Feykir


Feykir - 05.12.2018, Side 9

Feykir - 05.12.2018, Side 9
Kremið: 260 g vegan smjörlíki (t.d. Earth Balance), kalt 150 g malaður hrásykur ½ tsk instant kaffiduft 25 g kakóduft AÐFERÐ: Malið hrásykurinn fínt í matvinnsluvél/blandara/krydd- kvörn til að fá svipaða áferð og flórsykur. Gott að skella instant kaffiduftinu með í lokin, þá malast það fínna í leiðinni. Best er að taka vegan smjörið beint úr kælinum og skera í bita. Setjið kalt smjör, malaðan sykur og kaffiduft og kakóduft í hrærivél og þeytið með þeytara. (Hægt að nota matvinnsluvél ef þið eigið ekki hrærivél). Setjið kremið í ílát og geymið í kæli eða frysti. (Gott að setja í frystinn svo það kólni hratt ef þið ætlið að útbúa sörurnar strax). Botninn: 2 b möndlumjöl ½ b hlynsíróp 2 msk brúnt möndlusmjör frá Himneskt ½ tsk vanilla smá sjávarsalt AÐFERÐ: Hrærið allt hráefnið saman í hrærivél með hrærispaða þar til allt hefur blandast saman, í u.þ.b. 2-3 mínútur. Gott að rúlla deigið í pulsur og skera svo pass- lega bita til að setja á ofnplötu. Gott er að hafa botnana frekar þunna. Bakið botnana í forhituðum ofni við 180°C í u.þ.b. 6 mínútur. Í rauninni er aðallega verið að „loka“ deiginu með bakstrinum, við viljum ekki baka botnana of lengi svo þeir verði ekki stökkir. Fylgist vel með til að ofbaka ekki, botnarnir eiga ekki að brúnast. Leyfið botnunum að kólna á kæligrind og setjið svo í viskastykki og inn í kæli til að þeir séu kaldir þegar kalt kremið er sett á og kökurnar hjúpaðar í súkkulaði. Hjúpurinn: 300 g dökkt súkkulaði, lífrænt. AÐFERÐ: Nú eru botnarnir að kólna í kælinum og kremið orðið kalt. Snjallt að setja tóman disk inn í kæli til að raða kökunum á á eftir. Brjótið u.þ.b. ¾ af súkkulaðinu niður í bita og bræðið í skál yfir vatnsbaði. Saxið restina smátt og geymið aðeins. Þegar súkkulaðið í skálinni er bráðnað, takið skálina úr vatnsbaðinu og hrærið saxaða súkkulaðinu út í. Hrærið nú vel í með gaffli svo það komi smá loft í súkkulaðið á meðan það er að kólna smá, það hjálpar súkkulaðinu að temprast aðeins og gefur fallegri gljáa á hjúpinn. Nú er súkkulaðið tilbúið. Smyrjið nú köldu kremi með teskeið á kalda botnana og dýfið toppnum ofan í súkkulaðið. Raðið kökunum á disk (gott að hafa diskinn kaldan) og setjið í kæli til að stífna. Kökurnar geymast best í kæli og eru fullkomnar að njóta beint úr kælinum. Eða frysti ef á að geyma þær lengi (okkar hurfu mjög hratt svo það reyndist óþarft). /PF Vegan Sörur Veganjól, valkostur grænkera Í jólablaði Feykis voru uppskriftir frá Sollu og Hildi sem halda úti matarbloggi á www.himneskt. is og Mæðgurnar á Facebook. Áhersla er lögð á lífrænt ræktað hráefni og vegan matargerð. Vegna plássleysis komst Söruuppskriftin ekki í jólablaðið og birtist því í þessu blaði. Njótið vel! Vegan Sörur Ég hef ákveðið að troða mér inn í áskorendapennann sem brottfluttur Blönduósingur og Húnvetningur sem á einnig rætur til Hofsós. Með þessu bréfakorni langar mig að senda nokkurs konar sendibréf til heimahaga minna á Norðvesturhorni landsins. Það eru vissulega áskoranir sem mæta minni gömlu heimabyggð á Blönduósi og einnig byggðinni þar sem ég dvaldi oft sumarlangt sem barn, Hófsósi. Atvinnulífið á Blönduósi hefur verið í vörn um áraraðir og fólki fækkað jafnvel þótt gamli Engihlíðahreppur hafi sameinast Blönduósbæ fyrir nokkru síðan. Í fyrsta skipti í langan tíma eru nú afar jákvæðar fréttir að ,,heiman“. