Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 3
48/2018 3 Á tímamótum er alltaf gott að líta um öxl, reyna að koma auga á það sem vel er gert, og jafnvel það sem ekki hefur tekist eins vel til, og reyna að læra á einhvern hátt af reynslunni. Mér sýnist að við sem búum Norðurland vestra höfum almennt verið til fyrir- myndar í flestu því sem við tókum okkur fyrir hendur á líðandi ári og getum hnarreist tekið á móti nýju ári með bjartsýni og góðum fyrirheitum. Bjartsýni ríkir hvarvetna og margs konar uppbygging á flestum svæðum, bæði í þéttbýli og til sveita. Mannlífið virðist einkar gott í Húnavatnssýslum og Skagafirði og innviðir í ágætu standi, allavega því sem snýr að sveitarstjórnum, svo best verður séð. Ríkisvaldið mætti taka sig aðeins betur á að mínu mati og þá hugsa ég til vegamálanna sérstaklega. Boðaðir hafa verið vegatollar í framtíðinni þar sem vegfarendur verða rukkaðir um einhverjar krónur á ákveðnum stöðum, til að fjármagna vegakerfið, sem víða er stórlaskað. Aðallega er verið að tala um Þjóðveg 1, að mér skilst. Þá má spyrja hvað verður um vegi utan hringvegarins eins og t.d. Vatnsnesveg, Reykjastrandarveg eða Hegranesveg. Varla verða sett upp tollhlið á endum svo hægt verði að rukka þá sem um þessa vegi fara. En flest er í heiminum hverfult og ekkert sjálfgefið. Mér þykir ástæða til að hvetja fólk til að vinna betur saman í pólitíkinni, framtíð okkar til heilla. Allt of oft eru hafðar uppi ónauðsynlegar þrætur, rétt til að leika á vinsældir hjá kjósendum. Þá er ekki síður ástæða til að biðja fólk um að huga vel að því hverju það þeytir út í alheiminn með óvönduðum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ein óvarleg setning getur haft slæm áhrif á marga þó svo að henni sé ekki ætlað að meiða viðkomandi. En það hefur nú lengi tíðkast á Íslandi að segja eitthvað misjafnt sem ekki fellur í kramið. Hávamál taka á ýmsu sem fólk ætti að skoða vel og langar mig að enda pistilinn að þessu sinni með einni vísu. Hugsanlega er hér átt við það að betra sé að tala fátt og leyfa mönnum að halda að maður sé heimskur heldur en að tala mikið og opinbera heimsku sína. Ósnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann, nema hann mæli til margt. Veit-a maður hinn er vætki veit, þótt hann mæli til margt. Fyrir hönd Feykisfólks þakka ég samfylgdina á árinu og óska ykkur, lesendur góðir, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Enginn veit fyrr en allt í einu Samningar um sam- starf samþykktir Sýndarveruleiki á Sauðárkróki Á fundi sveitarstjórnar Sveitar- félagsins Skagafjarðar í síðustu viku voru samþykktir samningar á milli Sýndarveru-leika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu nýrrar ferðaþjónustustarfsemi á Sauðárkróki. Samkvæmt þeim mun Sýndarveruleiki koma upp og starfrækja sýningu um Sturl- ungaöldina þar sem áhersla er á nýjustu tækni í miðlun, m.a. með sýndarveruleika. Ætlunin er að sýningin, sem fengið hefur nafnið 1238 – The Battle of Iceland, skapi vel á annan tug beinna starfa í Skagafirði og að hún efli Skagafjörð sem áfangastað fyrir ferðafólk. Hart var tekist á um málið á fundinum og segir í bókun minnihlutans að umfang og tímalengd skuldbindinga, íviln- ana og fjárútláta er tengjast samstarfssamningi um upp- byggingu sýndarveruleikasýn- ingar og áhrif þeirra á rekstur og framkvæmdagetu sveitarfél- agsins næstu 30 árin, sé for- dæmalaust hjá sveitarfélagi á Íslandi. Lagt var til af hálfu minnihlutans að efnt yrði til íbúakosninga sem færi fram með rafrænum hætti. Ávinningur sveitarfélagsins af verkefninu var metinn af Deloitte og eru niðurstöður þess mats að Sveitarfélagið Skagafjörður mun hafa um 195 milljónir króna í hagnað af verkefninu á samningstím- anum, sem er 30 ár. /PF Framtíðar- upp- bygging kynnt Þrístapar í Vatnsdalshólum Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var þann 12. desember, fóru A. Agnes Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Verus ehf., og Hringur Hafsteinsson, ráðgjafi hjá Gagarín, yfir framtíðar- uppbyggingu við Þrístapa sem sveitarfélagið hefur verið að vinna að. Verkefnið er mjög metn- aðarfullt enda standa vonir til að tugir þúsunda gesta muni staldra við og njóta sýningar með gagnvirkum miðlum sem eru nánast óþekktar, ekki síst á norður- hjaranum þar sem allra veðra er von. Sú uppbygging sem mun eiga sér stað við Þrístapa verður unnin í nánu samráði við Minjastofnun Íslands þar sem aftökupallurinn og önnur mannaverk eru friðaðar menningarminjar. /PF Sveitarstjórn í húsakynnum sýndarveruleikasýningarinnar en þar fór fram kynning á fyrirhugaðri starfsemi 1238 – The Battle of Iceland. AÐSEND MYND Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Í síðustu viku var 695.763 kílóum af fiski landað á Norðurlandi vestra. Á Skagaströnd lönduðu átta bátar samtals rúmum 87 tonnum og var línubáturinn Kristinn SH þeirra aflahæstur með rúm 62 tonn. 598 tonnum var landað á Sauðárkróki þar sem Drangeyjan var aflahæst með tæp 220 tonn. Tveir bátar lögðu upp á Hofsósi 5,7 tonn og á Hvamms-tanga landaði einn bátur 4,6 tonnum. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 9. – 15. desember 2018 Drangey aflahæst með 220 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 4.652 Alls á Hvammstanga 4.652 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 6.906 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 4.931 Fengsæll HU 56 Línutrekt 2.898 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 4.447 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 62.189 Onni HU 36 Dragnót 475 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 5.493 Alls á Skagaströnd 87.339 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 7.458 Drangey SK 2 Botnvarpa 219.919 Fjölnir GK 157 Lína 111.319 Kristín GK 457 Lína 82.118 Málmey SK 1 Botnvarpa 163.552 Onni HU 36 Dragnót 13.685 Alls á Sauðárkróki 375.463 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 2.794 Þorgrímur Sk 27 Landbeitt lína 2.927 Alls á Hofsósi 5.721 Óskað eftir móttöku sýrlensks flóttafólks Húnaþing vestra Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók fyrir, á fundi sínum þann 13. desember sl., erindi frá velferðarráðuneytinu um móttöku flóttamanna þar sem þess er farið á leit við Húnaþing vestra að taka á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum, á árinu 2019. Móttakan felst meðal annars í aðstoð við að finna húsnæði til leigu og veita fólkinu nauðsynlega þjónustu og aðstoð í eitt ár frá komu þess til landsins. Gerður yrði samningur milli Húnaþings vestra og velferðaráðuneytisins/ félagsmálaráðuneytisins þar að lútandi um fjárframlög til verkefnisins. /FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.