Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 10
10 48/2018 Það má segja að Eva Rún Dagsdóttir á Sauðárkróki sé ein efnilegasta íþróttakonan í röðum Tindastóls, bæði hvað varðar fótbolta sem og körfubolta. Hún er fædd árið 2003, uppalin á Sauðárkróki, utan eitt ár á Akureyri árið 2012, svo framtíðin er ung og björt fyrir Evu í íþróttunum. Foreldrar Evu Rúnar eru þau Þyrey Hlífarsdóttir, kennari í Varmahlíðar- skóla og Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Eva Rún er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Íþróttagrein: -Ég spila körfubolta og fótbolta. Íþróttafélag/félög: -Tindastóll. Helstu íþróttaafrek: -Þegar ég spilaði með liðinu mínu til úrslita um Íslands- meistaratitil í 9. fl. kvenna í körfubolta. Og svo bara þær viðurkenningar sem ég hef fengið: Leikmaður ársins 7. fl. kvk. 2014-2015 Leikmaður ársins 8. fl. kvk. 2015-2016 Leikmaður ársins 4. fl. kvk. fótbolta 2016 Ungur og efnilegur íþróttamaður Skaga- fjarðar 2016 Leikmaður ársins 8. fl. kvk. 2016-2017 Leikmaður ársins 9. fl. kvk. 2017-2018 Efnilegasti leikmaður 2. fl. kvk. fótbolta 2018 Skemmtilegasta augnablikið: -Til dæmis þegar við unnum Njarðvík í undan- úrslitum og komumst í úrslitin. Og leikurinn þegar við unnum Stjörnuna og komumst upp í A riðil. Og margir góðir fótboltaleikir: Til dæmis þegar við vorum búnar að vera 1-0 undir á móti Haukum allan leikinn og svo skorðum við tvö mörk á seinustu fimm mínútunum og unnum leikinn. Neyðarlegasta atvikið: -Örugglega þegar ég var að spila fótbolta og var að fara að sparka í boltann og hitti hann ekki og datt, eða þegar ég klúðra layupi eða geri airball. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég klæði mig alltaf fyrst í hægri skóinn og fæ mér banana fyrir hvern leik. Uppáhalds íþróttamaður? -Þeir eru nú fleiri en einn. Myndi allavega segja Martin Hermannsson, Sara Björk Gunnarsdóttir, Kyrie Irving, því hann er númer 11, og svo er Pétur Rúnar Birgis- son líka einn af mínum uppáhalds. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Góð spurning... kannski bara forsetann í one on one í körfubolta. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Ég myndi rústa að sjálfsögðu. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Úff, nú veit ég ekki. Lífsmottó: -Þú getur allt sem þú ætlar þér. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Á margar góðar fyrirmyndir en enga svona eitthvað aðal. En annars hefur Ólína Sif Einarsdóttir, frænka mín, alltaf verið góð fyrirmynd. Mér finnst hún svo flott, dugleg og hæfileikarík og líka bara yndisleg manneskja. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Í skólanum, æfingar allan daginn, bæði með 10. flokki og meistaraflokki í körfunni og svo æfi ég fótbolta með meistaraflokki og keppi flestar helgar. Hvað er framundan? -Framundan er skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil, úrtaksæfingar fyrir U-16 í körfuboltanum núna á milli jóla og nýárs og bara verða betri og betri með hverjum deginum í því sem mér þykir skemmtilegast. /PF ÍÞRÓTTAGARPURINN :: Eva Rún Dagsdóttir Æfir mikið og keppir flestar helgar samveru á árinu sem er að líða. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Farskólinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.