Feykir


Feykir - 07.06.2017, Síða 2

Feykir - 07.06.2017, Síða 2
Um helgina opnuðu tvær sýningar á Sauðárkróki, annars vegar Lundasýningin Puffin and friends sem segir frá hlýnun hafsins og tilfærslu á lífríki sjávar m.t.t. þeirra fugla og fiska sem lifa í því og hins vegar Kona á skjön sem fjallar um ævi og störf skáldkonunnar Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi. Þessar sýningar eru kærkomin viðbót á annars fábrotið sýningar- og safna- hald á Sauðárkróki (í jákvæðri merkingu). Mér hefur lengi fundist lítið vera gert á Sauðárkróki til að krækja í ferðamanninn sem leið á um staðinn. Frumkvæði hefur vantað og því hefur staðan verið þessi. Kannski blundar enn í Króksurum að ferðamaðurinn er líklega bara annars staðar. Það var alla vega í mínum ungdómi, áður en Þverárfjallsvegurinn kom, að túristarúturnar fóru ekki lengra en að Glaumbæ og snéru þá við á leið sinni eftir hringveginum. Ef maður sá ferðamann á Króknum góndi maður á hann eins og viðundur væri á ferð. Seinna fóru að koma rútur og ferðamennirnir hópuðust inn á hótelið sem hvert sumar er rekið í heimavist Fjölbrautaskólans. Þeir komu um kvöldmatarleytið, fengu sér að borða og gengu svo um bæinn í flokkum og kíktu í glugga verslana sem allar voru lokaðar, það voru bara sjoppur sem voru opnar fram á kvöld. En nú er öldin önnur. Ferðamönnum hefur fjölgað um allt land og Sauðárkrókur er viðkomustaður æ fleiri þeirra. Mig langar með þessum pistli til að hvetja framsækið fólk á Sauðárkróki til að hugsa eins og ferðamannaveiðari. Það er fjöldi fólks sem heimsækir staðinn og enn er hægt að bæta við þjónustuna. Látið hugann reika og framkvæmið. Ekki bíða eftir að einhver annar geri það, þá gerist ekkert. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Vannýttir möguleikar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Fyrsta tímabili strandveiða er nú lokið og varð heildaraflinn á svæði B (frá Ströndum að Grýtubakkahreppi) 416,4 tonn. Er það 105,6 tonnum undir leyfilegu hámarki og bætist sá afli við heimildir næsta tímabils. Í síðustu viku var tæpum 75 tonnum landað á Skagaströnd, 735 kílóum á Hofsósi og á Sauðárkróki var tæpum 758 tonnum landað, þar af voru um 470 tonn af rækju sem flutningaskipið Silver Fjord flutti frá Tromsö í Noregi. /FE Aflatölur 28. maí – 3. júní 2017 á Norðurlandi vestra Fyrsta tímabili strandveiða er lokið SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Stella GK 23 Landbeitt lína 4.760 Svalur HU 124 Handfæri 212 Sæunn HU 30 Handfæri 785 Víðir EA 423 Handfæri 324 Alls á Skagaströnd 74.906 SAUÐÁRKRÓKUR Helga Guðmundsd. SK 23 Handfæri 335 Kristín SK 77 Handfæri 313 Klakkur SK 5 Botnvarpa 115.506 Maró SK 33 Handfæri 219 Málmey SK 1 Botnvarpa 170.786 Silver Fjord 3FWE9PA 999 Botnvarpa 469.679 Tara SK 25 Handfæri 358 Vinur SK 22 Handfæri 653 Alls á Sauðárkróki 757.849 HOFSÓS Leiftur SK 136 Handfæri 735 Alls á Hofsósi 735 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 831 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 258 Blíðfari HU 52 Handfæri 384 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 800 Dagrún HU 121 Grásleppunet 241 Dísa HU 91 Handfæri 247 Dóra HU 225 Handfæri 761 Fjölnir GK 157 Lína 59.694 Geiri HU 69 Handfæri 389 Gyðjan HU 44 Handfæri 707 Hafdís HU 85 Handfæri 639 Húni HU 62 Handfæri 480 Jenný HU 40 Handfæri 119 Kambur HU 24 Handfæri 469 Kópur HU 118 Handfæri 282 Lukka EA 777 Handfæri 482 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 505 Már HU 545 Handfæri 85 Ólafur Magnússon HU 54 Grásleppunet 1.313 Óskráður ZZ o Grásleppunet 