Fréttablaðið - 30.03.2020, Side 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Um 160
opinberar
stofnanir
eru starf-
ræktar hér á
landi. Það
hljóta að
leynast
sameining-
artækifæri
meðal
þeirra.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
Nærri lætur að fimmti hver vinnandi maður starfi í þágu hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga.Þetta er athyglisvert um þessar mundir þegar störf þorra manna á almennum
vinnumarkaði eru í aðsteðjandi uppnámi. Því veldur
veiruváin sem hefur veist með svo ófyrirleitnum hætti
að stoðum samfélagsins að rekstur atvinnufyrirtækja
er í hreinni óvissu að aðstæður breytast dag frá degi og
þúsundir umsókna um hlutabætur og atvinnuleysis-
bætur berast Vinnumálastofnun daglega.
Einn er þó sá hópur vinnandi manna sem gengur
að störfum sínum vísum, nær sama hvað á dynur. Það
eru starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Hið opinbera er
fyrirferðarmikið hér á landi og illa gengur að stemma
stigu við auknum umsvifum þess þrátt fyrir margvísleg
slagorð stjórnmálahreyfinga liðinna tíma.
Það er auðvitað ekki sérstök lausn að krefjast breyt-
inga á því nú við þessar aðstæður og myndi líklega
gera illt verra. En það er ástæða til að velta því fyrir sér
hvers vegna ekki eru sett fram áform um forgangsröðun
og hagræðingu í rekstri hins opinbera, þegar útgjöld
þess stökkbreytast með efnahagsaðgerðum ríkis og
sveitarfélaga og búast má við að enn eigi eftir að auka þá
íhlutun ef takast á að forða stórfelldu langtíma atvinnu-
leysi hér. Viðbúið er að seilst verði í vasa skattgreiðenda
þegar þessu fári slotar og álögur auknar til að mæta
tekjutapinu og standa undir rekstri ríkis og sveitarfélaga.
Ekki má skilja orð þessi svo að þeim sé raðað saman
af andúð á störfum fyrir hið opinbera, en kjarabarátta
opinberra starfsmanna hefur meðal annars falist í kröfu
um að deila kjörum með starfsmönnum á almennum
vinnumarkaði. Sá reginmunur er þó á að opinberir
starfsmenn búa við margfalt starfsöryggi á við aðra. Það
sýnir sig best um þessar mundir.
Á komandi misserum hlýtur því að verða velt
upp hvort ekki sé ástæða til að draga saman seglin í
opinberum rekstri. Búast má við að samdrátturinn
í efnahagslífinu vari um nokkurra missera skeið og
hlýtur að hafa sín áhrif á verkefni hins opinbera, þó þess
gæti síður í bráðnauðsynlegum verkefnum mennta- og
heilbrigðiskerfis, umönnun og félagslegum stuðningi,
svo dæmi séu tekin.
Um 160 opinberar stofnanir eru starfræktar hér á
landi. Það hljóta að leynast sameiningartækifæri meðal
þeirra. Þó verkefni þeirra kunni að vera sumpart ólík eru
samlegðaráhrif sameiningar ríkisstofnana ótvíræð.
Sama gildir um sveitarfélög. Þau eru nú ríflega 70.
Sum eru fjölmenn og önnur fámenn. Ráðagerð er um að
fækka þeim á nokkurra ára bili um meira en helming
með því að skilgreina lágmarksfjölda íbúa þeirra. Þannig
er þvinguð fram hagræðing sem ekki virðist nást fram
með öðrum hætti. Nægan tíma hafa menn haft til þess.
Þessari aðferð hefur ekki alls staðar verið fagnað en hún
er nauðsynleg og mun leiða til betri þjónustu við íbúa og
ekki síður hagræðingar.
Að öllu samanlögðu er tímabært fyrir stjórnvöld að
leggja á ráðin um hvernig hluta fjárhagsáfalls hins opin-
bera verður mætt með skýrri forgangsröðun og hag-
ræðingu þegar fram líða stundir.
