Fréttablaðið - 30.03.2020, Side 4
Verkstæðið er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir
Jeep®, RAM Trucks, Fiat, Dodge, Chrysler og
Alfa Romeo. Jafnframt er það almennt
bifreiðaverkstæði sem gerir við allar gerðir bifreiða.
Pantið tíma í síma 534 4433
eða á thjonusta@isband.is
STUTTUR BIÐTÍMI!
Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í
breytingum á Jeep® og RAM.
JEEP® OG RAM
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til
breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum
varahluti í aðra USA bíla.
ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep®
Wrangler og RAM og TeraFlex sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep® Wrangler.
ÍSBAND er með umboð fyrir pallbílahús frá ARE.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Smurþjónusta fyrir flestar tegundir bifreiða.
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 534 4433 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
SÆKJUM OG AFHENDUM BÍLA Í OG ÚR ÞJÓNUSTU
Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU.
ALLIR BÍLAR SEM KOMA Í ÞJÓNUSTU TIL
OKKAR ERU SÓTTHREINSAÐIR VIÐ MÓTTÖKU
OG AFHENDINGU.
VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs
hækkaði um 0,23 prósent frá
febrúar til mars á þessu ári. Vísi-
tala neysluverðs miðuð við verð-
lag í mars 2020 er 475,5 stig, án
húsnæðis er hún 404,7 stig sem
er 0,10 prósenta hækkun frá því
mánuðinn á undan. Þetta kemur
fram á vef Hagstofunnar. Þar er
einnig tekið fram að mælingin
hafi verið unnin áður en bera fór á
neyslubreytingum vegna COVID-
19 faraldursins á Íslandi. Þó sé ljóst
að áskoranir muni koma fram við
mælingar næstu mánuði vegna
faraldursins.
Hækkað verð á fötum og skóm um
4,5 prósent hafði áhrif á vísitöluna
um 0,19 prósent síðasta mánuðinn.
Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu
í eigin húsnæði um 0,9 prósent og
verð á f lugfargjöldum lækkaði um
10,1 prósent og hafði lækkandi
áhrif á vísitölu neysluverðs um
0,15 prósent. Bensín- og olíuverð
lækkaði um 2,6 prósent á sama
tímabili.
Vísitala neysluverðs samkvæmt
útreikningi í mars 2020 gildir til
verðtryggingar í maí 2020. Vísitala
fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem
breytast eftir lánskjaravísitölu, er
9.383 stig fyrir maí 2020. – bdj
Vísitala neysluverðs hækkaði milli tveggja síðustu mánaða
Olíuverð lækkaði um 2,6 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 Kor óna veiru smit kom upp á sængur deild. Faðir barns hafði
verið þar inni með móður þess í
fimm daga áður en í ljós kom að
hann var smitaður.
2 Hafa fundið 130 stökkbreytingar á veirunni. Ís lensk
erfða greining hefur rað greint
yfir 370 veirur á meðan allur
heimurinn hefur saman lagt rað
greint 1.000.
3 17 ára dreng var vísað frá bráða mót töku og lést
skömmu síðar. Borgar stjóri Lan
ca ster í Kaliforníu tengdi and lát
hans við kóróna veirufar aldurinn.
4 „Með þessum upp sögnum er heil fag stétt nánast þurrkuð
út“. Fé lag á fengis og vímu efna
ráð gjafa harmar á kvörðun fram
kvæmda stjórnar SÁÁ að grípa til
upp sagna og skerða starfs hlut fall
á fengis og vímu efna ráð gjafa.
5 Prófa lyf á sjúk lingum með CO VID19. Sjúkra húsin sem
munu taka þátt í til rauninni í
Noregi verða alls 22 talsins og
verður öllum þeim sem eru sýktir
af veirunni og eru eldri en 18 ára
boðið að taka þátt.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
Meira á frettabladid.is
COVID -19 Víðir Reynisson, yfir-
lögregluþjónn hja Ríkislögreglu-
stjóra sagði embættið hafa fengið
4 tilkynningar um íþróttaæfingar,
eina með 50 manns, í gær en dró
það síðan til baka. Þetta væri ekki
skipulagt af félögunum. Ungmenna-
félagi Íslands hefur hins vegar borist
nálægt 10 tilkynningar.
