Feykir


Feykir - 07.06.2017, Page 6

Feykir - 07.06.2017, Page 6
Eiríkur SK 2. MYND ÚR EINKASAFNI Sjaldséðir hvítir hrafnar – já eða skrautlegar mandarínendur! Höskuldur Birkir Erlingsson Blönduósi Vélbáturinn Eiríkur SK 2, (ex Sauna), einkennisbókstafir TFER, var smíðaður í Landskrona í Svíþjóð árið 1945, smíðaður fyrir Færeyinga og keyptur nýr til Færeyja. Báturinn var svo keyptur frá Færeyjum til Sauðárkróks árið 1947 og var kaup- andinn Útgerðar- félag Sauðárkróks sem fyrir átti vélbátinn Sæmund SK 1. Afsal fyrir kaup- unum er dagsett 22. janúar 1947 í Thorshavn í Færeyjum og útgáfa íslensks mælibréfs dagsett 27. janúar 1947. Þjóðernis og eignayfirlýsing gefin út 3. febrúar 1947 í Reykjavík. Lýsing samkvæmt fyrstu skipa- skrá hér á landi: Lengd 20,10 metrar, breidd 6,25m, dýpt 2,70m, stærð brúttó 72,85 rúmlestir. Tala þilfara 1, tala siglna (mastur) 2. Framhluti skips, lítið lotað stefni. Afturhluti skips skutbjúgt (drottningar- rass). Byrðingur, slétt súð (plankabyggður). Efni byrðings, eik. Innsúð, talin full- komin. Þá er í aftur- skipi káeta fyrir yfirmenn, í fram- skipi er lúkar fyrir háseta og þar er einnig eldunarað- staða. Þá er í afturhluta stýris- húss kortaklefi (bestikk) með svefnaðstöðu fyrir skipstjóra. Í vélarúmi er aðalvélin Bolindermotor, tveir sívalningar (trúlega tveir strokkar) 200 hestöfl með tilheyrandi skrúfu- búnaði. Ekki er um að ræða að það væri sérstök ljósavél í bátum af þessari stærð á þessum tíma heldur var rafall tengdur aðal- vélinni og spennan 32 volta jafnstraumur sem hlóð inn á rafgeyma sem nýttust einnig til ljósa þegar vélin var ekki í gangi. Búnaður á þilfari (dekki) var hefðbundinn á þessum tíma, dekkspil með tveim tromlum og koppum sinn hvoru megin, spilkoppum sem notaðir voru til hífinga. Spilið sjálft var svo notað sem snurpuspil á síldveiðum en sem togspil væri báturinn á togveiðum. Þá var einnig línuspil framarlega á þilfarinu stjórnborðsmegin sem notaðist væri báturinn á línu eða netum og svo til annarra nota. Bæði þessi spil voru öxuldrifin frá aðalvél og þannig tengd að stór flatreim var af svinghjóli aðalvélar á reimhjól á driföxli fyrir spilin. Oft voru þessar reimar settar á þegar vélin var í gangi og því ekki hættulaust, vildi til að snú- Steinar Skarphéðinsson skrifar um gamla báta Eiríkur SK 2 Það er líklegast sammerkt með okkur öllum fuglaáhugamönnum að við erum með augu og eyru opin fyrir því ef að fréttist af sjaldséðum fuglum og ég tala nú ekki um ef að þeir eru í nærumhverfi okkar. Þannig var það um okkur félagana, mig og Róbert Daníel vin minn að við höfðum frétt af því að á Húsavík hefðu skyndilega birst í skrúðgarði bæjarins mjög sjaldgæfar endur. Svonefndar mandarínendur. Um var að ræða tvo steggi en endur þessar eru mjög skrautlegar og þá sérstaklega steggirnir. Eða eins og segir í Wikipedia: „Mandarínönd (fræðiheiti: Aix galeri- culata) er fugl af andaætt. Mandarín- önd er meðalstór trjáönd (Carinini) ættuð úr Austur-Asíu og er skyld hinni norðuramerísku brúðönd. Trjáendur eru endur sem verja miklum tíma í trjám en eru svipaðar buslöndum. Mandarínönd er 41 - 49 sm löng með 65-75 sm vænghaf. Karlfuglinn er afar litskrúðugur og þekkist auðveldlega. Hann hefur rauðan gogg, stóra hvíta flekki yfir auga og rauðleitt andlit. Brjóstið er fjólublátt með tveimur lóðréttum röndum og á bakinu eru tvö appelsínugul „segl“. Kvenfuglinn (kollan) er svipuð kvenfugli brúðandar með hvítan hring kringum auga og strípu sem liggur niður og aftur með auga en fölari að neðan. Mandarínönd var einu sinni útbreidd í heimkynnum sínum en hefur fækkað mikið vegna útflutnings og eyðingar skóglendis. Fuglar í fuglasöfnum sleppa oft út í náttúruna og hafa tímgast þar. Þann- ig er núna tölu- verður fjöldi varp- fugla úti í náttúrunni í Bret- landi og nokkuð margir í görðum í Dublin á Írlandi. Einnig eru nokkur hundruð varpfugla á einstökum stöðum í Bandaríkjum Norður-Ameríku og eru þeir hópar afkomendur anda sem hafa verið fluttir á svæðið og sloppið úr haldi. Villtar mandarínendur verpa í þéttum skógi í nágrenni við grunn vötn, votlendi eða tjarnir. Mandarínendur í haldi gera hreiður í trjám nærri vatni og verpa níu til tólf eggjum í apríl eða maí. Karlfuglinn ver hreiður og kollu á útungunartíma en fer sína leið áður en ungar skríða úr eggjum. Skömmu eftir að ungar koma úr eggjum flýgur móðirin niður úr trénu og fær ungana til að hoppa úr hreiðri. Þegar ungar eru komnir úr hreiðri fara þeir í humátt eftir móður sinni að vatni. Asíustofn manda- rínanda eru farfuglar sem halda til á veturna í Austur- Kína og Suður- Japan. Mandarínendur éta með því að busla í vatni eða ganga á landi. Þær éta aðal- lega jurtir og fræ en einnig snigla, skor- dýr og litla fiska. Á veturna éta þær hnetur og korn. Á vorin éta þær skor- dýr, snigla, fiska og vatnajurtir. Á sumrin éta þær orma, litla fiska, froska, lindýr og litla snáka. Þær éta aðallega kvölds og morgna en halda sig í trjám eða á jörðu niðri á daginn. Mandarínönd sést stöku sinnum á Íslandi en er sjaldgæf.“ Svo mörg voru þau orð. En við félagarnir settum okkur í samband við fuglaáhugamann á Húsavík og fylgdist hann með öndunum fyrir okkur alveg fram á síðustu stundu áður en að við brunuðum austur á bóginn. Er til Húsavíkur var komið þá var rigningar- suddi og frekar dimmt og kannski ekki bestu aðstæður til myndatöku, en við ákváðum að bruna bara beint í skrúð- garðinn og freista þess að ná myndum frekar en að bíða betra veðurs. Á rennur í gegn um skrúðgarðinn sem er mjög fallegur og bænum til mikils sóma. Á þessi heitir Búðará og myndast stór tjörn ofan brúar sem þarna er. Þar höfðu endurnar sést síðast. Við héldum að tjörninni en þar var engar mandarínendur að sjá, aðeins stokk- endur. En skyndilega heyrðist vængja- þytur og þessir gríðarlega fallegu fuglar komu svífandi inn að tjörninni og lentu þar. Önnur öndin meira að segja settist á staurstólpa á brúnni og þar náði ég þessum fínu myndum sem vakið hafa eftirtekt víða um heim. Árangurinn því 100% og við sælir og ánægðir. Það vakti athygli okkar að endurnar voru merktar með hringjum á fótum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þær höfðu verið merktar sumarið 2016 sem ungar í skrúðgarði einum í Belgíu. Er því þarna um að ræða eins árs gamla strokufugla ef hægt er að kalla þá það. Síðast þegar ég vissi þá voru fuglarnir þarna ennþá og því ennþá möguleiki að skoða þá. Hvet ég alla sem möguleika hafa á að gera það því þessir fuglar eru mjög sjaldgæfir hér á landi og mikið fallegri verða þeir ekki. /Höskuldur Birkir Erlingsson 6 22/2017

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.