Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.03.2020, Blaðsíða 8
Aðalfundur BÍ 2020 Fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2020 verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl n.k. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Ath.: Athygli er vakin á að vegna veirunnar, covid-19, og röskunar af hennar völdum, gæti komið til frestunar fundarins. AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Að öllu samanlögðu er niðurstaðan sú að hér takast sérfræðingar á og að málið þarf að leysa af kviðdómi. Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar DÓMSMÁL Lögmannsteymi tón- listarrisanna Warner og Universal vill nú að dómari í lagastuldar- máli Jóhanns Helgasonar gegn þeim og höfundum lagsins You Raise Me Up taki til skoðunar niðurstöðu í nýlegu dómsmáli sem höfðað var gegn hljómsveitinni Led Zeppelin. A l l t f r á þv í m u n n l e g u r málf lutningur lögmanna Jóhanns og gag naðila hans varðand i frávísunarkröfu í málinu um lagið Söknuð fór fram í dómsal í Los Angeles 6. desember síðastliðinn, hefur úrskurðar um frávísunina verið beðið. Ekkert bólar enn á niðurstöðunni þótt dómarinn hafi í desember sagt að hennar væri að vænta eftir um það bil hálfan mánuð. Lögmenn Universal og Warner lögðu í síðustu viku fram nýtt skjal sem styður þá kröfu að máli Jóhanns verði vísað frá. Í skjalinu er vitnað til niðurstöðu dómstóls þar vestra um að lagið Stairway to Heaven með Led Zeppelin frá árinu 1971 feli ekki í sér stuld á laginu Taurus eftir gítarleikara hljómsveitarinnar Spirit. Byggist sá dómur meðal a nna r s á þv í að svoköl luð aðgengisregla eigi ekki við í því máli. Aðgengisreglan kveður á um að eftir því sem aðgengi þess sem sakaður er um stuld að viðkomandi lagi er meira, þess minni þurfi líkindi með lögum að vera til þess að um stuld teljist að ræða. „ Dómstól l inn út sk ý rði að aðgengisreglan sé ekki hluti af höfundarréttarlögum, sé órökrétt og skapi óvissu fyrir dómstólinn og málsaðilana,“ segir í hinu nýja skjali. Krafa um að þetta nýja skjal verði ekki hluti af málsgögnunum hefur þegar verið gerð af hálfu lögmanns Jóhanns, Michaels Machat. Segir Machat að í skjalinu sé látið undir höfuð leggjast að taka fram að í dóminum í Led Zeppelin-málinu sé í lykilatriðinu vitnað í eldri dóma, þann elsta 36 ára gamlan. Þess vegna hafi sú túlkun legið fyrir allan tímann og of seint sé að bera hana á borð núna sem andsvar. Þá segir lögmaður Jóhanns að í Led Zeppelin málinu hafi verið tekist á um miklu minni líkindi heldur en séu milli laganna Söknuðar og You Raise Me Up. Fram hjá því atriði komist lögmenn andstæðinga Jóhanns ekki. Þar af leiðandi sé frávísunarkrafan áfram óviðeigandi, burtséð frá því hvort dómurinn taki þetta nýja skjal til skoðunar. „Að öllu samanlögðu er niðurstaðan sú að hér takast sérfræðingar á og að málið þarf að leysa af kviðdómi,“ segir Michael Machat. Þetta nýja útspil lögmanna Un iver s a l og Wa r ner mu n væntanlega leiða til þess að málið tefst enn frekar. Að auki eru nú miklar hömlur í samfélaginu í Kaliforníu vegna útbreiðslu COVID- 19 og seinkar það líklega málinu sem átti samkvæmt áætlun frá í fyrra að leiða til lykta í desember á þessu ári. gar@frettabladid.is Led Zeppelin-dómur eigi ekki við í málinu Nýr dómur í lagastuldarmáli gegn hljómsveitinni Led Zeppelin er af lög- mönnum Warner og Universal sagður styðja kröfu þeirra um að máli Jóhanns Helgasonar varðandi meintan stuld á laginu Söknuði eigi að vísa frá dómi. SAUÐFJÁRRÆKT Nýlega féll dómur í héraði þar sem íslenska ríkið var sýknað vegna kröfu um skaða- og miskabætur upp á 17 milljónir króna  vegna þvingunaraðgerða á bóndabæ árið 2012. Á heimasíðu Matvælastofnunar er sagan rakin, en bóndinn sem stefndi ríkinu var með allt of margar kindur í of litlu fjárhúsi. Gerði MAST kröfu um úrbætur vegna fóðrunar, brynn- ingar og húsakosts og hafði sérstakt eftirlit vegna ófullnægjandi aðbún- aðar og umhirðu á sauðfé á bænum. Eftir að MAST hafði þrábeðið bóndann um að fækka hjá sér í bágbornum fjárhúsunum var lög- regla send á vettvang til að fækka. Þá hafði bóndinn selt 329 kindur og náð að fækka niður í þann fjölda sem talið var að rými væri fyrir. En bóndinn var ósáttur og stefndi ríkinu. Í dómnum segir að í ljósi þeirra fresta sem veittir voru til úrbóta og lagfæringa yrði ekki fallist á að brot- ið hafi verið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Umráðamönnum hafi gefist tóm til að selja umfram- féð með frjálsum samningum og slíkt hafi verið gert. Í ljósi atvika málsins yrði ríkið ekki gert ábyrgt fyrir því hvort salan teldist umráðamönnum hag- stæð eður ei. Þá hafnaði dómstóll- inn miskabótakröfu þar sem fyrir lágu upplýsingar um bágan húsa- kost og aðbúnað sauðfjár á jörð- inni sem umráðamenn báru sjálfir ábyrgð á. – bb Ríkið sýknað af kröfum bænda Bóndinn þurfti að selja á fjórða hundrað fjár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jóhann Helgason í desember talin var von á úrskurði um frávísunarkröf- una. Enn er beðið eftir niðurstöðu um hana. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 „Staðan er nokkuð góð þessa dagana. Það eru fáir sem leita til okkar, fólk fær góða þjónustu frá heilsugæslunni. Við erum að sjá aukinn fjölda einstaklinga sem eru með einkenni sem þarf að skoða hvort séu vegna COVID-19, enn sem komið er ráðum við vel við ástandið,“ segir Jón Magnús Krist- jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. „Við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir komu ein- staklinga sem leita til okkar vegna COVID-einkenna.“ Vika er síðan starfsmaður bráða- móttöku var greindur með COVID- 19 smit. „Það er starfsfólk hjá okkur í sóttkví en við höfum ráð á því að leysa úr því,“ segir Jón Magnús. Öllum valkvæðum aðgerðum bæði innan og utan Landspítalans hefur verið frestað til maíloka. Upp hafa komið áhyggjur hvort það leiði til þess að sjúklingar sem hefðu ellegar leitað á einkastofu leiti þá frekar á bráðamóttöku. Jón Magnús hefur ekki fundið fyrir því. „Þeir einstaklingar eru sjaldan með bráð einkenni og leita því ekki til okkar, við höfum ekki fundið fyrir því.“ – ab Fáir leita á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga á Landspítal- anum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.