Feykir


Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 23.05.2018, Blaðsíða 12
X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Bjarni Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi og fiskifræðingur V-listi Vinstri græn og óháð Sveitarfélaginu Skagafirði Á lista VG og óháðra er þverskurður samfélagsins. Reynsluboltar í stjórnmálum, bændur, sjómenn, frumkvöðlar, kennarar, fjölskyldufólk, einstætt foreldri, ungt fólk, eldri borgarar, fólk sem á búsetu vítt og breitt um fjörðinn. Þetta fólk á það sameiginlegt að brenna fyrir hagsmunum íbúa héraðsins alls og vilja setja ákveðin mál í forgang hjá sveitarfélaginu okkar. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Þessi mál eru meðal annars: • Opin stjórnsýsla, gagnsæi og vönduð vinnubrögð, aukin aðkoma íbúa að ákvarðanatöku og staðbundið íbúa- lýðræði. • Jafnrétti óháð búsetu, félagslegt réttlæti og svæðisbundin átaks- verkefni til að styrkja byggð og atvinnulíf í Skagafirði. • Stytting vinnuvikunnar án launa- skerðingar og sveigjanlegt vinnuum- hverfi. • Standa vörð um einstæða náttúru Skagafjarðar og nýta möguleika hennar á vistvænan hátt. • Styðja fagstarf og áframhaldandi uppbyggingu Byggðasafns Skagfirð- inga, setra og sýninga. • Bætt þjónusta við eldra fólk, endur- hæfing í heimahús og gera fólki kleift að eldast í sinni heimabyggð. • Lækka leikskólagjöld, tryggja dag- vistunarúrræði barna og auka starfs- öryggi dagmæðra. • Vinna að framtíðarsýn og deili- skipulagsgerð þar sem á vantar í Skagafirði. • Hólastaður verði efldur sem byggða- kjarni með aukinni þjónustu og samstarfi við ríkið og Hólaskóla um umbætur og uppbyggingu á staðnum. • Standa með bændum í hagsmuna- málum þeirra. • Varmahlíð og Hofsós verði styrktir sem þjónustukjarnar í Skagafirði þannig að fleiri verkefnum sveitar- félagsins verði sinnt frá þeim stöðum. • Sveitarfélagið standi fyrir átaki í aðgengismálum bygginga sveitar- félagsins og hvetji fyrirtæki og stofnanir til þess sama. • Sveitarstjórn beiti sér af meira afli fyrir samgöngubótum í héraðinu. • Sveitarfélagið gangist ekki í verulegar fjárskuldbindingar vegna uppbygg- ingar einkafyrirtækja og allur stuðn- ingur sé í opnu ferli, án allrar leyndar, þar sem fyllsta jafnræðis væri gætt, svo sem með því að fleiri aðilum á sama sviði stæði til boða að leggja fram hugmyndir sínar. • Strax verði komið á virkri sorpflokk- un um allt héraðið, bæta sorphirðu, laga og loka betur af gámasvæði og bæta umgengni við þau með meiri og betri þjónustu. • Alexendarsflugvöllur verði varaflug- völlur fyrir millilandaflug. • Efla samstarf við hestamenn og nýta frábæra uppbyggingu landsmóts- svæðis Hólastaðar. • Flýta hitaveituvæðingu með réttri forgangsröðun útgjalda og hraða uppsetningu háhraðatenginga í hér- aði. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Ein helsta áskorun sem sveitarfélagið okkar stendur frammi fyrir er að auka fjölbreytni og fjölga störfum í héraði. Þannig að allir hafi tækifæri og geti skapað eða fundið starf við sitt hæfi í Skagafirði. Með aukinni tækni verða sífellt fleiri störf sem hægt er að sinna óháð staðsetningu. Það þarf að búa þessum störfum grundvöll með fjölgun íbúða, ekki bara á Sauðárkróki heldur í öllum þéttbýliskjörnum. Bæta þarf grunnþjónustuna enn frekar til að Skagafjörður verði enn eftirsóknar- verðari kostur fyrir fólk og fyrirtæki sem vill búa sér og sínum hér framtíð. Gæta þarf jafnræðis í hvívetna. Ráðast þarf í endurbætur á og frekari uppbyggingu á leikskóla- og grunn- skólahúsnæði í Skagafirðinum öllum og þróa áfram öflugt og framsækið skólastarf í öllum skólum sveitar- félagsins. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Ef þið deilið þessari sýn með okkur. Ef þið viljið setja grundvallar mann- réttindi eins og aðgengi fyrir fatlaða og aðgengi að heitu vatni í fyrirrúm. Ef þið viljið sjá jafnrétti óháð búsetu. Ef þið viljið sjá bætta grunnþjónustu íbúa í fjölskylduvænu samfélagi. Ef þið viljið að rödd ykkar heyrist í upp- byggingu samfélagsins okkar, setjið þá x við V. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Þorleifur Karl Eggertsson símsmiður B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna Húnaþing vestra B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra samanstendur af kraftmiklum og samheldnum hóp sem er tilbúinn til að gera gott samfélag enn betra. Listinn er skipaður átta konum og sex körlum á aldrinum 25 til 62 ára og eru frambjóðendur búsettir um allt sveitarfélagið. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Það eru ýmiss mál sem við leggjum áherslu á en þar má kannski fyrst telja að byggja við grunnskólann þar sem húsnæði hans er þegar orðið of lítið. Við viljum jafnframt að tónlistarskólinn flytji starfsemi sína yfir í grunnskólann en haldi sér þó sem sjálfstæð eining. Við viljum að farið verði í greiningu á framtíðarnotkun Félagsheimilisins Hvammstanga með tilliti til þess að það verði rekið sem fjölbreytt menningarhús fyrir héraðið. Í sveitarfélaginu er húsnæðisskortur og þá aðallega skortur á leiguíbúðum og viljum við samstarf við ríkisvaldið um byggingu leiguíbúða. Jafnframt langar okkur til að greina hver þörfin er á íbúðum fyrir aldraða og hefja þá vinnu sem þarf fyrir undirbúning og framkvæmdir. Húnaþing vestra er mikið land- búnaðarhérað og mikilvægt er að skapa landbúnaðinum gott umhverfi til að hann haldi áfram að blómstra. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? Í Húnaþingi vestra er gott að búa og við vitum til þess að oft á tíðum vill unga fólkið flytja aftur heim að loknu námi. Það sem helst stoppar það í því að flytja aftur heim er húsnæðiskortur og því má kannski segja að húsnæðis- og atvinnumál séu með stærri áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? Framsókn og aðrir framfarasinnar vilja gera það góða samfélag sem Húnaþing vestra er enn betra með því að skapa þá umgjörð sem þarf til að sveitarfélagið verði enn vænlegri kostur að búa í, bæði hvað varðar atvinnu og húsnæði. Við teljum okkur hafa þann metnað og kraft sem þarf til að fylgja eftir þeim áherslum sem koma fram í stefnuskrá okkar og setjum því X við B á kjördag. 12 20/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.