Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 2

Fréttablaðið - 28.03.2020, Side 2
88 ný tilfelli greindust í gær og heildarfjöldinn því 890. Veður Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag og þykknar upp með dálítilli slyddu og síðan rigningu eða súld vestan til á landinu. Hlýnar í veðri. SJÁ SÍÐU 32 Á reiðhjólum í rökkrinu M E N N I N G L e i k a r a r Borgarleikhússins munu spila spu na spi l ið f r æga Drek a & dý f lissu r og st rey ma þv í á netinu næstkomandi laugardag. Vegna samkomubanns er ekki hægt að setja upp sýningar með hefðbundnum hætti og hefur því verið gripið til þess að „færa leikhúsið til fólksins“, eins og B r y n h i l d u r G u ð j ó n s d ó t t i r leikhússtjóri komst að orði. „Ég spilaði spunaspil mikið sem barn og unglingur og þetta umturnaði lífinu á sínum tíma,“ segir Björn Stefánsson sem mun stýra leiknum, sem svokallaður dýf lissumeistari (DM). „Fyrir um þremur árum hóaði ég saman ýmsu ólíklegu fólki í spilahóp, leikurum, listamönnum og öðrum og hef haldið því áfram síðan.“ D&D kom fyrst út árið 1974 og olli miklum straumhvörfum. Á níunda áratugnum bættust spil á borð við Call of Cthulhu og Cyberpunk 2020 við í flóruna og unglingar víðs vegar um heim gátu gleymt sér dögum saman á háaloftum eða í kjöllurum með blað, blýant, teningasett og ímyndunaraflið að vopni. Björn er nú að setja saman sögu- sviðið fyrir hetjurnar, en þær eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldóra Geir- harðsdóttir og Bergur Þór Ingólfs- son. Verður þetta frumraun þeirra tveggja síðastnefndu. „Ég sé fyrir mér að þetta liggi vel fyrir leikar- anum, að detta í spunann, leyfa sér að gera mistök, vera svolítið kjána- legur og hafa gaman,“ segir Björn og jafnframt að lykilatriðið í þessu sé skemmtunin sjálf. „Það er eitthvað fast í mannskepnunni. Eftir því sem við eldumst eigum við til, einhverra hluta vegna, að hætta að gera það sem okkur finnst skemmtilegt.“ Rétt eins og teiknimyndasögur og borðspil eru spunaspilin í miklum uppgangi. Nýjasta útgáfa D&D, sem kom út árið 2014, hefur selst betur en fyrri útgáfur og þættirnir Stranger Things, þar sem spilið kemur við sögu, spilla ábyggilega ekki fyrir. Björn segir spuna- spilara hafa fært sér tæknina í nyt og leikjum sé nú streymt víða um heim. „Þetta er kjörið efni fyrir fólk að fylgjast með á netinu, annað hvort með fullri athygli eða með öðru auganu, því þetta getur tekið þrjá til fjóra tíma. Þarna er fólk að skapa flæði og skapa sögu saman í rauntíma. Maður týnir tímanum og amstur dagsins skiptir engu máli.“ Útfærsla Borgarleikhússins á streyminu sjálfu er nú í smíðum. „Við ætlum að leika okkur með þetta en rennum svolítið blint í sjóinn. Við höfum leikhúsið og búningageymsluna okkur til halds og erum að tína til hluti til að hafa á sviðinu,“ segir Björn. „Án þess að fara út í beint larp!“ D&D verður strey mt á vef Borgarleikhússins klukkan 14 á laugardag. kristinnhaukur@frettabladid.is Streyma Drekum & dýflissum til fólksins Hefðbundnar sýningar Borgarleikhússins liggja niðri vegna samkomubanns og því verður ýmsu efni streymt í gegnum netið. Þar á meðal spunaspilinu Drekum & dýflissum, sem á sér langa sögu en hefur sjaldan verið vinsælla. Þetta umturnaði lífinu á sínum tíma. Björn Stefánsson leikari Björn tekur að sér hlutverk dýflissumeistara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KJARAMÁL Nýundirritaður kjara- samning ur Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífs- ins var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. 140 félagar af 351 greiddu atkvæði, eða tæplega 40 prósent. Af þeim sögðu 126 já og 11 nei, eða 90 prósent á móti tæplega átta. Þrír seðlar voru auðir. Kjarasamningurinn gildir til október árið 2022 fyrir þá blaða- menn Fréttablaðsins, Morgunblaðs- ins, Sýnar og Ríkisútvarpsins sem eru í félaginu. Undir lok síðasta árs stóðu blaðamenn á þessum miðlum í verkfallsaðgerðum. Í nóvember var kjarasamningstilboð SA fellt með 70 prósent atkvæða. – khg Blaðamenn samþykkja kjarasamning sjávarsalti með COVID-19 Í gær greindust 88 ný til- felli af COVID-19 og er því heildar- talan komin í 890 manns en 97 hefur batnað. Hefur Íslensk erfða- greining hafið skimun á ný og sem fyrr er hlutfall þaðan um eitt pró- sent af sýnum. Alls hafa verið tekin 13 þúsund sýni sem eru um fjögur prósent þjóðarinnar. Þá eru um 10 þúsund manns í sóttkví. Átján manns liggja nú á Land- spítalanum vegna sjúkdómsins. Sex manns liggja á gjörgæsludeild og eru þeir allir í öndunarvélum, en daginn þar áður voru aðeins þrír í öndunarvél. – khg Fjöldi fólks í öndunarvélum tvöfaldaðist SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Sam herja á kvað í gær að Þor steinn Már Bald- vins son snúi aftur til starfa sem for stjóri við hlið Björg ólfs Jóhanns- sonar. Þorsteinn steig til hliðar í haust á meðan rann sókn norskrar lögfræðistofu á starf semi dóttur fé- laga Sam herja í Namibíu stóð yfir, í tengslum við umfjöllun Kveiks. Rannsókninni er ekki lokið en í tilkynningu eru aðstæður vegna COVID-19 sagðar ástæða endur- komunnar. – oæg Þorsteinn aftur í forstjórastól Steig til hliðar.FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ábyrgðarfullar skuggamyndir sýna varkárni í verki og halda sér í hæfilegri fjarlægð hvor frá annarri í kvöldsólinni. COVID-19 faraldurinn hefur komið illa niður á íþróttum sem fela í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda svo tveggja manna hjólin safna því ryki um sinn. MYND/ANTON BRINK 90 prósent kusu með en tæplega 8 á móti. 2 8 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.