Feykir


Feykir - 05.12.2018, Qupperneq 10

Feykir - 05.12.2018, Qupperneq 10
Nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna stóðu fyrir dagskrá í Varmahlíðarskóla um miðjan nóvember, eins og áður hefur verið sagt frá í Feyki. Tilefnið var að fagna 100 ára fullveldis- afmæli Íslands og bar hátíðin yfirskriftina Fullveldi – frelsi – lýðræði – hvað er nú það? Meðal dagskrárliða var málþing þar sem sjö nemendur elstu bekkjanna fluttu erindi og veltu þar fyrir sér hvað felist í hugtökum eins og lýðræði og fullveldi en einnig því sem í framtíðinni er falið. Feykir fékk góðfúslegt leyfi til að birta erindi krakkanna. Hér fylgja þrjú þeirra en hin fjögur verða birt í tveimur næstu blöðum. /FE Erindi flutt á málþingi í Varmahlíð Fullveldi – frelsi – lýðræði – hvað er nú það? Nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna sýna frumsaminn leikþátt. MYND: FE Nú í ár eru 100 ár síðan Ísland varð fullvalda ríki. Með fullvalda ríki fylgir mikil ábyrgð og margt sem þarf að læra, gera og þróa. Þótt 100 ár séu liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki erum við ennþá að læra og þróa með okkur tækni og aðferðir til að stjórna landi og þjóð svo að sem best fari. Og það verður alltaf þannig, það er nefnilega endalaust hægt að læra og bæta. Þegar Íslendingar fengu fullveldi völdu þeir lýðræðislegt stjórnarfar. Lýðræðislegt stjórnarfar þýðir að meirihlutinn ákveður hvert skal stefna. Á Íslandi er fulltrúalýðræði en þá kýs almenningur fulltrúa sem hann treystir til að leiða landið í þá átt sem þeir telja besta. Þessir fulltrúar mynda alþingi. Alþingi setur svo reglur og lög fyrir þjóðina að fara eftir. En eins og ég kom inn á áðan þá tekur lýðræði breytingum. Til dæmis höfðu einungis 9% þjóðarinnar kosningarétt um aldamótin 1900. Það voru karlmenn sem voru 25 ára eða eldri, bjargálna bændur eða borgarar í þéttbýli. Svo var það árið 1915, þá fengu konur og vinnumenn 40 ára eða eldri kosningarétt. Í dag er kosningaaldur komin niður í 18 ár svo allir, 18 ára eða eldri með íslenskan ríkisborgararétt, mega kjósa. En því miður fer þeim fækkandi sem nýta sér kosningarétt sinn og þá aðalega þeim sem eru í hópi yngstu kjósendanna. Það er náttúrulega ekki alveg nógu gott. Því ef við mætum ekki á kjörstað þá erum við í raun segja að okkur sé bara alveg sama hvernig og hverjir stjórna landinu okkar. En ég held að það sé ekki þannig, það hafa nefnilega allir einhverja skoðun á því hvað er að gerast og hvað ætti að vera að gerast. Við eigum sem sagt ekki bara að sitja heima og vona það besta. Nei!! Við eigum að standa upp og mæta á kjörstað. Skoðanir okkar skipta nefnilega máli. Við erum ung þjóð á lítilli eyju og við verðum öll að leggja okkur fram við að öllum líði vel í okkar fallega landi. Ingiberg Daði Kjartansson 10. bekk Grunnskólanum austan Vatna Hvað er lýðræði? Ég skal alveg viðurkenna að ég hef ekki mikið velt fyrir mér fullveldi Íslands og hvaða þýðingu það hefur fyrir mig. Fullveldi þýðir að ríki er sjálfstætt og hlaut Ísland fullveldi þann 1. desember 1918. Þá fengu Íslendingar full yfirráð eigin mála í sínar hendur og einnig var íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta skipti sem fullgildur þjóðfáni. Það hlýtur að hafa verið merkur viðburður í sögu lands og þjóðar að fá fullveldi og sjálfstæði frá konungi Danmerkur. Að Ísland gæti stjórnað sér sjálft og tekið eigin ákvarðanir um stjórnskipun landsins. Hvernig ætli Ísland og Íslendingar væru í dag ef við værum enn undir stjórn Danmerkur? Væri töluð danska? Eða danski fáninn notaður? Fréttir undanfarna mánuði og ár hafa einskorðast mikið af frásögnum af flóttafólki og mannréttindabrotum um allan heim og þá hugsa ég um hvað ég sé heppin að hafa fæðst á Íslandi í sjálfstæðu ríki þar sem ég ræð mér sjálf og þarf ekki að óttast einræðisherra eða að flýja undan ofbeldi. Fyrir mér er árið 1918 í eldgamla daga og því erfitt að ímynda sér að atburðir sem gerðust þá hafi haft áhrif á líf mitt eins og það er í dag. Margt hefur breyst síðan 1918: húsakostur, skólaganga, kosningaréttur kvenna, stjórn og stjórnarhættir og margt fleira og finnst mér erfitt að setja mig í spor þeirra sem lifðu þá, þar sem lífið í dag er svo gjörbreytt frá því sem var. Að lokum vil ég þakka fyrir áheyrnina og til hamingju Ísland með fullveldi og sjálfstæði. Ingibjörg Rós Jónsdóttir 9. bekk Varmahlíðarskóla Hvaða þýðingu hefur fullveldi Íslands fyrir mig?Mér finnst nú þegar að allir séu alltaf með einhverja tækni með sér, síma, heyrnartól, fartölvu, eða bara hvað sem er. Hafið þið hugsað út í það hvenær þið voruð síðast ekki með síma, heyrnartól eða mp3 spilara? Við í 9. bekk fórum að Laugum í Sælingsdal þar sem öll tæki voru bönnuð. Ég fann fyrir mun við að kynnast fólki án þess að vera með snjalltæki. Við unnum saman að því að leysa þrautir án nokkurrar tækni. En ég held að slíkar þrautir gætu horfið ef við látum tæknina gera allt eftir 20 ár. Tækni er ekki alltaf slæm. Við notum hana t.d. til þess að skrifa þetta niður, senda tölvupóst, í vinnu og til þess að hafa hana hjá okkur ávallt. Svo ég fór að skoða hvað verður líklega komið í heiminn eftir 20 ár. Drónar til að senda mat og föt til þín. Hyperlooprör sem flytja okkur milli borga á örfáum klukkutímum. En fyrir mér er það ekki mikilvægt að fara frá Mexíkó til Kanada eins hratt og hægt er, heldur að njóta þess og að vera spenntur. Sagt er að árið 2025 komi vélmenni sem getur hugsað eins og maður. En framtíðin eftir 20 ár verður ekki eins hræðileg og sumir halda. Við munum nota náttúrulega orku meira og gera hlutina betur. En kannski verður ekki allt sem við gerum betra. Gæti verið að við munum minnka mannleg samskipti? Ég fór nýlega út að borða með ættingjum og það voru tveir sem voru byrjaðir að senda sms á milli sín. Þetta fékk mig til að hugsa að þetta ætti ekki að vera svona. Því þetta voru ekki lengur mannleg samskipti, heldur rafræn. Ég spurði þrjá ættingja hvað þeir héldu að myndi gerast eftir 20 ár. Þeir voru sammála um að fólk muni vilja prófa að búa aftur í sveit. Eins og kunnugt er býr meirihluti mannkyns nú í stórborgum. Ég vil þakka fyrir að fá að koma hingað og þakka fyrir mig. Orri Freyr Tryggvason 9. bekk Varmahlíðarskóla Hvernig verður tækni eftir 20 ár? 10 46/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.