Fréttablaðið - 28.03.2020, Page 4

Fréttablaðið - 28.03.2020, Page 4
Tímalengd á þessum faraldri hefur áhrif á það hvaða ákvarðanir verða teknar, nú erum við að verja störf eins mikið og við getum. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmda­ stjóri Strætó 20.000 eru sýnatökupinnarnir sem Össur getur útvegað og reynast nothæfir. 164 starfsmönnum var sagt upp hjá Bláa lóninu. 73 prósent háskólanema gefa líðan sinni lága einkunn. 7 prósent atvinnuleysi verður á þessu ári samkvæmt svart­ sýnustu spá Seðlabankans. 2 forsetar Alþingis eru hafðir í vari í kóróna­ veirufaraldrinum. TÖLUR VIKUNNAR 22.03.2020 TIL 27.03.2020 Þrjú í fréttum Leikskólastjóri, prófessor og ráðherra Anna Margrét Ólafsdóttir skólastjóri leikskólans Nóaborgar heldur úti vef með náms- leikjum og verkefnum fyrir yngstu börnin. Hún hefur útbúið sérstök verkefni sem börn í sóttkví geta unnið heima hjá sér. „Það þurfa ekki allir að finna upp hjólið og kannski nýtist þetta einhverjum. Þetta er bara áhugamál hjá mér.“ Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að á tímum sem þessum sé hætt við því að valdboðsöfl geti hrifsað til sín völd þó stundum þurfi að slaka á stjórn- skipulegu fyrirkomu- lagi. „Vandinn er að skilja á milli þeirra þátta þar sem er raun- veruleg nauðsyn á slíku og þar sem menn eru að nýta sér ástandið.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra sagði í vikunni að mögulega ætti að taka vísitölu neyslu- verðs úr sam- bandi. „Kannski 30 til 35 prósent af reiknuðum stærðum í vísitölunni eru farnar og það er ekki hægt að nota þá vísitölu sem verið hefur. Kannski væri gáfuleg- ast að við segðum; Erum við ekki bara með fasta vísitölu í einhvern x mánuð og við ætlum bara að reyna að komast yfir þessa gjá.“ SAMGÖNGUR „Samkvæmt talningu var fimmtíu prósenta samdráttur á farþegum í síðustu viku, við eigum von á enn meiri samdrætti fyrir þessa viku, sama á við um tekjurn- ar,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Frá og með næsta þriðjudegi munu stræt- isvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun, fyrir utan að vagnarnir byrja að ganga fyrr og með tíðari ferðir á morgnana. Um helgina verður næturakstri úr miðbænum hætt. Biðstöðva- töflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlaða tíma á heima- síðu Strætó eða í Strætó appinu. Jóhannes segir að líkt og með fjölda annarra fyrirtækja þá muni ástandið hafa mjög slæm áhrif á af komuna. „Framlög dekka um 70 prósent af kostnaðinum, en við erum að grípa til þessara aðgerða vegna þess að tekjur sem hafa verið í kringum tveir milljarðar á ári eru horfnar núna að mestu.“ Sambærileg fækkun hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Ekki hefur komið til tals að hætta með einstaka leiðir, en nokkrar minni leiðir sem keyra ekki um helgar falla út. Jóhannes á ekki von á að grípa þurfi til uppsagna. „Tímalengd á þessum faraldri hefur áhrif á það hvaða ákvarðanir verða teknar, nú erum við að verja störf eins mikið og við getum.“ Frá síðasta mánudegi hafa far- þegar notað aftari dyr til að forð- ast návígi við vagnstjóra. Nokkrir starfsmenn Strætó eru í sóttkví og einhverjir fastir erlendis. Einn starfsmaður á verkstæði er smitað- ur og í einangrun. „Hann smitaðist í gegnum konuna sína. Hann var að vinna um helgina með öðrum sem er nú kominn í sóttkví. Þetta hefur ekki haft nein víðtæk áhrif á okkur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars dregist saman um 15,4 prósent. Af þremur stöðum þar sem Vegagerðin mælir umferð á höfuðborgarsvæðinu er samdrátturinn mestur á Hafnar- fjarðarvegi, 21 prósent milli ára, 13 prósenta samdráttur er á Reykja- nesbraut og 12,6 á Vesturlandsvegi. Ferðum fyrir fatlaða hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað úr rúmlega 2.000 á dag niður í 400. Í mars hefur umferð á hringvegin- um dregist saman um 20 til 25 pró- sent, 42 prósent á Mývatnsöræfum og Mýrdalssandi, 23 í Hvalfjarðar- göngum, 27 við Hafnarfjall og um 35 prósent á Holtavörðuheiði. Ferðu m la nd sbyg gðavag na Strætó mun ekki fækka nema í samráði við Vegagerðina, en þar hefur farþegum einnig fækkað töluvert. arib@frettabladid.is Færri á ferðinni um allt land Strætó dregur úr ferðum eftir hrun í farþegatölum vegna COVID-19 faraldursins. Umferð hefur minnkað um allt land, sums staðar um ríflega 40 prósent. Einn starfsmaður Strætó er smitaður af kórónaveirunni. Samdráttur í bensínsölu Sala á bensíni hefur dregist verulega saman á höfuðborgar­ svæðinu og öllu suðvesturhorn­ inu. Nokkuð minni samdráttur er á eldsneytissölu á Norður­ og Austurlandi. „Við erum að sjá samdrátt í sölunni í takt við minnkun á um­ ferð og ekki útséð með að sam­ dráttur muni aukast enn frekar í apríl í ljósi aðstæðna,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðs­ og þjónustustjóri Atlantsolíu. Ferðum Strætó fækkar frá og með mánudeginum. Enginn næturstrætó verður um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verkstæðið er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Jeep®, RAM Trucks, Fiat, Dodge, Chrysler og Alfa Romeo. Jafnframt er það almennt bifreiðaverkstæði sem gerir við allar gerðir bifreiða. Pantið tíma í síma 534 4433 eða á thjonusta@isband.is STUTTUR BIÐTÍMI! Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep® og RAM. JEEP® OG RAM ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep® Wrangler og RAM og TeraFlex sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep® Wrangler. ÍSBAND er með umboð fyrir pallbílahús frá ARE. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Smurþjónusta fyrir flestar tegundir bifreiða. Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 SÆKJUM OG AFHENDUM BÍLA Í OG ÚR ÞJÓNUSTU Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU. ALLIR BÍLAR SEM KOMA Í ÞJÓNUSTU TIL OKKAR ERU SÓTTHREINSAÐIR VIÐ MÓTTÖKU OG AFHENDINGU. 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.