Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 17

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 17
Þegar búið er að klippa tré og runna og hreinsa beð er komið að því að bera áburð á beðin. Blákorn hentar vel. Áburðurinn virkar fyrr ef hann er rakaður saman við moldaryfirborðið. Ekki má gleyma að kantskera svo gras vaxi ekki inn í beðin og undir gangstétta. MYND: STEINN KÁRASON Í garðinum með Steini Kára Vorverkin í garðinum Annasamasti tíminn í garðinum er að öllu jöfnu á vorin. Trjá- og runnaklippingar eru meðal vorverkanna í garðinum og hafa þeim verið gerð nokkur skil í fyrri pistli. Að sjálfsögðu eru garðar og gróður margs konar og taka vorverkin því mið af aðstæðum. Hreinsun beða Hreinsun beða hefst víðast hvar í lok maí en fer þó eftir lands- hlutum og tíðarfari. Hreinsa þarf burt visnaðar plöntuleifar þegar þornar um og áður en gróður fer að vaxa að marki. Það er m.a. gert til að skadda ekki nýgræðinginn þegar trén- aðar plöntuleyfar eru fjar- lægðar. Jarðgerð Þar sem því verður við komið er sjálfsagt að nýta til jarðgerð- ar það sem til fellur í garðin- um ásamt lífrænum úrgangi frá heimilishaldi. Ávaxtahýði, kaffikorgur og fleira hentar vel til til safnhaugagerðar. Nauð- synlegt er að blanda saman í safnhaugnum grófefni t.d. kurluðum greinum, grasi og fleiru. Hefðbundinn safnkassi hefur venjulega þrjú hólf þar sem jarðgerðarefninu er um- mokað milli hólfa árlega. Þörungamjöl og eða vel staðinn húsdýraáburður hentar vel sem íblöndunarefni í safnhaug. Ef ekki næst upp nægur hiti í safnhauginn getur fræ ýmissa tegunda, s.s. tómata, melóna, papriku lifað verkunina af. Sé svo getur fræið spírað og orðið að illgresi ef ræktað er í safnhaugamold undir gróður- hlíf. Einnig er hægt að verka safnaugamold í hrúgu, haug eða gryfju. Lífrænan úrgang er líka hægt að grafa niður í blóma- og eða trjábeð eða setja sem undirlag í ca. 30 cm dýpt við grænmetisrækt. Það er þó talsverð fyrirhöfn. Gróðursetning Gróðursetning og umplöntun er talin henta best að vori og sumri. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að gróðursetja að hausti og reyndar allt árið ef jörð er þíð og heppilegar plöntur eru tiltækar. Undirbúa þarf flutning á stórum trjám tímanlega og eftir atvikum, rótstinga ári áður en flutt er. Við gróðursetningu er nauð- synlegt er að grafa rúma holu, setja skít í botninn, bera á áburð, klippa eða skerða rætur og greinar, styðja við tréð og vökva. Sláttur Hve oft er slegið yfir sumarið og sláttuhæð ræðst af aðstæð- um en í heimagörðum má búast við að slá þurfi á u.þ.b. tíu daga fresti ef næring, birta og aðrir ræktunarþættir eru viðunandi. Mosi getur verið til vandræða í grasflötum og benda má fróðleiksfúsum les- anda á bókina Garð- verkin hvað það varðar. Áburðargjöf Við upphaf ræktunar að vori þarf að gefa grunn- áburðargjöf sem er veganesti gróðurs inn í sumarið. Mun meiri áburður er gefinn við upphaf ræktunar að vori en eftir atvikum er fáeinum kornum af áburði stráð yfir einu sinni til tvisvar yfir ræktunartímabilið. Aðal nær- ingarefnin eru N P og K, en bókstafirnir standa fyrir köfnunarefni, fosfór og kalí. Þessum aðalefnum getum við líkt við kjöt og fisk hjá mann- fólkinu. Auk þess þurfa plöntur fjölda snefilefna s.s. bór, (rófur sérstaklega) mangan og mol- ybden, (blómkál). Líkja má snefilefnaþörf plantna við vítamínþörf manna. Ef ekki er notaður húsdýraáburður, sem er snefilefnaríkur er athugandi að nota spouumix, sem er snefilefnablanda. Kantskurður Snyrtilega skornir graskantar stuðla að vinnuhagræðingu og afmarka grasflötina. Graskant- urinn styrkist og auðveldara er að slá. Kantskurður kemur m.a. í veg fyrir að grasrætur vaxi innundir beð og hellulagnir og að rætur trjáa og runna vaxi grunnt undir grasfleti, hellu- lagnir og plön. /Stein Kárason garðyrkjufræðingur Steinn Kárason, skrifar um garðyrkju og skógrækt. Eftir hann hafa komið út bækurnar Trjáklippingar og Garðverkin. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Jón Gíslason sveitarstjórnarmaður og bóndi A-listi Framtíðar Húnavatnshreppi A Listi Framtíðar er framboð sem er nú að bjóða fram fjórða kjörtímabilið í röð og hefur þá starfað í sveitastjórn Húnavatnshrepps frá stofnun hans í núverandi mynd. Hann saman stendur nú sem endranær af öflugu fólki sem hefur það að hugsjón að búa íbúum sem bestar aðstæður til búsetu í Húnavatnshreppi. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Þau málefni sem við leggjum höfuðáherslu á eru að nýta góða fjár- hagsstöðu sveitarfélags- ins til að veita íbúum góða þjónustu á lágu verði, halda áfram að viðhalda eignum og nýta þær enn frekar til að afla tekna fyrir sveitafélagið. Skapa sem bestar aðstæður fyrir börn í leik- og grunnskóla. Stuðla að eflingu atvinnu- mála og gera allt sem hægt er til að styrkja þá atvinnu- starfsemi sem fyrir hendi er, sem í okkar tilfelli er hefð- bundinn landbúnaður og ferðaþjónusta. Hafa umhverfismál í fyrir- rúmi. Berjast fyrir bættum samgöngum, þrífösum raf- magns, ljúka lagningu ljós- leiðara um allt sveitafélagið og bæta þráðlaus fjarskipti. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Það eru spennandi tímar framundan ef vel er á spilum haldið. Uppbygging á eignar- landi Húnavatnshrepps á Húnavallasvæðinu er möguleg í framtíðinni, þar sem skipu- lagðar hafa verið íbúðar- og frístundarlóðir. Einnig uppbygging á skipu- lögðu iðnaðarsvæði með nýt- ingu raforku frá Blöndu- virkjun, heita vatninu á Reykjum og nýjum ljósleið- ara. Það er áskorun fyrir íbúa Húnavatnshrepps að taka afstöðu með eða móti sam- einingu sveitarfélaganna fjög- urra í Austur – Húnavatns- sýslu. Barátta fyrir bættum sam- göngum brennur einnig mjög á íbúum Húnavatnshrepps. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? -Þeir sem kjósa Lista Fram- tíðar eru að velja öflugt fólk sem er blandaður hópur af fólki með mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og dug- miklu fólki sem hefur mikinn metnað til að bæta og efla sitt samfélag fyrir íbúana. Listi Framtíðar hefur haft með höndum forystu í sveitarstjórn síðasta kjörtíma- bil, og hefur á þeim tíma staðið fyrir ýmsum framfaramálum á vegum sveitarfélagsins, og leitum við því eftir stuðningi þínum kæri kjósandi í Húnavatnshreppi, til að halda því starfi áfram. Tryggjum öfluga forystu með því að setja X við A. 20/2018 17 Smellt'á okkur einum... Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.