Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 12
12 48/2018
Það er Ásgerður Pálsdóttir
sem segir okkur frá eftirlætis-
bókunum sínum í Bók-haldinu
að þessu sinni. Ásdís segist
vera komin í náðarfaðm
eftirlaunanna en á sumrin
rekur hún ferðaþjónustu á
Geitaskarði í Langadal þar sem
hún býr. Ásgerður er alin upp á
miklu bókaheimili og segist alla
tíð hafa lesið mikið og lesefnið
er fjölbreytilegt. Hún er
fastagestur á bókasafninu á
Blönduósi en auk þess kaupir
hún sér bækur reglulega.
Hvers konar bækur lestu helst?
Ég hef alla ævi lesið mikið og
hef lesið bækur af öllum toga.
Las talsvert ljóðabækur þegar ég
var ung en geri lítið af því nú.
Skáldsögur, íslenskar og erlend-
ar, les ég og einnig sagnfræði og
þjóðfræði af ýmsu tagi. Þá hef
ég mikinn áhuga á sögu
Norðurlanda og reyndar
Evrópu frá fyrri öldum. Ég les
líka mikið af sakamálasögum
(norræna deildin) en þær eru
margar góðar og vel uppbyggðar
og einnig ævisögur sem eru
reyndar mjög misgóðar. Á
þessu aldursskeiði þarf fólk ekki
að lesa annað en það sem það
vill. Það er léttir að geta lokað
hálflesinni bók.
Hvaða bækur voru í uppáhaldi
hjá þér þegar þú varst barn? -Ég
man alls ekki hver var fyrsta
bókin sem ég las en ég hef lesið
svo lengi sem ég man. Ég ólst
upp á miklu bókaheimili og
hafði aðgang að öllum bókum
sem ég vildi. Þar með las ég allt
frá Dísu ljósálfi til Íslendinga-
sagna. Þar var engin aðgreining
á barna- og fullorðinsbók-
menntum, ég drakk þetta allt í
mig. Ég man aðeins einu sinni
eftir því að mamma segði við
mig, „þetta er ekki bók fyrir
börn“. Bókin var skáldsaga og
hét Dóttir Rómar og þótti víst
berorð þá en þætti það ekki í
dag. En auðvitað las ég bókina
en fannst hún ekkert skemmti-
leg. Ein bók sem ég las sem barn
og þykir alltaf vænt um er
Dýrheimar eftir Rudyard Kip-
ling.
Hver er uppáhaldsbókin af
þeim sem þú hefur lesið gegn-
( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is
„Á þessu aldursskeiði þarf fólk ekki
að lesa annað en það sem það vill“
Ásgerður Pálsdóttir / á Geitaskarði
Ásgerður á einum af hennar uppáhaldsstöðum, Kirkjuskarðsrétt í Laxárdal.
MYND ÚR EINKASAFNI
líf fólks í íslenskri sveit fyrir og
eftir aldamótin 1900. Hún fékk
ekki góðar viðtökur hjá bók-
menntapáfum síns tíma en
þeim mun betri viðtökur hjá
þjóðinni.
Hvaða bækur eru á náttborðinu
hjá þér þessa dagana? -Ég er
nýbúin að lesa Rassfar í steini
eftir Jón Björnsson og Við
grassins rót eftir Hólmfríði
Gunnarsdóttur. Þá er ég með
Hornauga Ásdísar Höllu Braga-
dóttur og Undir hrauni eftir
Finnboga Hermannsson. Á
náttborðinu er búin að vera
lengi Spámennirnir í Botnleysu-
firði eftir Kim Leine. Einnig eru
þar Sænsk gúmmistígvél eftir
Henning Mankell, Þorpið eftir
Ragnar Jónsson, Leitin að
klaustrunum eftir Steinunni
Kristjánsdóttur og Uendelige
verden eftir Ken Follett.
Áttu þér uppáhaldsbókabúð?-
Eymundsson í Kringlunni
(stærri).
Hvað áttu margar bækur í
bókahillunum heima hjá þér?
-Ég hef ekki hugmynd um það
en þær skifta einhverjum
hundruðum, jafnvel þúsund-
um. Við hjónin erum mikið
bókafólk og líður vel innan um
bækur, við höfum bækur með
okkur í ferðalög og lesum bæði
alls konar bækur.
