Feykir


Feykir - 07.06.2017, Qupperneq 4

Feykir - 07.06.2017, Qupperneq 4
4. deildin í knattspyrnu Burst á Blönduósvelli Kormákur/Hvöt er á góðu skriði í 4. deildinni en þeir unnu góðan sigur á Hrunamönnum sl. laugardag á Blönduósvelli. Í hálfleik var staðan orðin 3-0 en í seinni hálfleik bættu strákarnir fjórum mörkum við og fengu svo hjálp frá andstæðingunum sem skoruðu sjálfsmark. Markaskorarar helgarinnar voru: Hlynur Rafn Rafnsson með mark strax á 3. mínútu, Hámundur Örn Helgason á 24., Arnar Skúli Atlason á 34., Hjörtur Þór Magnússon á 46., Hörður Gylfason með tvö á 52. og 57. og Reimar Marteinsson á 63. mínútu. Sjálfsmark mótherjanna kom svo í restina á þeirri 75. „Við erum búnir að vinna okkar leiki sem eiga að vera skyldusigrar miðað við gæðin í okkar riðli. Núna hefst prófið að sjá hversu góðir við erum. Við eigum Létti, Ými og Árborg í næstu þremur leikjum sem eru allt mjög góð og sambærileg lið og Kormakur/Hvöt,“ segir Arnar Skúli Atlason sem bar fyrirliðabandið í leiknum. Hann vill engar yfirlýsingar gefa varðandi það að liðið færi sig upp um deild en viðurkennir þó að með heppni geti allt gerst. „Kosturinn er að þetta er gaman og skemmir ekki fyrir að hafa nokkra Skagfirðinga í bland við þessa kónga sem fyrir eru,“ segir Arnar Skúli kankvís. /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Golf Feðgar unnu í Opna KS mótinu Fyrsta opna golfmót sumarsins, Opna KS mótið, hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var haldið á Hlíðarendavelli sl. laugardag. Rjómablíða var nánast allan tímann og völlurinn hefur aldrei verið eins góður í byrjun golfvertíðar og núna í ár. Á heimasíðu GSS segir að leikið hafi verið með Texas Scramble fyrirkomulagi og voru 18 lið skráð til leiks eða samtals 36 kylfingar. Keppnin var hörð og spennandi en að lokum stóðu feðgarnir Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson uppi sem sigurvegarar. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin og Kaupfélag Skagfirðinga gaf verðlaunin í mótið eins og mörg undangengin ár. Þá voru Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum Þegar séra Hjálmar Jónsson hafði verið prestur á Sauðár- króki í þrjú ár bauð Kristján Ragnarsson, skipstjóri á Drang- eynni, honum í einn túr á togaranum. Klerkur þáði það, enda með sjómannsblóð í æðum. Hann hafði sem ungl- ingur sótt sjóinn frá Akureyri á trillu með föður sínum og seinna verið á Svalbaki EA-2. Líklega vissu fáir á Króknum af þessum fyrri störfum Hjálmars. Enginn á Drangeynni, að skipstjóranum frátöldum, hafði í það minnsta hugmynd um að presturinn þeirra hefði þessa sjómannstaug í sér. Og þegar hann fór fram á til að taka endana var kallað til hans af bryggjunni, að skipið væri að fara og hann ætti að drífa sig í land hið fyrsta. Hjálmar leit þá upp og sá þar fyrsta vélstjórann á Drangeynni, sem var í fríi þennan túrinn, en kominn til að kveðja félaga sína. Prestur brosti til hans og sagði sem var, að hann færi með. Vélstjórinn missti málið um stund, svo hissa var hann á þessu, en fékk það síðan aftur og kallaði þá til Hjálmars: „Það er kannski ágætt að þú kynnist þessum körlum áður en þú jarðar þá.“ * * * * * Það var á Drangeynni. Skipstjóri var Guðmundur Árnason, síðar hafnarvörður á Sauðárkróki, sem jafnan talaði tæpitungulaust. Eitt sinn voru þeir saman í brúnni, Guðmundur og Hvati á Stöðinni, og biður skipstjórinn þá um kaffi að drekka. Hvati fer niður eftir kaffinu, en lendir á kjaftatörn á leiðinni og tefst eitthvað af þeim sökum. Kemur loks til baka upp í brú til Guðmundar og réttir honum kaffibollann. Þegar hann tekur fyrsta sopann kemur í ljós að kaffið er ylvolgt. „Ertu að færa mér þetta ískalt, maður, þú skalt bara troða þessu upp í rassgatið á þér,“ segir Guðmundur við Hvata, heldur ókátur. Hvati kippir sér ekki upp við þetta, heldur klappar skip- stjóranum á öxlina og segir með hægð: „Heldurðu að það volgni eitt- hvað þar, elskan mín?