139 Lundasýning opnaði um helgina Puffin and friends í Aðalgötunni á Sauðárkróki Puffin and friends nefnist sýning sem opnaði sl. laugar- dag á Aðalgötu 24 á Sauðár- króki en grunnhugmyndin að henni er hlýnun hafsins og tilfærsla á lífríki sjávar m.t.t. þeirra fugla og fiska sem lifa í því. Aðalviðfangsefni safnsins er lundinn en aðrir sjófuglar, og þau spendýr sem hafa Skagafjörð sem búsvæði, fá sitt pláss í sýningunni. Má þar nefna þær hvalategundir sem sjást reglulega á firðinum sem og seli, bæði út- og landsel. Þá verður til sýnis hvítabjörn- inn sem felldur var í Fljótum árið 1988 og hefur verið Heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi Nýr forstöðumaður ráðinn Ari Jóhann Sigurðsson hóf, þann 1. júní, störf sem forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Ari hefur starfað sem forstöðu- maður á meðferðarheimilinu Háholti undanfarin ár en eins og fram hefur komið er það nú að hætta starfsemi sinni. Í upphafi árs 2016 var samþykktur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjón- ustu við fatlað fólk. Á þjónustu- svæðinu er Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitar- félag og veitir fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitar- félögunum þjónustu. Þjónusta innan svæðisins er veitt á jafnræðisgrundvelli og byggja ákvarðanir um veitingu hennar á mati á þjónustuþörf. Sömu viðmið gilda um þjónustustig á svæðinu öllu. Aðildarsveitar- félögin eru Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatns- hreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd, að því er segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar. /FE vistaður í Náttúrugripasafninu í Varmahlíð. Þá geta gestir brugðið á sig sýndargleraugum og m.a. ferðast út í Drangey með hjálp tækninnar og 360° myndatöku. /PF Aðstandendur Lundasýningarinnar. Árni Rúnar Hrólfsson, Árni Gunnarsson, Magnús Barðdal og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson MYND: PF Samþykkjum aldrei loftlínu! Áhugafólk um ásýnd Skagafjarðar Á opnum fundi áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar, sem haldinn var í Varmahlíð sl. laugardag, kom skýrt fram að landeigendur í Skagafirði munu ekki samþykkja lagningu loftlína um lönd sín. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að sveitarfélagið Skagafjörður vinni nú að breytingu á aðalskipulagi Skagafjarðar þar sem til stendur að setja stóriðjuloftlínur inn á skipulag, þrátt fyrir að Landsnet hafi nú tekið Blöndulínu 3 út af framkvæmdaáætlun og ætli að vinna umhverfismat fyrir línuna upp á nýtt. „Fundurinn var vel sóttur, nema af fulltrúum stjórnmála- flokka í sveitarstjórn Skaga- fjarðar en einungis fulltrúi Vinstri Grænna og óháðra þáði boð um setu í pallborði á fundinum,“ segir í tilkynningu. Inn á fundinn barst eftirfarandi ályktun frá hópi landeigenda í Skagafirði: Samþykkjum aldrei loftlínu! Landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 ítreka enn og aftur að þeir munu aldrei samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín. Landeigendur hvetja sveitar- stjórn Skagafjarðar til að láta af þeim fyrirætlunum að setja stóriðjuloftlínur inn á aðal- skipulag. Það er augljós tíma- skekkja í ljósi þess að Landsnet hefur tekið Blöndulínu 3 út af framkvæmdaáætlun og ætlar að vinna umverfismat fyrir línuna upp á nýtt, eins og Umhverfis- ráðuneytið og Skipulagsstofnun hafa þrýst á um. Í nýju um- hverfismati verða jarðstrengir metnir sem valkostur og allar ákvarðanir um línuleiðir teknar til endurskoðunar. /PF 2 22/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.