Fréttablaðið - 30.03.2020, Qupperneq 14
Það vakti eftirtekt þegar fyrrum alþingismaður birti pistil á fésbók sinni, þar
sem hann lýsti almennum efa-
semdum um aðgerðir og ákvarð-
anir sóttvarnalæknis og annarra
íslenskra yfirvalda í tengslum við
COVID-19 veiruna. Hann bætti
um betur og í viðtali í útvarps-
þætti nokkrum hélt hann því
fram að „útlendingum frá hættu-
svæðum hefði verið hleypt óskim-
uðum inn í landið til þess að koma
smiti inn í samfélagið“ og virtist
þar með ekki hafa fylgst með
fréttaf lutningi af skíðaglöð-um
Íslendingum í Ölpunum. (Ekki
það að nokkuð sé hægt að gagn-
rýna íslenskt skíðafólk í þessu
sambandi og hefði veiran borist
til landsins með einum eða öðrum
hætti hvort sem er.)
Þá klykkti hann út með hjart-
næmu, opnu bréfi til forsætisráð-
herra, þar sem hann sagði meðal
annars: „Þú ert vonandi mjög hugsi,
enda hvílir ábyrgðin nú á þínum
herðum og ríkisstjórnarinnar. Það
er ekki hægt að vísa ábyrgð á sótt-
varnalækni, nú þegar öllum má vera
ljóst að aðferð hans er röng og getur
leitt til stórtjóns.“
Ofangreind atburðarás lýsir
þekktu áróðursbragði. Með ósann-
indi og hálfsannleik að vopni er
reynt að sá efasemdafræjum í huga
fólks. Þrátt fyrir að margir láti sér
fátt um finnast (sem betur fer), liggur
óhróðurinn eftir eins og tyggjó-
klessa, sem erfitt getur reynst að
hreinsa upp að fullu, eins og jafnan
er um tyggjóklessur.
Þannig má segja að bragðið hafi
heppnast í þeim fáránleika að í
sjónvarpsþætti þurftu yfirvöld að
sverja þennan áburð af sér og voru
einnig fluttar fréttir af því.
Sjaldan er ein báran stök og
þingf lokkur stjórnmálaf lokks
nokkurs birti heilsíðu auglýsingu
af svipuðum (eða sama?) meiði í
dagblöðum laugardaginn 21. mars.
Þrátt fyrir öllu settlegri tón, fer ekki á
milli mála að boðskapurinn er sama
eðlis og megum við líklega búast við
meiru af slíku á næstunni.
Á óvissutímum sem þessum ræð-
ur úrslitum að allir leggist á eitt. Til
viðbótar við dyggðir eins og sam-
heldni, yfirvegun, sannleiksást og
náungakærleik, er einnig mikilvægt
að „mæla þarft eða þegja“.
Af úlfum í sauðagæru
Gréta Thunberg er orðin heimsþekkt, sænska stúlkan, sem greind var einhverf og
talaði ekki, nema þegar henni þótti
nauðsyn til, en fór svo skyndilega
að tala. Og talaði þá, svo að eftir
var tekið. Hún fór í skólaverkfall
til að vekja athygli á loftslagsvanda
heimsins, hrikalegasta verkefni,
sem mannkynið hefur staðið
frammi fyrir. Nú er þessi áður
fátalaða stúlka orðin ræðumaður
á öllum helstu loftslagsráðstefnum
heims og brýnir ráðamenn til
aðgerða í loftslagsmálum.
Nú fyrir jólin kom út bókin
Húsið okkar brennur, baráttusaga
Grétu og fjölskyldu hennar, rit-
uð af móðurinni, áhrifamikil
lesning. Gréta krefst aðgerða í
loftslagsmálum, aðgerða í stað
orða. Hún segir allar staðreyndir
um loftslagsvandann liggja fyrir
og lausnirnar einnig, hvað þurfi að
gera. Vísindamenn eru nær sammála
um, að hlýnun andrúmsloftsins
sé af mannavöldum og loftslags-
breytingar séu farnar að hafa áhrif
á veðurfar og líf fólks um allan heim.
Við þurfum að vakna og gera
breytingar, draga úr losun gróður-
húsalofttegunda strax, því verði
ekkert að gert á næstu árum, fer af
stað keðjuverkun sem enginn mann-
legur máttur fær stöðvað. Þetta er
neyðarkall, segir hún. Gréta vill að
við tökum loftslagsógnina alvar-
lega, því annars gerist ekkert. „Full-
orðna fólkið er alltaf að segja: „Við
verðum að gefa unga fólkinu von.”
En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil að
þið hagið ykkur eins og líf ykkar sé í
hættu. Ég vil að þið hagið ykkur eins
og það sé kviknað í húsinu ykkar. Af
því að það er kviknað í því.” Þann-
ig talaði Gréta á alþjóðaefnahags-
þinginu í Davos í janúar 2019. Samt
boðar hún ekkert vonleysi eða upp-
gjöf, öðru nær, því enn þá er mögu-
leiki á að breyta, en þá verðum við
að bregðast skjótt við.
Gréta hefur staðið í baráttu. Hún
hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að
vera ung og óreynd, einhverf eða
einfalda hlutina um of. Hún gerir
sér þó grein fyrir því, að hér er ekki
um einfalt verkefni að ræða, að
minnka losun á heimsvísu, þar sem
í hlut eiga allar þjóðir heims, sem
búa við afar misjafnar aðstæður.
Ríku iðnþjóðirnar eins og hennar
eigið land, Svíþjóð, verða að ganga
á undan, segir hún, og draga úr
losun um 50 prósent næstu árin, á
meðan þróunarríkin svon. fá afslátt
og ráðrúm til að byggja upp innviði
sína.
