Feykir - 26.09.2018, Qupperneq 4
AÐSENT
Af fornum ferðaleiðum – dýrmætum
menningararfi og hindrun af
mannavöldum á Kjalvegi hinum forna
Fornar ferðaleiðir og vörður
sem vegvísar eru merkur
minnisvarði um ferðamáta
og erfið lífsskilyrði fyrri
kynslóða. Fornar alfaraleiðir,
svonefndar þjóðleiðir, teljast
nú með okkar dýrmætustu
menningarminjum og heyra
undir lög um minjavernd og
óheimilt er að hindra för um
þær. Benda má á Kjalveg hinn
forna sem magnað dæmi en
þar má enn sjá samfelldar
og skýrar reiðgötur og þar
standa geysimiklar vörður
enn, hvorutveggja áhrifamiklir
minnisvarðar um fyrri
tíma - og rekja ferðaleiðina,
nánast óslitið milli byggða,
norðanlands og sunnan.
Margir eiga sér draum um að
fara ríðandi yfir Kjöl. Á síðast-
liðnu sumri létum við, lítill, sjö
manna, hestaferðahópur þann
draum rætast. Eitt helsta mark-
mið ferðarinnar var að fara í
fótspor forfeðra og -mæðra og
ríða hinn forna Kjalveg.
Næturhólf og gisting var ákveðin
í samræmi við ásættanlegar
dagleiðir, fyrir menn og hesta,
eða milli 30 og 40 km á dag.
Gekk greiðlega að panta hvoru-
tveggja og alls staðar var verðið
sambærilegt; svefnpokaplássið
kostaði 5.500-6.000 kr., gerðis-
gjald á hross kr. 80 og heyrúllan
á 15.000 kr.
Nema á Hveravöllum.
Þar er eldri gistiskáli með
eldunaraðstöðu og rúmar hann
um 30 manns. Ekki var mögulegt
að kaupa svefnpokapláss fyrir
okkur sjö, heldur var aðeins
boðið uppá tvo afarkosti; að
leigja allan gistiskálann á 150.000
kr. eða kaupa gistingu í yngri
skálanum og þá uppábúin rúm
og morgunmat. Það þýddi
einnig að við vorum í raun
neydd til að kaupa kvöldverð í
veitingasalnum þar sem eldunar-
aðstaða fylgir ekki gistingu í
uppábúnu rúmunum. Þarna var,
auk þessa, heyrúllan seld á
23.000,- krónur, áberandi dýrari
en í hinum næturhólfunum.
Okkur þótti ljóst að rekstraraðili
aðstöðunnar, Hveravallafélagið
ehf., væri þarna að nýta ein-
okunaraðstöðu sína til hins
ítrasta – og þótti okkur vansi að.
En til að geta farið þann hluta
gamla Kjalvegar sem liggur um
Þjófadali urðum við að fá
nátthaga/næturhólf fyrir hrossin
á Hveravöllum, ekki var um
annað að ræða. Eftir talsverðar
vangaveltur, ákváðum við að
halda næturhólfinu á Hvera-
völlum en kaupa gistinguna í
Gíslaskála og keyra á milli.
Við sendum staðarhaldaran-
um á Hveravöllum upplýsingar
um þessa lendingu mála, en þá
kom þetta svar:
„Sæl
Bara að þú vitir þá gengur okkar
gestir fyrir með aðstöðu fyrir
hrossin þannig að kannski verður
ekki pláss.
Kveðja / Best regards…”
Nú voru góð ráð dýr. Við gátum
sem sagt ekki fengið staðfest
næturhólf fyrir hrossin á
Hveravöllum umrædda nótt,
heldur áttum við að mæta með
þreytt og svöng ferðahross, upp á
von og óvon, hvort þau fengju
næturhólf og hey – eða ekki. Það
er trúlega flestum ljóst að slíkum
ókosti getur enginn sem ferðast
með hross tekið.
Staðan var þá sú að ef við á
annað borð ættum að geta
upplifað að ríða þann hluta hins
forna Kjalvegar sem liggur um
Þjófadali (við vorum ekki með
rekstur, þar sem slíkt er ekki
leyfilegt þar) var ekki um annað
að ræða en að ganga að skil-
málum staðarhaldara á Hvera-
völlum og gengum við að skárri
skilmálanum. Sem þó var orðinn
langt umfram verð á gistingu og
nátthaga á öðrum áningar-
stöðum Kjalvegar.
Það er skemmst frá því að
segja að ferðin var farin og alls
staðar voru móttökur með sóma,
nema á Hveravöllum. Það vakti
sérstaka athygli okkar að eldri
gistiskálinn reyndist mannlaus
þá nótt sem við gistum að
Hveravöllum.
Það skal skýrt tekið hér fram
að ekki var neitt út á starfsfólk
staðarins að setja, það vann sína
vinnu og var alúðlegt. Hins vegar
talaði enginn starfsmanna
íslensku og erfitt reyndist að
útskýra fyrir þeim að umhirða
og sala á heyi hjá þeim væri fyrir
neðan allar hellur og með öllu
óásættanleg þar sem einungis
var til boða myglað, úldið og
gjörónýtt hey; frá ysta lagi að því
innsta. Og fyrir það máttum við
veskú, borga fullt verð.
