Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 9
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is 4. deildin í knattspyrnu Kormákur/Hvöt fær góðan liðsstyrk Kormákur/Hvöt lék sinn fyrsta leik í D riðli 4. deildar í knattspyrnu sl. laugardag gegn Vatnaliljum úr Kópavogi. Leikurinn endaði 0-0 og fékk liðið því sitt fyrsta stig. Fyrir leikinn hafði liðið fengið liðsstyrk þar sem erlendir sem og innlendir leikmenn höfðu skrifað undir samning. Fótbolti.net segir frá því að meðal þeirra sem komu voru þrír leikmenn frá Spáni, sóknarmaðurinn Daniel Garcerán Moreno, miðvörður- inn Carlos Dominguez Requena og markmaðurinn Miguel Martínez en Daniel hefur áður spilað á Íslandi og lék meðal annars með Hugin í 2. deildinni. Einnig komu til liðsins brottfluttir Blönduósingar sem ætla að hjálpa til við það verkefni sem bíður þeirra í erfiðum riðli auk nokkurra sem komu frá Tindastóli. Þar má nefna þá Hilmar Þór Kárason sem kemur frá ÍR og og svo hann Frosti Bjarnason sem kom frá Vatnaliljum en hann spilaði meðal annars með HK árið 2014. /PF Daniel Garcerán, Carlos Dominguez, Miguel Martínez og Hilmar Þór Kárason skrifa undir á lokadegi félagaskiptagluggans og stoltu meistaraflokksráði ásamt Þjálfaranum Hámundi Erni Helgasyni. MYND KORMÁKUR/HVÖT. Lið Tindastóls spilaði sl. laugardag þriðja leik sinn í 2. deildinni í sumar og var þá leikið við Þrótt úr Vogunum á Vogabæjarvelli og reyndust Stólarnir varla meira en létt Vogaídýfa fyrir heimamenn. Þeir náðu forystunni strax í byrjun og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur. Það var Örn Rúnar Magnússon sem náði forystunni fyrir Þróttara á 8. mínútu og á 24. mínútu bætti Jordan Chase Tyler við öðru marki. Það var síðan Brynjar Kristmundsson sem gerði þriðja mark heimamanna á 42. mínútu og staðan 3-0 í hálfleik. Tinda- stólsmönnum gekk betur að verjast í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en undir lok venjulegs leiktíma sem Bjarki Már Árnason, spilandi þjálfari Tindastóls, skoraði en því Knattspyrn : Þróttur Vogum – Tindastóll 4–0 Stólarnir eins og létt ídýfa fyrir Þróttara í Vogunum Urald King á Krókinn Körfuknattleiksdeild Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fengið Urald King í sínar raðir fyrir komandi tímabil. King er 27 ára framherji og kemur frá Val, var með 22.9 stig að meðaltali í leik og 15 fráköst. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar telur að King henti liðinu afskaplega vel, enda topp leikmaður þarna á ferð. Að hennar sögn er leikmannamarkaðurinn erfiður þetta árið, en stjórnin útilokar ekki að verið sé að skoða fleiri leikmenn. Feykir óskar Urald King góðs gengis með nýju liði og býður hann velkominn á Krókinn. /PF Urald King hefur verið öflugur með Val en þar hefur hann verið sl. tvö tímabil. Nú kemur hann á Krókinn fyrir næsta tímabil. MYND KARFAN.IS Norðurland vestra lenti í 3. sæti Kjördæmamóti Bridgesambandsins Kjördæmamót Bridgesambands Íslands var haldið á Sauðárkróki fyrir skömmu í boði Bridgefélags Sauðárkróks. Þátttakendur voru um 160, bæði Íslendingar og Færeyingar. Mótið er landshlutakeppni þar sem gamla kjördæmaskipanin afmarkar liðssveitirnar. Lið Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari með 496,38 stig en fast á hæla þeirra kom lið Norðurlands eystra með 493,52 stig. Gest- gjafarnir á Norðurlandi vestra enduðu í því þriðja með 383,12 stig. Að sögn Ásgríms Sigurbjörnssonar, for- manns Bridgefélags Sauðárkróks, gekk mótið mjög vel fyrir utan það að Norðurland vestra skyldi ekki vinna. Aðspurður um hvernig valið hafi verið í sveit Norðurlands vestra segir Ásgrímur að þeir sem hafi viljað spila fengu að vera með. „Þetta voru fjórar sveitir hjá okkur og það mega vera sex manns í hverri. Svo það var pláss fyrir alla.“ Þrátt fyrir að fjögur félög af Norðurlandi vestra séu skráð hjá Bridgesambandinu, segir Ásgrímur að aðeins tvö þeirra séu virk þ.e. Bridgefélag Sauðárkróks og Bridgefélag Siglu- fjarðar. Hin eru Bridgefélag Skagastrandar og Bridgefélag Blönduóss. Á Króknum spila félagsmenn einu sinni í viku yfir veturinn og segir Ásgrímur vera pláss fyrir fleiri þátttakendur. /PF miður í eigið mark. Ef við þekkjum Bjarka rétt þá verður ekki langt að bíða þess að hann bæti fyrir þetta. Lokatölur því 4-0 og lið Tindastóls vermir botn 2. deildar ásamt Seyðfirðingum. Næsti leikur Stólanna verður væntanlega hér heima á Sauðárkróksvelli sem er nú loks farinn að taka lit. Vonandi verður völlurinn leikfær næstkomandi laugardag og við skulum líka vona að lukkan verði meiri á heimavelli. Mótherjarnir verða Víðismenn úr Garðinum en þeim var líkt og liði Tindastóls spáð erfiðu gengi í sumar. Víðir er í 10. sæti með eitt stig að loknum þremur umferðum. Áfram Tindastóll! /ÓAB Það er bratta brekkan í þessu hjá Stólunum sem stendur. Bjarki Árna varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark á laugardaginn. MYND ÓAB Frá Kjördæmamóti Bridgesambands Íslands 2018 MYND GUÐRÚN SIGHVATSDÓTTIR 20/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.