Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 15
48/2018 15
líka segir hún að svo sé ekki.
„Þeir eru í fótbolta. Svo erum við
í 7. bekk svona vinabekkur og
erum að hjálpa 1. bekk að klæða
sig og vera með þeim úti og
svona. Ég er alltaf með frænda
mínum, það er allt í lagi sko en
hann er ofsalega feiminn. Þetta
er þrisvar í viku þannig að þegar
ég er ekki með þeim þá er ég
stundum að lesa.“
Ætlaði ekki að nenna
að sækja um
Eftir að hafa skoðað bókasafnið
flytjum við okkur heim á
Bogabrautina þar sem fjöl-
skyldan á heima. Foreldrar
Sóleyjar eru þau Jón Ólafur
Sigurjónsson og Hugrún Sif
Hallgrímsdóttir og er hún
næstyngst í hópi fjögurra
systkina, eldri eru tvær systur, 17
og 14 ára og svo á hún yngri
bróður sem er átta ára. Á móti
okkur tekur vinaleg tík og þegar
við hreiðrum um okkur í
sófanum og höldum áfram að
spjalla tekur tíkin ekki í mál
annað en að fá að vera með.
Sóley segist hafa mjög gaman af
dýrum og hundar og kettir séu í
mestu uppáhaldi. „Frænka mín
gaf okkur þennan,“ útskyrir
hún. „Hún heitir Loppa og kom
úr sveitinni frá frænku minni,
hún er alveg ofsalega skemmtileg
og hún kann að syngja, hún
gólar með ef maður syngur.“
Nú leikur blaðamanni forvitni á
að vita hvernig það kom til að
Sóley komst i bókaormaráð
RÚV? „Kennarinn minn sendi
mömmu slóð þar sem var verið
að leita eftir bókaormum í
bókaormaráðið og mamma
spurði mig hvort ég vildi ekki
fara í þetta en ég vissi það nú
ekki alveg. Ég nennti ekki að fara
til Reykjavíkur og standa í að
taka upp vídeó og bjóst ekkert
við að ég kæmist inn. En við
sendum þetta vídeó inn þar sem
ég sagði frá uppáhaldsbókinni
minni og hvað ég væri gömul og
þannig. Svo var ég bara í
skólanum og þá sagði kennarinn
mér að ég hefði verið valin úr
stórum hópi og mér var bara
tilkynnt að ég væri að fara til
Reykjavíkur í tökur og ég sagði
bara „ókey“. Ég hafði ekkert
búist við þessu. Svo fórum við til
Reykjavíkur.“
Varstu ekki spennt?„Jú, svona á
leiðinni en ég svaf samt eiginlega
bara. En svo daginn eftir fórum
við í útvarpshúsið og skráðum
okkur inn á tölvu þar sem ég
þurfti að skrifa nafnið mitt og
hver væri forráðamaðurinn.
Þetta var allt öðruvísi en ég bjóst
við, mikið stærra og ég var bara í
sjokki þegar ég kom þarna inn.
Svo sýndi stjórnandinn, hún
Sigyn, okkur allt, hvar ég átti að
taka viðtal við bókaorminn og
myndhöfundinn og hvar hinn
bókaormurinn átti að taka viðtal
við mig. Svo þurftum við að bíða
og á meðan fór ég fram og á
einum stað voru margar af
leikbrúðunum úr Stundinni
okkar.“
Verkefni Sóleyjar í bóka-
ormaráðinu var margþætt. Í
fyrsta lagi átti hún að lesa
ákveðna bók og svara spurn-
ingum annars bókaorms um
hana, í öðru lagi átti hún að taka
viðtal við hinn bókaorminn um
bókina sem hann las. Svo sögðu
bókaormarnir hvor öðrum frá
sínum uppáhaldsbókum og að
síðustu átti Sóley að taka viðtal
við höfund bókarinnar sem hún
las. Í tilfelli Sóleyjar var viðtalið
við myndhöfund bókarinnar,
Rán Flygenring, sem mynd-
skreytti bók eftir þýskan höf-
und. „Svo tókum við bókaorm-
arnir viðtalið við hvor aðra,“
heldur Sóley áfram, „meðan við
biðum eftir höfundinum henn-
ar. Ég byrjaði á að taka viðtal við
hana og hún við mig.“
Fenguð þið ákveðnar spurningar
eða þurftuð þið að semja þær
sjálfar? „Já, þegar við tókum
viðtalið við hvor aðra þá voru
þetta ákveðnar spurningar en ef
okkur datt eitthvað í hug þá
máttum við alveg spyrja. Það var
maður þarna inni sem var með
okkur. Ég tók fyrst viðtal við
hina stelpuna um bókina sem
hún átti að lesa. Það var
Ljóðpundari eftir Þórarin
Eldjárn. Svo tók hún viðtal við
mig um bókina sem ég fékk sem
heitir í stuttu máli Brjálína
Hansen.“ Þess má geta að bókin
heitir fullu nafni Ótrúleg
ævintýri hinnar maka-lausu,
einstöku, mögnuðu, æðis-gengnu,
óviðjafnanlegu Brjálínu Hansen.
Kóngsríkið mitt fallna. „Svo tók
ég viðtal við hana um uppá-
haldsbókina hennar sem var
Hrói bjargar jólunum. Svo tók
hún viðtal við mig um
uppáhaldsbókina mína og ég
hafði tekið með mér Harry
Potter og blendingsprinsinn sem
er uppáhaldsbókin mín í Harry
Potter seríunni. Það gekk bara
mjög vel, hún kom eiginlega
með sömu spurningar og ég,
bara aðeins öðruvísi. Síðan
þegar það var búið biðum við
aðeins eftir Þórarni Eldjárn, við
fengum svona 15 mínútur í
hvert viðtal. Svo kom hún Rán
og ég tók viðtal við hana, það
voru spurningar sem ég bjó til.
Þegar við tókum viðtal við
höfundana var maður með
okkur sem spurði líka spurninga.
Og ég tók viðtalið við Rán og ég
spurði hana alls konar spurninga
og í kringum okkur var fullt af
bókum, meðal annars þessi bók
á mörgum tungumálum. [Sagan
er eftir þýskan höfund, Finn-Ole
Heinrich, og hefur verið gefin út
á tíu tungumálum]. Myndhöf-
undurinn, hún Rán, hefur
teiknað í margar fleiri bækur, t.d.
bækur eftir Gunnar Helgason.
Svo vorum við bara að tala þarna
saman og ég spurði hana
spurninga. Við áttum að vera
þarna í 15 mínútur en vorum í
25, alveg óvart.“
Sóley segir að hún mæli með
því við aðra að lesa bókina um
Brjálínu Hansen og þegar hún
var beðin að lýsa henni í þremur
lýsingarorðum segir hún að
bókin sé skemmtileg, frumleg og
æðisleg. Bókin er sú fyrsta af
þremur og segist Sóley ætla að
lesa hinar tvær þegar þær koma
út.
En var ekkert erfitt að tala við
höfundinn? „Nei, ég vissi að það
væru 5-10 manns að horfa á
mig; myndatökumennirnir og
allir sem eru að stjórna þessu og
svo mamma og pabbi. En ég var
bara frekar svona afslöppuð.
Þetta var mjög skemmtilegt,“
segir Sóley og segist alveg geta
hugsað sér að gera þetta aftur.
Við spjöllum aðeins um
Krakkakiljuna en Sóley segist
ekki hafa horft á þessa þætti
áður en hún var valin í bóka-
ormaráðið. Hins vegar segist
hún örugglega mundu nýta sér
umfjöllun í svona þáttum við að
velja sér bækur til lestrar og telur
öruggt að þættirnir hvetji aðra
krakka til lestrar.
Eins og áður hefur komið fram
ver Sóley miklum tíma í bók-
lestur en engu að síður á hún
mörg önnur áhugamál, m.a.
safnar hún frímerkjum. Hún
stundar alls konar íþróttir, æfir
frjálsar, fótbolta, karate og
fimleika eða bara allar íþróttir
sem hún getur æft á Skagaströnd
eins og hún segir sjálf. En skyldu
áhugamálin vera fleiri? „Jú,
söngur og píanó, ég æfi bæði. Ég
elska að syngja, ég fer alltaf út í
tónlistarskóla, það er svona box
þar með míkrafón, ég get alltaf
sungið þar eins og ég sé á bara á
einhverjum tónleikum.“
Gekk í kirkjukórinn
10 ára
Í fyrra gekk Sóley í kirkjukórinn
á Skagaströnd en Hugrún Sif,
móðir hennar, er stjórnandi
kórsins og organisti við
Hólaneskirkju. Í kórnum eru
einnig amma, langamma og
föðursystir Sóleyjar og fleira
frændfólk þannig að greinilega
hefur hún fengið eitthvað af
áhuganum með genunum. Hins
vegar segir hún að í vetur hafi
hún ekki getað verið með þar
sem pabbi hennar sé orðinn
meðhjálpari í kirkjunni og þá
þurfi hún að passa bróður sinn
meðan á messum stendur. En
aftur á móti er starfandi
barnakór á Skagaströnd og hefur
Sóley sungið með honum. „Við
sungum á tónleikum með Heru
Björk um daginn, 1. desember.
Það var mjög gaman en kórinn
hefur ekki komið neitt meira
fram. Við höfðum ekkert
mikinn tíma til að æfa og
þurftum að læra þetta allt utan
að, þurftum að radda og svo
sungu tvær einsöng og þetta var
bara gaman. Ég var í kór á
Blönduósi í fyrra og þá var líka
sungið með Heru Björk.“
En hvað gera krakkarnir á Skaga-
strönd svona almennt í frítíma
sínum? „Þeir eru í íþróttum,“
segir Sóley. „Svo erum við í 7. -
10 bekk í félagsmiðstöðinni sem
einn kennarinn í skólanum
stjórnar, það er ótrúlega
skemmtilegt. Við förum alltaf í
alls konar leiki og gerum ýmis-
legt fleira, t.d vorum við að búa
til mola í gær. Þar er margt hægt
að gera og vera með vinum
sínum frá átta til tíu,“ segir Sóley.
Tíminn hefur liðið hratt
meðan við spjöllum og nú þarf
Sóley að rjúka af stað á fim-
leikaæfingu. Áður gefur hún sér
þó tíma til að taka eitt lag á
píanóið fyrir blaðamann og
syngja örlítið tvíraddað með
tíkinni Loppu en svo er þessi
skemmtilegi orkubolti þotinn út
úr dyrunum til að sinna nýjum
verkefnum.
Við herbergisgluggann hjá Sóleyju.
Sóley og Loppa taka lagið.
MYNDIR: FE
Sóley segist elska að spila á píanó.