Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 10
Ég mun vinna
heima og vera í
einangrun. Það er það rétta í
stöðunni.
Boris Johnson
Alls hafa um 86.500
tilvik verið skráð í landinu,
yfirvöld telja hins vegar að
óskráð tilvik séu mun fleiri.
Að minnsta kosti 860
menn voru teknir af lífi á
árunum 1946 og 1947.
.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs-
íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 8. apríl 2020.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhver fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:
– Lýsing á eign og því sem henni fylgir
– Ástand eignar og staðsetning
– Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár
– Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
B R E T L A N D B o r i s J o h n s o n ,
forsætisráðherra Bretlands, og
Matt Hancock heilbrigðisráðherra,
hafa báðir greinst með COVID-19.
Báðir eru þeir með væg einkenni og
munu halda áfram störfum sínum
í sóttkví.
„Ég mun vinna heima og vera í
ein angrun. Það er það rétta í stöð-
unni,“ sagði John son í myndbandi
sem hann birti á Twitter. Tæplega
tólf þúsund manns eru nú smitaðir
af COVID-19 í Bretlandi og hafa 580
manns látið lífið.
Michel Barnier, aðalsamninga-
maður ESB í viðræðum við Breta um
samband þeirra, er einnig smitaður
af COVID-19. Síðastliðinn þriðjudag
var öllum tilraunum til að halda
samningafundi í gegnum fjarfunda-
búnað hætt. – ab
Johnson með COVID-19
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla í einangrun.
ÍTALÍA Hátt í þúsund manns létust af
völdum COVID-19 á Ítalíu í gær, þar
af fjórir læknar. Alls hafa meira en
níu þúsund manns látist af völdum
faraldursins í landinu. Staðfestum
smitum í landinu fer fækkandi,
rúmlega fjögur þúsund ný tilvik
voru skráð í gær. Alls hafa um
86.500 tilvik verið skráð í landinu,
yfirvöld telja hins vegar að óskráð
tilvik séu mun fleiri.
Miklar vonir eru um að árangur
fari að sjást af ströngu útgöngubanni,
en háar sektir liggja við því að
vera utandyra án gildrar ástæðu.
„Við höfum ekki náð toppnum,“
sagði Silvio Brusaferro, yfirmaður
Heilbrigðisstofnunar Ítalíu, við
AFP í gær. „Það er margt sem bendir
til að hægist á faraldrinum, sem
þýðir að möguleiki sé á að við náum
toppnum á næstu dögum.“ – ab
Hafa ekki náð toppnum
HOLLAND Alþjóðadómstóllinn í
Haag hefur dæmt hollenska ríkið til
að greiða skaðabætur fyrir fjölda-
morð á nýlendutímanum. Ættingjar
11 manna sem teknir voru af lífi í
frelsisstríði Indónesíu á fimmta ára-
tugnum munu hljóta bætur.
Hollenska ríkið hafði óskað eftir
að kröfurnar yrðu felldar niður
vegna þess tíma sem liðinn er síðan
brotin voru framin.
Málin snerust um menn sem
drepnir voru af hermönnum í
indónesíska héraðinu Suður-Sula-
wesi í svokölluðum „hreinsunarað-
gerðum“ Hollendinga. Að minnsta
kosti 860 menn voru teknir af lífi á
árunum 1946 og 1947 í Sulawesi, og
hafa fleiri indónesískar fjölskyldur
sóst eftir bótum vegna þeirra.
Einn bótaþega var Andi Monji, 83
ára, sem ferðaðist til Hollands til að
segja sögu sína en hann var aðeins
tíu ára gamall þegar hann var
neyddur til að fylgjast með aftöku
föður síns eftir að hafa verið laminn
illilega. Monji þakkaði dómstólnum
fyrir niðurstöðuna.
Í úrskurði dómsins kemur fram
að upphæðirnar sem veittar verði
bæti ekki þann sársauka og sorg
sem aftökur mannanna hafi valdið
fjölskyldum þeirra. – atv
Hollendingar greiða fyrir
brot á nýlendutímanum
Hollendingar tóku marga af lífi í sjálfstæðisbaráttu Indónesíu.
2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð