Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 21

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 21
48/2018 21 Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinni AÐSENT Ásmundur Einar Daðason skrifar Víða þar sem ég hef komið um landið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitar- stjórnarmönnum, atvinnurekendum og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðis- skortur hefur hamlað vexti og viðgangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem viðunandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti. Eitt af því sem gert hefur verið er að hleypa af stokkun- um tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum víðsvegar um landið. Íbúðalána- sjóður auglýsti eftir þátttakendum í tilraunaverkefninu í haust. Starfshópur skipaður fulltrúum frá Íbúðalánasjóði, Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga valdi Dalabyggð, Vestur- byggð, Snæfellsbæ, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Norðurþing, Hörgársveit og Seyðisfjarðarkaupstað til að vera fyrstu sveitarfélögin til að taka þátt. Valið tók mið af því að áskoranirnar sem þau standa frammi fyrir séu mismunandi og á ólíkum landsvæðum. Þannig verður til breiðara framboð lausna í húsnæðis- málum sem nýst getur til að koma hreyfingu á fasteigna- markaðinn um land allt. Vandinn er mikill og hann er víða. Alls lögðu 33 sveitarfélög frá öllum landshlutum inn umsóknir, sem samsvarar helmingi sveitarfélaga á lands- byggðinni. Þessi fjöldi kristallar hvað uppbygging utan höfuð- borgarsvæðisins hefur setið á hakanum. Tilraunaverkefnið mun ekki einungis ná til fyrr- nefndra sjö sveitarfélaga því Íbúðalánasjóður mun bjóða hinum sveitarfélögunum 26 til samtals um framhald þeirra verkefna, með það fyrir augum að einnig verði hægt að ráðast í uppbyggingu hjá þeim. Niður- stöður tilraunaverkefnisins verða svo grunnur að breyt- ingum á stuðningskerfum húsnæðismála sem lagðar verða fram á Alþingi og er ég nú þegar með eitt frumvarp áætlað á vorþingi hvað það snertir. Hagkvæm leigu- þjónusta Bríetar Enn annað skref sem við höfum stigið til að takast á við hús- næðisvandann á landsbyggð- inni er að setja á stofn opinbert landsbyggðarleigufélag, sem fengið hefur nafnið Bríet og verður í umsjón Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn á um 300 eignir, sem flestar eru í útleigu og nær allar utan höfuðborgarsvæðisins. Við teljum að til skemmri tíma litið þá sé markvissari leið til að styðja við fasteignamarkaðinn á landsbyggðinni að halda hús- næðinu áfram í útleigu frekar en að Íbúðalánasjóður selji það frá sér. Bríet mun því nú taka við þessum eignum og reka hagkvæma leiguþjónustu. Hugsanlegt er að Bríet geti í framtíðinni tekið þátt í upp- byggingu íbúðarhúsnæðis á þeim svæðum sem glíma við hvað mestan skort. Ég vil hvetja sveitarfélögin til samstarfs við hið nýja félag, en flest þeirra reka sjálf nú þegar félagslegt leiguhúsnæði. Með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi er skapaður grundvöllur til að bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði. Við þurfum fjöl- breyttar lausnir Bæði tilraunarsveitarfélögin og leigufélagið eru verkefni að norrænni fyrirmynd og hafa áhrif spennunnar á húsnæðis- markaði í heiminum á almenn- ing haft mun minni áhrif á hinum Norðurlöndunum en hér á landi. Þverpólitísk sátt ríkti hjá þeim, en mikilvægt er að samstaða náist um þessi mál. Við þurfum fjölbreyttar lausnir til að takast á við húsnæðis- vandann sem landsbyggðin stendur frammi fyrir og hef ég fulla trú á því að þessi skref færi okkur nær markmiði okkar, að fólk geti búið og starfað á landinu öllu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra Húnavatnshreppur hunavatnshreppur.is Húnavatnshreppur óskar íbúum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og heilla á nýju ári Skin og skúrir hjá Stólunum Bikarveisla í Síkinu um síðustu helgi Það var sannkölluð bikarveisla í Síkinu sl. sunnudag með tilheyrandi vöfflugleði og sjóð- heitu hamborgarapartíi. Þrjú Tindastólslið voru í eldlínunni en árangurinn upp og ofan. Fyrst sigraði lið KR 10. flokk drengja hjá Tindastóli með 68 stigum gegn 46 og slógu Stólana því úr leik. Því næst mætti 1. deildar lið Tindastóls í kvennaflokki úr- valsdeildarliði Breiðabliks í 16 liða úrslitum í Geysisbikarnum. Blikar byrjuðu betur en lið Stól- anna hélt í við gestina í öðrum leikhluta en staðan var 40-51 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var hins vegar í eigu Blika sem stungu Stólastúlkur af og sigr- uðu örugglega, 64-107. Að lokum mættust lið Tindastóls og Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikars karla. Lið Fjölnis er í 1. deildinni en stóð fyrir sínu vel fram í þriðja leikhluta þegar Stólarnir fóru loks að láta sverfa til stáls. Staðan í hálfleik var 43-37 og 68-58 að loknum þriðja leik- hluta. Lokatölur voru 97-71 og var Alawoya atkvæðamestur með 27 stig og 17 fráköst, Dino skilaði 19 stigum, Brynjar 17 og Pétur 14. Þá má geta þess að sl. fimmtudag lögðu Stólarnir lið Skallagríms, 89-73, í Dominos og eru á toppnum. /ÓAB Dino Butorac veður að körfu Fjölnismanna. MYND: HJALTI ÁRNA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.