Fréttablaðið - 30.03.2020, Page 2

Fréttablaðið - 30.03.2020, Page 2
Veður Suðvestan 15-23 m/s á norðan- verðu landinu í dag, 8-15 sunnantil, en hvassara í vindstrengjum við fjöll. Rigning eða súld á vestur- helmingi landsins en annars bjart. Hiti 3 til 11 stig, mildast SA-lands. SJÁ SÍÐU 20 Ég berst á fáki fráum fram um veg S A M F É L A G S k á k k e n n a r i n n Kristófer Gautason ákvað með skömmum fyrirvara að bjóða upp á netskákmót fyrir íslensk börn á vinsælasta skákþjóni heims, Chess. com. Hann renndi blint í sjóinn með þátttökuna á fyrstu mótunum sem fóru fram á fimmtudaginn, en 177 börn mættu til leiks sem Kristófer segir hafa komið sér í opna skjöldu. „Það var afar ánægjulegt að sjá þessa miklu þátttöku. Skákin er nánast hönnuð fyrir netið og því mjög skemmtilegt að geta kynnt börn fyrir þessum möguleika til að keppa við jafnaldra og stytta sér stundir“ segir Kristófer. Hann hafði samband við öll sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu og að endingu tóku fimm þeirra þátt, Reykjavík, Garðabær, Hafnarfjörð- ur, Kópavogur og Mosfellsbær. „Ég skipulagði sér mót fyrir hvert bæjarfélag á f immtudaginn og fékk ómetanlega hjálp frá sveit- arfélögunum sem sendu út tilkynn- ingar til allra foreldra um mótin,“ segir Kristófer. Hann hyggst einnig bjóða upp á skákmót fyrir eldri borgara og tólf höfðu skráð sig í hópinn um hádegi á föstudag. „Það eru fjölmargir eldri borgarar sem tef la á netinu, en ég reyndi að fá þá sem tef la kannski ekki að staðaldri til að taka þátt. Það fer ágætlega af stað. Þeir sem hafa skráð sig eru ekki reglulegir gestir á hefðbundnum skákmótum en vonandi bætast f leiri við,“ segir Kristófer. Hann hyggst standa fyrir öðru móti fyrir börn í dag, laugardag, og síðan halda áfram að bjóða upp á tvö mót í viku á fimmtudögum og laugardögum. „Það hafa fjöl- mörg íslensk börn bæst í hópinn á Chess.com og mér sýnist að skrán- ingarnar séu vel yfir þrjú hundruð talsins. Ég vona því að næstu mót verði enn stærri. Kristófer ætlar þó ekki að láta höfuðborgarsvæðið duga heldur er allt landið undir. „Skáksamband Íslands hefur hjálpað mér við að senda nokkrum sveitarfélögum út á landi boð um þátttöku og viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Það mun því vonandi bætast vel við hópinn á næstunni,“ segir Kristófer. Hann segir að þátttaka í stuttu skákmóti á netinu sé góð tilbreyting á þessum einkennilegu tímum þar sem ofgnótt er af frítíma. „Ég er að minnsta kosti handviss um að krakkar verði klárari af því að tefla en að horfa á Youtube,“ segir Kristófer brosandi. bjornth@frettabladid.is Verða klárari af því að tefla en Youtube-glápi Tæplega tvö hundruð börn tóku þátt í fyrstu netskákmótunum sem Kristófer Gautason, skákkennari, stóð fyrir síðastliðinn fimmtudag, á Chess.com, vinsælasta skákþjóni veraldar. Mikil þátttaka kom Kristófer í opna skjöldu. Kristófer Gautason bjóst ekki við svo gríðarlegri þátttöku barna í netskákmótum og raunin varð í liðinni viku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Skákin er nánast hönnuð fyrir netið. COVID -19 Heildarfjöldi COVID- 19 tilfella fór yfir þúsund smit í gær þegar 57 bættust við. Er því heildarfjöldinn orðinn 1020. Lang- flest tilfellin greindust á veirufræði- deild Landspítalans en hlutfallið hjá Íslenskri erfða-greiningu var aðeins 0,4 prósent. Eða 2 tilfelli af 490 sýnum. Alls hafa 15.500 sýni verið tekin, eða úr 4,3 prósentum þjóðarinnar, og birgðastaða sýnatökupinna í lagi. Alma Möller, landlæknir, sagði á blaðamannafundi Almannavarna í gær að faraldurinn væri í hægum vexti, ekki veldisvexti. Hins vegar væru verstu spár að ganga eftir varðandi gjörgæslu- tilfellin. 25 COVID-19 sjúklingar dvelja nú á Landspítalanum, 9 þeirra eru á gjörgæsludeild og 7 í öndunarvél. Um 9500 manns eru nú í sóttkví og Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn brýndi fyrir fólki að virða samkomubann. Of margar tilkynn- ingar um að leiðbeiningum væri ekki fylgt og að gera þyrfti ráðstaf- anir til að fylgja banninu eftir. „Það er komið af stað,“ sagði Víðir. Í l jó s i f r ét t a u m au k n a áfengisneyslu varaði Alma fólk við að leita í áfengi á þessum tíma. Áfengi veiki bæði ónæmiskerfið og bitni á dómgreind fólks. Þá væri hætta á auknu heimilisof beldi og að börnum sé ekki sinnt. – khg Varaði við því að leita í áfengi núna 57 tilfelli bættust við í gær og heildarfjöldinn nú er1020. Yfirskrift þessarar myndar eru upphafslínur úr ljóðinu Sprettur eftir Hannes Hafstein. Margir notuðu gærdaginn til að viðra gæðinga sína og hefur það örugglega verið kærkomin stund fyrir bæði hesta og menn. Enda fátt meira frelsandi en þegar gola kyssir kinn, eins og segir í ljóðinu. Þessir tveir voru teknir til kostanna á Kaldárselsvegi í Hafnarfirði um miðjan gærdaginn og létu vel að öruggri stjórn knapa síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SLYS Vélsleðaslys varð við Veiðivötn á Suðurlandi í gær þar sem þrír slös- uðust, kona á miðjum aldri alvar- lega en aðrir með minni meiðsli. Sleði hennar fór fram af hengju og annar á eftir sem lenti á henni. Lélegt skyggni var og snjóblinda. Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan hálf þrjú og 50 manns tóku þátt í aðgerðinni. Samferðafólk konunnar f lutti hana til móts við sveitirnar og mættust þau klukkan fjögur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað til að sækja kon- una og einn annan slasaðan. Lenti þyrlan um sexleytið í gær við Land- spítalann í Fossvogi. – khg Vélsleðaslys við Veiðivötn 50 manns tóku þátt í aðgerð- inni og þyrla var kölluð út. 3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.