„Við höfum komið skilaboðum
okkar til viðkomandi félaga í þeim
atvikum sem ratað hafa inn á
okkar borð. Sumar tilkynningar
hafa þó verið þess eðlis að ekki
hafi verið hægt að greina félagið,“
segir Auður Inga Þorsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri UMFÍ.
S a m k o m u b a n n v e g n a
COV I D -19 f a r a ldu r si n s va r
hert úr 100 manns niður í 20
fyrir viku síðan. Var þá meðal
annars líkamsræktarstöðvum,
sundlaugum og skíðasvæðum
lokað. Þá hafa heilbrigðis- og
menntamálaráðuneyti mælst til
að öllu íþrótta og æskulýðsstarfi
barna og ungmenna, sem felur í sér
blöndun og snertingu verði hætt
meðan á banninu stendur. ÍSÍ og
UMFÍ hafa gefið út yfirlýsingu þar
sem því er treyst að íþróttafélög fari
að tilmælum hins opinbera.
Auður segir að ýmis álitamál hafi
komið upp, til dæmis hvort reið-
hallir séu íþróttamiðstöðvar. Þá
séu framkvæmdastjórar félaga að
hringja til að spyrja ráða um hvað
sé leyfilegt. „Allir sem við höfum
rætt við eru samvinnufúsir. Fólk er
að leita leiða til að stunda hreyfingu
og fer kannski í sumum tilvikum
aðeins of geyst,“ segir hún. Mestu
máli skipti að ekki sé verið að nota
sameiginlegan búnað, svo sem
bolta. „Það eru um 500 íþróttafélög
á landinu og langflest standa sig vel.“
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, sagði
að tilvikin 4, sem Víðir nefndi
yrðu skoðuð. Eitt þeirra hafi þegar
verið leyst en um hafi verið að ræða
óskipulagða hópmyndun barna
á gervigrasvelli Breiðabliks sem
kallast Fagrilundur, en ekki æfingu
á vegum félagsins. „Við leggjum
áherslu á að fólk virði þetta bann
og höfum staðið í þeirri trú að fólk
geri það. Það er spurning hvort að
þurfi ekki að beina skilaboðum til
krakkanna og ef til vill loka þessum
svæðum,“ segir Lárus.
Íþróttavellir eru víða opnir og
borið hefur á að íþróttafólk æfi
saman í laumi. Hvað varðar Fagra-
lund og aðra spark- og gervigrasvelli,
ákvað Kópavogsbær að loka þeim á
laugardag.
Í tilkynningu frá Breiðabliki eru
iðkendur hvattir til að sinna heima-
æf ingum og einstaklings-pró-
grammi sem þjálfarar hafa útbúið
en engar skipulagðar æfingar eru á
vegum félagsins og allt starf liggur
niðri.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Loka völlum í Kópavogi til að
bregðast við myndun hópa
Í Kópavogi hefur spark- og gervigrasvöllum verið lokað vegna myndunar hópa, sem stríðir gegn
samkomubanni. Forseti ÍSÍ spyr hvort loka þurfi ekki fleiri svæðum. UMFÍ hefur borist hátt í 10
tilkynningar varðandi samkomubannið en framkvæmdastjóri segir flesta fylgja tilmælum yfirvalda.
Krakkar komast sums staðar inn á spark og gervigrasvelli þó engar æfingar standi yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fólk er að leita leiða
til að stunda hreyf-
ingu og fer kannski í sumum
tilvikum aðeins of geyst.
Auður Inga Þor
steinsdóttir
framkvæmda
stjóri UMFÍ
3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð