjáum hvernig þetta er að þróast. Það er ekki búið að pressa okkur út í horn en við ætlum ekki að þvinga neitt í gegn sem er ekki skynsamlegt að gera. Þannig að við erum að bíða og vonum að kúrfan fari eins og við vonumst eftir.“ Flest lið stunda nú heimaæfingar með sínum iðkendum og segir Auður að flest félög haldi úti starf­ inu á nýjan og frumlegan hátt. „Ég get ekki svarað fyrir öll félög að sjálfsögðu en mín upplifun er að mikill meirihluti félaga er að halda úti starfinu með öðrum hætti, hvort sem það er með fjaræfingum eða jafnvel „live“ æfingum þar sem þjálfarinn er heima en iðkendur eru þá að herma eftir heima og enn aðrir senda inn myndbönd af sér. Það er mjög margt frumlegt og flott sem er að gerast í augnablikinu. En við höfum áhyggjur af heildar­ myndinni því það eru brestir í henni, eins og styrkir fyrirtækja, mótin sem eru að falla niður og svo þessir útleigupóstar, hvort sem það eru árshátíðir eða sýningar eða hvað sem er. Ég heyri á framkvæmdastjór­ unum að þeir eru hræddir við brottfall líka í framhaldinu. Það eru ekki bara rekstrartölurnar sem við þurfum að hlúa að, jafnvel þó að þær séu rauðglóandi í augnablikinu.“ benediktboas@frettabladid.is SPORT Óttast brottfall iðkenda frá félögum í fjárhagsvanda Íþróttafélög í landinu eru lausnamiðuð og hugmyndarík gagnvart sínum iðkendum í því ástandi sem nú gengur yfir. Flest ef ekki öll eru með einhvers konar heimaþjálfun í gangi. Þó að rekstrartölurnar séu slæmar þá eru einhver félög sem ná að standast sínar skuldbindingar. UMFÍ óttast þó brottfall iðkenda. Allt íþróttastarf liggur niðri meðan á samkomubanni stendur og æfa því flestir heima hjá sér. MYND/UMFÍ F Ó T B O LT I E g g e r t G u n n þ ó r Jónsson var í gær orðaður við FH, en þátturinn Dr. Football, greindi fyrst frá. Eggert er 31 árs og á 21 landsleik með íslenska landsliðinu. Í desember var greint frá því að miklar deilur væru innan FH eftir að knattspyrnudeildin tók sex milljóna lán frá barna­ og unglingastarf inu. Eftir þær f réttir hef ur FH key pt einn efnilegasta leikmann landsins, L eik nisma nninn Vu k Osk a r Dimitrijevic á rúma milljón og lánað hann strax aftur til Leiknis. Þá gekk Daníel Hafsteinsson í raðir liðsins á láni frá Helsingborg FH heldur áfram að eyða FÓTBOLTI Leikmaður Everton, Oumar Niasse, var stöðvaður af lögreglunni í Bretlandi fyrir að vera ekki með beltið spennt. Þegar lögreglan nálgaðist bílinn sá hún að Niasse var með þrjá farþega með sér en Bretland, líkt og nánast allur heimurinn, er í sóttkví og má enginn fara að heiman nema til að fara í búð eða apótek. Samkvæmt e n s k u m f j ö l m i ð l u m v o r u lögreglumennirnir sem stoppuðu hann langt frá því að vera ánægðir með kauða og lásu honum pistilinn. Tvær konur voru í bílnum og fengu þær að fara heim með Uber. Niasse var skipað að keyra heim og halda sig heima eins og breska þjóðin þarf að gera næstu vikurnar. – bb Beltislaus með fjóra í bílnum Eggert er orðaður við heimkomu. Oumar Niasse í leik með Everton. BAKARÍIÐ FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00 Eva Laufey og Svavar Örn opna Bakaríið alla laugardagsmorgna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.