Staðan hjá okkur Íslendingum
er víst ekki sérlega góð um þessar
mundir. Við erum ofarlega í losun af
Norðurlandaþjóðunum. Við erum
ekki að draga úr losun, heldur auka,
þrátt fyrir metnaðarfulla aðgerða-
áætlun núv. ríkisstjórnar Katrínar
Jakobsdóttur í umhverfismálum til
ársins 2030, sem enn á eftir að sýna
sig, hvort reynist raunhæf. Víst er,
að við þurfum að gera betur í lofts-
lagsmálum, ætlum við að standa
við skuldbindingar okkar gagnvart
Parísarsamkomulaginu. Bók Grétu
Thunberg er vissulega áminning til
okkar Íslendinga. Sem fámenn þjóð
björgum við kannski ekki heimin-
um ein og sér, en við getum lagt
okkar lóð á þá vogarskál.
Saga Grétu sýnir okkur, svo ekki
verður um villst, hversu miklu ein-
staklingurinn fær áorkað, ef hann
beitir sér. Gréta er farin að hafa
áhrif vítt um heim með rödd sinni,
líka hér á landi. Á hverjum föstudegi
kemur nú saman hópur ungs fólks á
Austurvelli með mótmælaspjöld og
krefst aðgerða í loftslagsmálum að
hætti Grétu Thunberg. Unga fólkið
gerir sér ljóst, að það á mest í húfi,
því þess er framtíðin. Þetta allt vekur
vonir.
Við þurfum að endurskoða
margt, byrja hvert í sínum ranni,
breyta hugsanagangi, lífsmáta og
gildismati, temja okkur meiri auð-
mýkt og einfaldari lífsmáta, hætta
að líta á peninga og hagvöxt sem
hið eina er máli skipti, en íhuga
lífsgildin, sem vísa til framtíðar. Því
eins og Gréta segir. Nú verða allir að
tala skýrt. Við höfum enn lausnir í
hendi okkar, en tíminn er naumur,
af því það er kviknað í húsinu okkar.
Húsið okkar brennur.
Húsið okkar brennur
Ólafur Þ.
Hallgrímsson
höfundur er
fyrrv. sóknar-
prestur Við þurfum að vakna
og gera breytingar,
draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda
strax, því verði ekkert að
gert á næstu árum, fer af stað
keðjuverkun sem enginn
mannlegur máttur fær
stöðvað. Þetta er neyðarkall,
segir hún.
Birgir
Hrafnsson
áhugamaður
um ábyrga um-
ræðu. Þannig má segja að bragðið
hafi heppnast í þeim fárán-
leika að í sjónvarpsþætti
þurftu yfirvöld að sverja
þennan áburð af sér og voru
einnig fluttar fréttir af því.
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Íslendingar lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali.*
Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050
eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is.
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
93.000
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019
Tímar sem þessir sýna svo ekki verður um villst hvernig grunnstoðir samfélagsins
eru á sig komnar. Við Íslendingar
getum verið tiltölulega ánægðir.
Öf lugt heilbrigðiskerfi tekst á við
veiruna ásamt almannavörnum,
skólast ar f heldu r á f ram v ið
breyttar og erfiðar aðstæður og
at v innu leysist r yg g inga sjóðu r
tekur við þeim sem missa vinnuna
– svo nokkur kerfi séu nefnd. Allar
áætlanir og spár breytast frá degi til
dags og ljóst að næstu mánuði og ár
munu gjörðir helstu viðskiptaþjóða
okkar hafa mikil áhrif hér á landi.
Skylda stjórnvalda er að styðja
við f jölskyldur og fyrirtæki í
gegnum þennan öldusjó þannig að
samfélagið verði tilbúið í kröftuga
viðspyrnu þegar léttir til.
Viðsk ipt aráð var helst t i l
snöggt að leggja til niðurskurð
hjá hinu opinbera og skerðingu
á starfshlutfalli hjá opinberum
starfsmönnum. Þetta kom auð-
vitað illa við það fólk sem nú
stendur í eldlínunni við að berjast
gegn útbreiðslu veirunnar á heil-
brigðisstofnunum. Eru viðbrögð
ráðsins í hróplegu ósamræmi við þá
samstöðu og samvinnu sem ríkjandi
er í samfélaginu.
Ég er stoltur af íslensku samfélagi
og samheldni þjóðarinnar. Sam-
staðan laskaðist í hruninu og það
er mikilvægt að við vinnum okkur
núna saman í gegnum erfitt tímabil.
Og þegar við höfum náð viðspyrnu
og erum búin að ná okkur á strik
verða allir að sýna samfélagslega
ábyrgð. Þess vegna verða þeir sem
geta að halda áfram að greiða til
samneyslunnar. Það gengur auð-
vitað ekki að einhverjum öf lum
innan viðskiptalífsins þyki sjálfsagt
að koma hlaupandi í skjól ríkisins,
umfram þörf, og nýta sér kraft
og samstöðu samfélagsins. Krafa
almennings er krafa Framsóknar.
Samvinna í þágu samfélagsins alls.
Sem betur fer eru flestir þar.
Öll él birtir um síðir. Það kemur
vor og það kemur sól og daginn
lengir. Við höfum áður tekist á við
erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við
getum gert það aftur.
Tími fyrir samfélag
Sigurður Ingi
Jóhannsson
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra og
formaður Fram-
sóknar
Samstaðan laskaðist í
hruninu og það er mikil-
vægt að við vinnum okkur
núna saman í gegnum erfitt
tímabil.
3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð