Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 5
48/2018 5 Ýmislegt sem getur ratað í jólapakkann Útgáfur á Norðurlandi vestra Nokkrar ágætar bækur hafa verið gefnar út af höfundum tengdum Norðurlandi vestra á árinu og vert að hugsa til þeirra þegar fólk veltir fyrir sér jólagjöfum. Í Jólablaði Feykis, sem kom út um síðustu mánaðamót, var að finna viðtöl við Eyþór Árnason, Sigurð H. Pétursson og Stefán Sturlu Sigur- jónsson en fleira má tína til. Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson er lokaþáttur sagnaþríleiks sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum. Sorgarmarsinn segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og eins konar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Haustaugu Hannesar Péturssonar er ellefta ljóðabók hans en sú fyrsta í tólf ár með frumsömdum ljóðum. Hannes hefur verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar allt frá því að hans fyrsta ljóðabók kom út árið 1955. „Hér yrkir maður sem er síungur í ljóðmáli sínu og viðhorfi. Hann hvarflar nú haustaugum yfir umhverfi sitt og tíma, vekur okkur til vitundar um aðkallandi mál og minnist genginna vina á ljúfsáran hátt,“ segir í kynningu. Stefjagróður er ljóðabók eftir Skagfirð- inginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðár- króki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekkt- asti hagyrðingur landsins. „Þegar við heyrum vel ort ljóð, gleður það eyrað á einhvern þann hátt sem ekkert annað getur gert,“ segir höfundur á bókarkápu. Skagfirðingabók Sögufélags Skagfirð- inga kom út á vordögum og er þar um 38. ritið að ræða. Bækurnar hafa komið út allar götur frá árinu 1966 og flytja lesendum alla jafna sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Meðal efnis nýju bókar- innar er heilmikil samantekt Ágústs Guðmundssonar um hernámsárin 1940-1942, Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum. Annað efni í bókinni, og tengist einnig stríðsrekstri, er þáttur Hjalta Pálssonar um heimstyrjöldina í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð. Þá má finna æviþátt Kristínar Sölvadóttur, Stínu í Syðribúðinni, eftir Sölva Sveins- son og margt fleira. Á bókarkápu segir það von ritstjórnar að bókin og efni hennar falli lesendum vel í geð og þeir veiti áfram öflugan stuðning við útgáfu Skagfirðingabókar. Hægt er að gerst áskrifandi að bókinni í síma 453 6261 eða með því að senda tölvuskeyti í netfangið: saga@skagafjordur.is. /PF Tíminn flýgur áfram ört enn með líf og daga. Þó sem stjarna blikar björt Bændakórsins saga. Kórinn sá var kosta hreinn, kynnti í tónum björtum söng sem gaf að ylur einn eftir sat í hjörtum. Rómuð listin lyfti sér létt á flugið sanna. Víst að engin betur ber birtu í sálir manna. Jafnan gafst á góðu von, gleði um hugi flæddi, þegar Pétur Sigurðsson sönginn besta glæddi. Kröftug var sú kynningin, krýndur héraðs sómi. Hið mikla geymir minningin, merk að allra dómi! AÐSENT : Rúnar Kristjánsson Bændakórinn Gleðileg jól og farsælt komandi ár IÐNSVEINAFÉLAG SKAGAFJARÐAR SÆMUNDARGÖTU 1 - SAUÐÁRKRÓKI - SÍMI 453 5900 & 864 5889 www.krokurinn.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári STEYPUSTÖÐ SKAGAFJARÐAR Skarðseyri 2 Sauðárkróki Sími 453 5581 Ste ypust öð Skagafjarðar SKAGAFIRÐI SKAGFIRÐINGABÓK er rit Sögufélags Skagfirðinga. Bókin hefur komið út frá árinu 1966 og flutt lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Hér birtist 38. hefti bókarinnar, efnismikið og ríkulega myndskreytt. Sölvi Sveinsson: Stína í Syðribúðinni. Æviþáttur Kristínar Sölvadóttur, Sauðárkróki. Hjalti Pálsson: Heimsstyrjöldin í Hjaltastaðakoti. Hannes Pétursson: Í fallgryfju. Páll Sigurðsson: „Fjarri hlýju hjónasængur“. Fyrrum prestur og sýslumaður dæmdur til dauða fyrir siðgæðisbrot. Svanhildur Óskarsdóttir: Konráð Gíslason og Njáluútgáfan mikla. Axel Kristjánsson: Jón Austmann og Reynistaðarbræður. Sigurjón Páll Ísaksson: Beinafundur í Guðlaugstungum 2010. Sigurjón Páll Ísaksson: Enn um Þórðar sögu hreðu. Garðshvammur í Hjaltadal og fleira. Ágúst Guðmundsson: Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum. Hernámsárin 1940–1942. Það er von ritstjórnar, að bókin og efni hennar falli lesendum vel í geð, og að þeir veiti áfram öflugan stuðning við útgáfu Skagfirðingabókar. Hægt er að gerast áskrifandi að bókinni í síma 453 6261 eða með því að senda tölvuskeyti í netfangið: saga@skagafjordur.is SKAGFIRÐINGABÓK Rit Sögufélags Skagfirðinga 2018 38 HÉR FYRIR OFAN: Smábátahöfnin á Sauðárkróki 19. september 2017. Ljósmynd: Hjalti Pálsson. FORSÍÐUMYNDIN: er af Webley skammbyssu sem Kristján Sölvason fann eftir stríð í skotgröfum breska hersins ofan við Eyrina. Ljósmynd: Gunnlaugur Sölvason. Bændakórinn. MYND: HSk. Hcab 1377

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.