Það gefur augaleið að við svo
búið má ekki sitja.
Þessir viðskiptahættir hljóta
að vera til virkilegrar umhugs-
unar. Fyrir alla þá er málið
varðar og er annt um fornan
menningararf, hvernig háttað er
arðtekju af þjóðlendum og hvort
um er að ræða eðlilegt nátt- og
gistigjald á fornum ferðaleiðum
eða eru aðilar að nýta sér einok-
unaraðstöðu og hafa í frammi
það sem hreinlega mætti kalla
„tollheimtu“.
Þess má geta að á vef Ferða-
málastofu segir í frétt frá 10. júní
2013 að Húnavatnshreppur,
aðaleigandi Hveravallafélagsins
ehf., hafi samið við Iceland
Excursions, Allrahanda ehf., um
uppbyggingu ferðaþjónustu á
Hveravöllum og selt fyrirtækinu
meirihluta í Hveravallafélaginu
ehf. sem hafi þar lóðaleigu-
samning um nýtingu 50 ha lands
næstu áratugina: https://www.
ferdamalastofa.is/is/um-ferda-
malastofu/frettir/allrahanda-
tekur-yfir-ferdathjonustu-a-
hveravollum.
Vera Roth
Kristín I. Pálsdóttir
Ib Göttler
Andri Stefánsson
Guðný Guðlaugsdóttir
Hörður Finnbogason
Unnur Rut Rósinkransdóttir
Körfuknattleiksdeild Tindastóls
Samningar undirritaðir
hjá mfl. kvenna
Körfuknattleiksdeild
Tindastóls mun tefla fram
meistaraflokki kvenna í 1. deild
fyrir komandi keppnistímabil
og var skrifað undir samninga
við tólf leikmenn sl. sunnudag.
Á Fésbókarsíðu körfuknatt-
leiksdeildar kemur fram að
liðið sé skipað ungum stelpum í
bland við reynslumikla leik-
menn. Liðið mun njóta liðs-
styrks bandaríska leikstjórn-
andans Tessondra Williams
sem fædd er árið 1990 og hefur
spilað víðsvegar um Banda-
ríkin. Á síðasta tímabili lék hún
með breska liðinu Durham
University.
Þá hefur verið samið við
litháíska þjálfarann Arnoldas
Kuncaitis um þjálfun liðsins.
Arnoldas er vel menntaður í
þjálfun körfubolta og mun
nýtast liðinu vel á komandi
tímabili. Honum til halds og
trausts sem aðstoðarþjálfari
verður Skagfirðingurinn Rúnar
Áki Emilsson.
„Frumraun liðsins var núna
um helgina þegar Þór Akureyri
kom í heimsókn á laugardag-
inn. Tindastóll bar sigur úr
býtum og lokatölur 67-39.
Flottur sigur hjá stelpunum og
létu stuðningsmenn ekki sitt
eftir liggja og fjölmenntu í
Síkið,“ segir á FB-síðu körfu-
knattleiksdeildar Tindastóls.
/PF
Bandaríski leikstjórnandinn Tessondra Williams mun verða í lykilhlutverki í kvennaliði
Tindastóls í vetur MYND: FB SÍÐU KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS
Á Kjalvegi hinum forna. Ein af fjölmörgum vörðum sem vísa veginn yfir fjallveginn.
Hrútfell í baksýn. MYND: HÖRÐUR FINNBOGASON, 2018
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR
1847: Guðmundur Jónsson í Bjarnastaðahlíð var skipaður
hreppstjóri í Lýtingsstaõahreppi ásamt Jónasi Jónssyni á Syðsta-
Vatni. Áður höfðu Páll Magnússon á Ytri-Mælifellsá
og Gunnlaugur Hinriksson á
Tunguhálsi haft þann starfa með
höndum-. - Ólafur Ólafsson í
Sólheimum varð hreppstjóri
í Akrahreppi eftir Jónatan
Þorfinnsson á Uppsölum.
Í maí: Séra Ólafur Þorvaldsson prestur í Saurbæjarþingum
hafði brauðaskipti við séra Jón Halldórsson á Hjaltastöðum 24.
nóvember 1846 og fluttist þangað um vorið.
Jón Samsonarson þingmaður Skagfirðinga bjó sig undir alþing
um veturinn og vorið. Það átti nú að halda öðru sinni. Hann
boðaði fundi í sumum hreppum, stefndi þangað bændum, kynnti
þeim ýmsar tillögur sínar og bað þá segja skoðun sína á þeim.
,,Hagaði hann allri aðferð á hverri samkomu sem gjört hafði verið
á hinu fyrsta fulltrúa-alþingi, er hér á landi hefir veriõ haldið.“
/PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
Í gamla daga...
4 36/2018