Feykir


Feykir - 26.09.2018, Side 11

Feykir - 26.09.2018, Side 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Skíði. Feykir spyr... Hvert er skemmtilegasta eða skrítnasta nafn á gæludýri sem þú veist um? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Sá um daginn kattarnafn sem mér fannst frekar fyndið en hann hét Kjötbolla.“ Amý Þórðardóttir „Bassi heitir köttur sem ég átti er ég bjó í Varmahlíð en er nú í eigu fyrrverandi konu minnar og strákanna minna og hann átti bróður sem hét Tenór en hann hvarf með dularfullum hætti einn góðan veðurdag. Nöfnin komu frá mér því ég hef sungið bæði 2. tenór og nú 2. bassa.“ Marinó Þórisson „Ég átti eitt sinn kött sem hét Eggert Þorri. Hann stóð ekki með neinum hætti undir nafni greyið en mér fannst það sniðugt. Sonur minn er líklega þakklátur fyrir mannanafnanefnd.“ Alma Lísa Jóhannsdóttir „Nú lendi ég í vanda þegar ég ætla að svara þessari spurn- ingu, því ég hef aldrei átt gæludýr, gullfisk, hamstur, kanínu, páfagauk eða frosk. En ætli mér þyki ekki vænst um páfagaukinn Kíkí í Ævintýra- bókunum og svo er spurning hvort Keikó kallast gæludýr!“ Eyþór Árnason KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Haltu þig fjarri neikvæðu fólki – það finnur vandamál á hverri lausn. – Albert Einstein Su do ku ara til að gera sósuna þykkari. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús, salati og nýbökuðu brauði. Verði ykkur að góðu! Hrefna Samúelsdóttir á Hvamms- tanga ætlar að taka áskorun og gefa okkur uppskriftir í Matgæðinga- þætti. Hjónin Olivia Weaving og Sigurður Kjartansson, sem eru mat- gæðingar þessarar viku, reka kúabú á Hlaðhamri í vestanverðum Hrútafirði og eiga þau dæturnar Sigurbjörgu Emily, nemanda í 10. bekk, og Maríu Björgu, í 8. bekk. Olivia flutti til Reykjavíkur frá Englandi í janúar árið 2001 og norður á Hlaðhamar fyrir jólin sama ár. „Á yngri árum borðaði ég ekki kjöt, bara fisk. En í dag elda ég kjöt nokkrum sinnum í viku,“ segir Olivia. „Ég er hérna með eina uppskrift frá því gamla daga frá systur minni og eina sem ég bjó til eftir að ég kom til Íslands.“ RÉTTUR 1 Hummus - kjúklingabauna ídýfa 1 dós kjúklingabaunir ½ tsk hvítlauksduft 1 msk tahini (sesamfræjamauk) 3 msk ólífuolía 2 msk sítrónusafi salt og pipar eftir smekk Aðferð: Setjið allt hráefnið í blandara og blandið því vel saman. Bætið við meiri hvítlauk, salti og pipar eftir smekk. Ef notað er vatn af kjúkl- ingabaununum er hummusinn þynnri. Hummus er mjög góður á samlokur, með salati eða sem ídýfa með brauði eða kexi og hráu grænmeti. Einfalt og fljótlegt að búa til fyrir óvænta gesti. „Sem nautgriparæktandi hef ég mikla þörf fyrir nautakjötsuppskrift- ir. Þessi er ein af mínum uppáhalds, ekki fljótleg en mjög einföld. Ég á sjaldan afgang af þessum rétti.“ RÉTTUR 2 Nautagúllas 2 pokar nautagúllas (um 800 g) 2 dósir tómatar ½-1 dós vatn ¼ bolli súpujurtir ⅓ bolli rauðar linsubaunir 1 grænmetisteningur Aðferð: Setjið saman í stóran pott og sjóðið á lágum hita þar til nautakjötið er mjúkt, um 3 klst. ef kjötið er frosið. 1-2 msk tómatpúrra sósujafnari salt og pipar eftir smekk. Bætið við tómatpúrru eða sósujafn- Hummus og nautagúllas ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Olivia og Sigurður á Hlaðhamri matreiða Sigurður og Olivia. MYND ÚR EINKASAFNI Hummus. MYND AF NETINU 36/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Fleiri búa í Kína í dag en á Indlandi en talið er líklegt að það eigi eftir að snúast við eftir 20 ár. Það er vegna þess að pör mega bara eignast eitt barn í Kína en engin takmörk eru á barneignum á Indlandi. Ótrúlegt, en kannski satt, þá væri meira en helmingur fólks í heiminum í dag ekki á lífi ef dánartíðni nú væri eins og um aldamótin 1900. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Glatt ég loga arni á. Út þig toga í frost og snjá. Ríma forn mig fjallar um. Fengsæl horn hjá langreyðum. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.