“ * * * * * Drangey var komin inn til Ísafjarðar eftir mikinn barning í brjáluðu veðri. Var höfnin á Ísa- firði þéttsetin og lá Drangeyjan utan á tveimur öðrum skipum. En komnir í land og lausir úr lífsháskanum fóru skipverjar um kvöldið og gerðu sér glaðan dag, enda oft verið minni ástæða til. Um nóttina urðu þeir sam- ferða um borð, Hvati á Stöðinni og Haukur Þorsteinsson, fyrsti vélstjóri, eða Haukur Steina mótorista, og báðir nokkuð vel við skál. Ekki tókst betur til en svo á ísuðum og glerhálum kajanum að Hauki verður þar fótaskortur og stingst hann niður á milli skips og bryggju. Hvata bregst ekki rósemin, hallar sér fram yfir bryggjukantinn og kallar stundarhátt: „Ég bið að heilsa honum pabba þínum, elskan mín!“ Að svo búnu heldur Hvati um borð og kemur fram í íverupláss skipverja, sem sátu þar að sumbli, og verður þetta að orði: „Mikill öðlingsdrengur var hann Haukur okkar hérna.“ Þeir sem fyrir voru spyrja í nokkurri undrun hvort þar hafi orðið einhver breyting á og hvort hann sé það ekki enn. „Ó, nei,“ segir Hvati og dæsir þunglega um leið og hann fær sér sæti. „Hann var nú að enda við að fara hér niður á milli.“ /PF Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Hvati á Stöðinni, séra Hjálmar Jónsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir. Hér á eftir koma nokkrar sögur úr bókinni: einnig veitt nándarverðlaun fyrir að vera næstur holu á 3/12. braut og þau hlaut Hákon Ingi Rafnsson. Verðlaun fyrir að vera næstur holu á 6/15. braut hlaut Arnar Geir Hjartarson. Fimm efstu sætin voru eftir- farandi: Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson, Þröstur Kárason og Hlynur Freyr Einarsson, Arnar Geir Hjartarson og Ingvi Þór Óskars- son, Þorbergur Ólafsson og Brynjar Örn Guðmundsson og loks Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson. /PF Flottir kappar í mótslok. MYND: GSS.IS Boccia Húnvetningar lönduðu öðru sætinu Félag eldri borgara í Vestur – Húnavatnssýslu lenti í öðru sæti á árlegu Vesturlandsmóti félags eldri borgara í boccia sem fram fór í Borgarnesi 27. maí. Þetta mun vera í ellefta skipti sem mótið er haldið en a.m.k. sex sveitarfélög hafa skipst á að hýsa það. Skessuhorn greinir frá því að til leiks hafi mætt að þessu sinni 16 sveitir; fjórar frá Akranesi, Borgarbyggð og Stykkishólmi og tvær sveitir frá Snæfellsbæ og Húnaþingi vestra. Úrslit urðu þau að Félag eldri borgara á Akranesi bar sigur úr býtum. Sigursveitina skipuðu þeir Böðvar Jóhannes- son, Þorvaldur Valgarðsson og Baldur Magnússon. Í öðru sæti varð Félag eldri borgara í Vestur – Húnavatnssýslu en sveitina skipuðu Eggert Karlsson, Bald- vin Baldvinsson og Anna Scheving. Í þriðja sæti varð Félag eldri borgara í Snæfellsbæ. Keppt var í fjórum riðlum, fjórar sveitir í hverjum riðli. Sigurvegarar í riðlunum kepptu síðan í undanúrslitum og að lokum sigurvegarar undanúr- slita til úrslita um sæmdarheitið Vesturlandsmeistari í boccía 2017. Sigurvegarar fengu að launum farandbikar sem Guð- mundur Runólfsson hf. í Grundarfirði gaf árið 2012. Heimild: Skessuhorn.is /PF Húnvetningar lengst til vinstri, sigurvegararnir frá Akranesi fyrir miðju og svo kappar úr Snæfellsbæ til hægri. MYND: SKESSUHORN, ÞÓRHALLUR TEITSSON 4 22/2017

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.