Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 1
20 TBL 23. maí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS... BLS. 17 Í garðinum með Steini Kára Farið yfir vorverkin í garðinum BLS. 18 Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 Oddvitar flokka á Norðurlandi vestra svara Óli S. Barðdal Reynisson lýsir degi í lífi brottflutts Króksara Sagði -ja tak- og dreif sig til Danmerkur BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Það fór líkt og Veðurklúbburinn á Dalvík hafði séð fyrir í veðurspá sinni fyrir maímánuð og kom fram í síðasta Feyki en þar spáðu meðlimir klúbbsins hvítasunnuhreti og kulda. Vonandi stenst ekki meira af spá þeirra Dalbæinga því þeir sjá fyrir sér að sumarið verði kalt a.m.k. framan af. Um helgina gerði leiðinda veður á landinu og snjóaði talsvert á nokkrum stöðum hér norðanlands. M.a. mátti sjá alhvíta jörð í Hjaltadal í Skagafirði; Víðidal og Vatnsdal í Húnavatnssýslum svo einhverjir staðir séu nefndir. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á Hæli á Ásum, skammt sunnan Blönduóss, hafði talsvert kyngt niður af snjó en það þykir ekki gott á þessum árstíma einkum þegar sauðburður stendur víða enn yfir eða ungviðið er að stíga sín fyrstu spor í kaldri veröld. Aðspurður um hvernig sauðburður hafi gengið, segir Jón Kristófer Sig- marsson, bóndi á Hæli, hann hafa gengið furðu vel miðað við hvað veðrið hefur verið leiðinlegt. En slíkt tíðarfar útheimtir meiri vinnu m.a. þar sem kindurnar eru lengur inni. Veðurhorfur á landinu næstu daga Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir suðaustan 5-13 og rigningu á morgun, fimmtudag, um landið austanvert og talsverða um tíma suðaustanlands, en suðvestan 5-10 vestantil og skúrum. Hiti 4 til 12 stig, mildast á Norðaustur- landi. Á föstudag: Suðvestan 5-13 og skúrir eða slydduél, en þurrt og bjart veður norðan- og austanlands. Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt síðdegis og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið og hlýtt í veðri norð- austanlands. Á mánudag: Útlit fyrir fremur hægar suðlægar áttir og milt veður með dálítilli vætu. /PF Leiðindaveður geisaði á landinu um hvítasunnuna Alhvít jörð víða norðanlands Hér er Hanifé Muller-Schoenau, heimasæta á Hæli, að hjálpa einni á að koma lambi út í vorið. MYND: JKS KOSNINGA X18

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.