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, m.a. með tilkomu yfirstandandi bygginga á gagnaverum og þá eru hafnar nýbyggingar á íbúðarhúsnæði og fleiri væntanlegar í fyrsta sinn í áratugi a.m.k. að einhverju marki. Þá eru fyrirtæki í sókn á svæðinu t.d. Vilko og ferðaþjónustan er á uppleið. Heimamenn eru fullir bjartsýni og sjálfstrausts og er það vel. Það gleður hjarta brottflutts heimamanns að heyra góðar fréttir af svæðinu. Hamra ber járnið þá heitt er. Það er jákvætt að gagnaver komi á svæðið en gagnaver eru hverful gæði og alls óvíst um líftíma þeirra. Gagnaver er góð byrjun en það þarf mun meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Blönduósi og nágrenni og helst þarf að fjölga störfum háskólamenntaðra, og stuðla að nýsköpun, m.a. í ferðaþjónustu. Þá hefur frumvinnsla verið héraðinu mikilvæg um áraraðir, ekki síst á Skagaströnd og hana þarf að efla á svæðinu. Héraðið Austur-Húnavatnssýsla er því miður, og eftir sem áður, í nokkurri vörn. Það er von mín og trú að forsvarsmönnum sveitarfélaga á svæðinu beri gæfa til að sameinast í eitt sveitarfélag sem verði sterk eining til hagsbóta fyrir héraðið allt og íbúa þess. Héraðið hefur gríðarlega möguleika til sóknar en forsenda þess er að mínu mati meiri samheldni og samvinna allra í staðinn fyrir fjórar litlar og veikbyggðari einingar. Sameinað hérað hefur vissulega sterkari rödd út á við sem er forsenda sóknar og styrkingar innviða héraðsins. Sameining þarf að stuðla að því að Skagaströnd snúi einnig vörn í sókn sem og sveitir héraðsins. Allir verða þá glaðir og öll dýrin í skóginum (Austur- Húnavatnssýslu) vinir. Ég vona að sveitarfélagið Skagafjörður sjái tækifæri í því að efla byggðina á Hofsósi. Það eru einungis þrír byggðakjarnar í Skagafirði og það er að mínu mati samfélagsleg ábyrgð forsvarsmanna sveitarfélasins að gera sitt besta til að sjá til þess að á einu þeirra, Hofsósi, þar sem fólki hefur fækkað í áranna rás, sé blómlegt mannlíf með heilbrigðu atvinnulífi. Þar hefur einstaklingsframtak gert kraftaverk fyrir svæðið, m.a. í ferðaþjónustu en betur má ef duga skal. Ég á bágt með að trúa öðru en hægt sé að gera betur í því að efla atvinnulíf á Hofsósi sem til langs tíma gerir ekkert annað en efla héraðið í heild sinni. Það eru ekki eingöngu fyrirtæki sem hafa samfélagslega ábyrgð. - - - - - Ekki var ljóst þegar Feykir fór í prentun hvern Guðmundur skorar á. ÁSKORENDAPENNINN Guðmundur St. Ragnarsson Brottfluttur Norðvestlendingur Kærar kveðjur ,,heim“ UMSJÓN Páll Friðriksson Guðmundur St. Ragnarsson. MYND AÐSEND Rúnar Kristjánsson Jólastef Jólin koma indæl enn, Efla von og hugga. Senda yl um alla menn, Útiloka skugga. Skín með krafti um kærleikshöf Konungsstjarnan sanna. Réttir andans æðstu gjöf Inn í hjörtu manna. Stillt með táknin trúarvís Traust á hendur báðar. Upp með sigur róðu rís Ríki Drottins náðar! 46/2018 9

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.