Hagræðing
Íþróttir efla alla dáð
Á daglegum upplýsingafundi
í gær kom fram að Víðir
okkar allra hefði sjálfur
farið í vettvangsrannsókn
til að kanna sannleiksgildi
ábendinga um að tveggja
metra regla og tuttugu manna
samkomubann væri ekki alls
staðar í hávegum haft. Hann
hafi í þeirri ferð rekist á að
50 manna íþróttaæfing hefði
verið haldin um helgina,
jafnvel þó blátt bann sé lagt
við því. Þetta er alvarlega
en í fyrstu virðist. Kunnugt
er að lestrarkunnáttu yngri
aldurshópa hefur hrakað
nokkuð og PISA-könnun
bendir til að sama eigi við um
raungreinar, jafnvel einfalda
stærðfræði. Það skyldi þó
ekki vera að þeir sem fyrir
íþróttaæfingunni stóðu séu
hvorki læsir né átti sig á að
fimmtíu er meira en tuttugu?
Birgðir
Fyrir hreina slysni fundust
í síðustu viku birgðir
6.000 sýnatökupinna á
Landspítalanum. Enginn
virðist hafa vitað að þeir voru
til. Þetta vekur upp þá von
að í birgðahaldi spítalans
leynist enn f leiri fjársjóðir
nú á raunastund. Ætli finnist
líka f leiri rúm eða jafnvel
heilu deildirnar sem enginn
vissi af ? Það er varla gaman
að þessu gerandi, en þetta
var sannarlega ánægjulegur
fundur.
Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar sendu Íslendingar matarböggla til bágstaddra barna í Noregi. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973
sendu önnur Norðurlönd margvíslega aðstoð til
Íslands. Seint gleymist rausnarskapur Færeyinga
eftir snjóflóðin árið 1995. Norðurlöndin aðstoðuðu
okkur eftir efnahagshrunið 2008 þegar f lest önnur
ríki neituðu hjálparbeiðnum okkar. Árið 2009 þegar
hamfaraflóðin gengu yfir Asíu sendu Íslendingar
f lugvél til Taílands til að sækja slasaða Svía. Þetta eru
aðeins örfá dæmi um norrænt samstarf og vináttu
síðustu áratugi.
Yfirstandandi COVID-19 faraldur hefur undan-
farið sett einstaklinga, fyrirtæki, ríki og allt alþjóða-
samfélagið í óþekkta stöðu. Ljóst er að faraldurinn
bitnar ekki einungis á heilsu fólks heldur einnig
á atvinnulífinu og fjármálakerfinu öllu. Enginn
veit hvernig best er að reyna að draga úr áhrifum
faraldursins en ljóst er að ekkert land getur staðið
eitt frammi fyrir þessari ógn því veiran virðir engin
landamæri. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að
halda heildarsýn og missa ekki sjónar á gagnsemi þess
að samhæfa aðgerðir milli landa. Norrænt og alþjóðlegt
samstarf opnar á möguleika sem gagnast hverju og
einu landanna. Við þurfum á nágrönnum okkar að
halda til að miðla upplýsingum og þekkingu sem er
sérstaklega mikilvæg á tímum sem þessum. Nágrannar
okkar í norðri eru, nú sem fyrr, okkar mikilvægustu
bandamenn. Ekki bara meðan COVID-19 veiran gengur
yfir, heldur ekki síður þegar við hefjumst handa við
að endurreisa þá samfélagslegu burðarstólpa sem
sköðuðust á þessum einkennilegu tímum.
Samfélagsöryggi og samstarf á hættutímum eru
mikilvæg svið fyrir Norðurlandaráð. Síðast á þingi
ráðsins í október 2019 samþykkti það einróma nýtt
stefnuskjal um samfélagsöryggi. Þar er lagt til að
samstarf verði aukið á ýmsum sviðum, meðal annars
hvað varðar framfærslu- og heilbrigðisviðbúnað.
Stefnuskjalið inniheldur ýmsar tillögur að því hvernig
samstarfið geti orðið enn betra á hættutímum,
nokkuð sem Norðurlandaráð vill vinna áfram með.
Vores nordiske venner
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
forseti Norður-
landaráðs og
þingmaður
Framsóknar-
flokksins.
Nágrannar
okkar í
norðri eru,
nú sem fyrr,
okkar mikil-
vægustu
bandamenn.
3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN