Feykir


Feykir - 18.07.2018, Síða 8

Feykir - 18.07.2018, Síða 8
Bjarmanes var byggt árið 1912 og hefur í gegnum tíðina gegnt margvíslegu hlutverki, m.a. sem samkomuhús, skóli og lögreglustöð. Húsið stendur rétt við fjöruborðið og þaðan er einstakt útsýni til allra átta. Blaðamaður renndi við á Skagaströnd á dögunum og spjallaði við hjónin Liyu Yirga Behaga sem er frá Eþíópíu og Skagstrendinginn Guðjón Ebba Guðjónsson. Liya og Ebbi tóku við rekstri veitingasölunnar í Bjarmanesi fyrir rúmu ári síðan en þá hafði sveitarfélagið auglýst reksturinn á Bjarmanesi, Félagsheimilinu Fellsborg og tjaldsvæðinu á Skagaströnd til leigu í einum pakka. Áður var Bjarmanes rekið sem kaffihús en nú er þar boðið upp á venjulegan heimilismat, súpu og rétt dagsins, alla virka daga og auk þess er hægt að gæða sér á kaffi og kökum. Í Bjarmanesi er opið frá klukkan 11:30-18:00 alla virka daga og um helgar milli klukkan 14 og 18. Á laugardagskvöldum er svo opið frá klukkan 11-01 og lengur ef stemningin býður upp á það. Fjölbreyttur matseðill í Fellsborg Fellsborg er félagsheimili Skagstrendinga. Þar hafa þau hjón rekið matsölustað í UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Ferðamenn sem leið eiga um Norðurland láta það gjarnan ógert að líta við á Skagaströnd. Það er þó ekki langur krókur, hvort sem um er að ræða vegalengdina frá þjóðvegi 1 á Blönduósi eða spottann frá afleggjaranum á Þverárfjalls- veginum sem er ekki nema u.þ.b. 13 kílómetrar. Skagaströnd er lítill en fallegur bær sem hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn. Þar er meðal annars rekin veitingasala í litlu og afskaplega fallegu gömlu húsi sem ber nafnið Bjarmanes. Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum: Bjarmanes Krúttlegt veitingahús á sjávarbakkanum bæjarbúum. Ebbi segir að í vetur hafi verið algengt að um 20-25% af íbúum staðarins borðaði hjá þeim hádegismat. Auk þessara tveggja staða reka þau Liya og Ebbi tjald- svæðið sem er staðsett efst í þorpinu. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar í þjónustuhúsi með salernisaðstöðu, sturtum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er opið frá 15. maí til 15. sept. Þau hjón segjast vera ánægð með hvernig til hefur tekist með reksturinn hjá þeim og hafa bæjarbúar tekið öllu því sem þau hafa bryddað upp á mjög vel. Þau hafa tekið að sér ýmsar veislur, s.s. erfidrykkjur, fermingarveislur og afmæli og í vetur buðu þau upp á ýmsar nýjungar auk fastra liða í starfsemi félagsheimilisins. Má þar nefna súshi-kvöld, konukvöld, spila- og handavinnukvöld í Bjarmanesi og að sjálfsögðu eþíópískt kvöld en eins og fyrr segir er Liya frá Eþíópíu. Það hljómar óneitanlega sem spennandi kostur fyrir litla hópa að taka sig til og fara á eþíópískt kvöld til Skagastrandar en að sögn Liyu og Ebba er maturinn í Eþíópíu á allan hátt frábrugðinn því sem Íslendingar eiga að venjast, t.d. er hann borinn fram á súrdeigspönnukökum og snæddur án þess að notuð séu hnífapör. Ebbi og Liya segjast vera bjartsýn á framhaldið og ætla að halda ótrauð áfram að byggja starfsemina upp en hvernig hlutirnir þróist verði að taka mið af því hver eftirspurnin verði. Félagsheimili Skagstrendinga, Fellsborg, sem Liya og Ebbi annast rekstur á. Ebbi og Liya á Bjarmanesi. MYNDIR: FE sumar þar sem boðið er upp á ýmsa rétti á matseðli, s.s. pítsur, hamborgara, samlokur, steikur og fiskrétti. Þau segjast ekki bjóða upp á marga rétti í hverjum flokki en reyni að vera með eitthvað sem hentar öllum. Matseldin er í höndum Liyu en Ebbi segist vera ágætis uppvaskari. Í Fellsborg er opið frá klukkan 18-22 alla daga yfir sumarið. Á veturna reka þau mötuneyti fyrir grunnskólann í Fellsborg, auk þess að elda fyrir leikskólann, en opið er fyrir almenning í Bjarmanesi og er veitingastaðurinn vel sóttur af Veitingahúsið Bjarmanes stendur aðeins örfá skref frá fjöruborði Húnaflóans. Eldur í Húnaþingi Ásgeir lokar Eldi í Húnaþingi Listahátíðin Eldur í Húnaþingi fram fer dagana 25. – 29. júlí nk. Feykir hafði samband við Gretu Clough, en hún er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og með henni starfar fjöldi sjálfboðaliða á öllum aldri. „Markmið hátíðarinnar er að fagna þessu frábæra samfélagi með öllu sem það þýðir fyrir íbúana, hér í Húnaþingi vestra – samfélagi sem fer stækkandi og fjölbreytnin eykst. Ég hef reynt að koma því til skila í gegnum dagskrána hjá okkur, að horfa til upphafs hátíðarinnar sem hófst sem unglista – og menningarhátíð,“ segir Greta. ,,Þetta skapar góða blöndu af hugmyndum og brennandi áhuga,“ segir Greta. ,,Við höfum reynt að finna leiðir til þess að fjölga viðburðum fyrir mismunandi aldurshópa t.d. viðburði eingöngu fyrir börn og svo verða einnig lokaðir tónleikar á heilbrigðisstofnun- inni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á hátíðina. Við fengum einnig til liðs við okkur unglinganna en þeir hafa skipulagt sinn eigin viðburð – leynilegt unglinga „rave“. Fylgjast þarf með á Facebook- síðu Elds í Húnaþingi eða á Snapchat til að vita hvar viðburðurinn fer fram og hver mun spila. Ég er mjög spennt fyrir þessari hljómsveit. Þetta verður frábær viðburður. Unga fólkið hefur staðið sig mjög vel,“ segir Greta. Vegleg dagskrá Dagskráin er mjög vegleg en m.a. koma fram Moses High- tower, Paparnir, Ylja, og hinir margverðlaunuðu búksláttar- menn Body Rhythm Factory ásamt leikverkinu Tatter- damalion – báðir þessir erlendu atburðir eru fjölskylduvænir. Hinn árvissi atburður þar sem heimamenn koma fram, Mello Musika, er á sínum stað á fimmtudagskvöldi. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar spila í Borgarvirki á föstu- dagskvöldi. Sápurennibraut, brunaslöngufótbolti, og fjöl- skyldudagurinn eru líka í boði í ár. Ásgeir Trausti lokar svo hátíðinni með tónleikum í Ásbyrgi á Laugabakka á sunnudagskvöldinu. /LAM Skagafjörður Listaflóð á Vígaslóð Sýningu á handverki Ásbjargar frá Kúskerpi, sem sett var upp um síðustu helgi í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði í tilefni menningarhátíðarinnar Listaflóð á vígaslóð, verður framhaldið um næstu helgi. Ásbjörg Elsa Jóhannsdóttir er fædd á Sauðárkróki en ólst upp á Kúskerpi í Blönduhlíð. Fyrir 24 árum varð Ásbjörg fyrir áfalli og hafði lengi vel aðeins mátt í hægri hendi en lét ekki deigan síga þrátt fyrir það. Tók þá kortagerðin við, málning og fleira. Sýningin í Kakalaskála ber handverki listakonunnar fagurt vitni og er vert að hvetja sem flesta til að gera sér ferð og skoða fjöl- breytta og listilega vel gerða hluti. Hægt er að fylgjast með atburðum menningarhátíðar- innar á Facebooksíðunni Listaflóð á vígaslóð. /PF 8 28/2018 Smellt'á okkur einum... Feykir.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.