Hvað kaupirðu eða eignast að
jafnaði margar nýjar bækur yfir
árið? -Með tilkomu kiljanna
kaupi ég fleiri bækur en áður,
misjafnt milli ára, kannski
fimm til tíu bækur.
Eru ákveðnir höfundar/bækur
sem þú færð „alltaf“ í jólagjöf?
-Nei, en ég fæ alltaf bækur í
jólagjöf og gleðst yfir því.
Hefur einhver bók sérstakt gildi
fyrir þig? -Ég get ekki sagt það.
Reyndar þykir mér mjög vænt
um bókina Hroki og hleypi-
dómar eftir Jane Austin vegna
þess að höfundurinn olli svo
miklum straumhvörfum með
þeirri bók og öðrum bókum
sínum á öld þegar konur höfðu
nánast enga rödd í bók-
menntum.
Hefur þú heimsótt staði sem
tengjast bókum eða rithöfund-
um þegar þú ferðast um landið
eða erlendis? -Já, ég hef gert það
en ekki sem neina pílagrímaferð,
heldur hefur það þá verið inni í
ferðaáætlun.
Ef þú ættir að gefa einhverjum
sem þér þykir vænt um bók,
hvaða bók yrði þá fyrir valinu?
-Það færi nú eftir einstak-
lingnum sem ætti í hlut. Myndi
reyna að finna gjöf við hæfi. Ég
myndi gefa fullorðnum ein-
staklingi Góða dátann Sveijk
eftir Jaroslav Hasek, barni
myndi ég gefa Bróður minn
Ljónshjarta eftir Astrid Lind-
gren og unglingur fengi Hobbit
eftir J.R.R. Tolkien.um tíðina? -Þær eru svo margar
að ég get ekki gert upp á milli.
Ég hef alltaf haldið mikið upp á
Íslandsklukkuna og Sölku
Völku og reyndar fleiri bækur
Laxness, Vesturfararnir eftir
Vilhelm Moberg, Kristín
Lafransdóttir eftir Sigrid
Undset, Grát ástkæra fóstur-
mold eftir Alan Paton og Jóns-
vökudraumur eftir Olaf Gullvåg
eru meðal uppáhaldsbóka. Svo
nefni ég líka Laxdælu og Egils
sögu svo maður fari í Íslend-
ingasögurnar.
Hver er þinn uppáhaldsrit-
höfundur og hvers vegna?
-Þeir eru margir og mismun-
andi. Góður rithöfundur nær
til þín á einhvern hátt, segir
áhugaverða sögu og/eða flytur
þér einhvern boðskap sem
geymist hjá þér. Svo eru líka
góðir höfundar sem kunna að
vekja spennu og leysa flóknar
gátur. Ég hef dálæti á mörgum
slíkum höfundum. Gömlu
skandinavisku höfundanir,
Hamsun og Selma Lagerlöf,
auk þeirra sem áður hafa verið
nefndir, John Steinbeck og
William Faulkner, Graham
Greene, J.R.R. Tolkien, Dorothy
Le Sayers, Jane Austin, Astrid
Lindgren, John Galsworthy og
margir fleiri. Af íslensku
höfundum eru það margir sem
vert væri að nefna: Laxness og
Gunnar Gunnarsson, Einar
Benediksson, Ólafur Jóhann
Sigurðsson, Böðvar Guð-
mundsson, Fríða Á. Sigurðar-
dóttir, Steinn Steinarr, Vilborg
Davíðsdóttir, Kristín Marja
Baldursdóttir, Einar Kárason,
Auður Jónsdóttir og Arnaldur
Indriðason svo nokkrir séu
nefndir. Hannes Pétursson er í
uppáhaldi hjá mér bæði sem
ljóðskáld og sagnamaður.
Guðrún frá Lundi var frábær
sögukona og bók hennar,
Dalalíf, er merkileg heimild um
EFTIRMINNILEGASTA JÓLAGJÖFIN
Þuríður Helga Jónasdóttir Hólum í Hjaltadal
Gullfallegur dúkkuvagn
Þegar ég var 6 ára fékk ég
eftirminnilega jólagjöf. Ég er
yngst fjögurra systkina og sú
eina sem lék mér með dúkkur af
okkur systrum. Það var ekkert
of mikið til af peningum til
jólagjafakaupa en þessi jól var
móðir mín ákveðin í því hvað
ég fengi.
Á aðfangadagskvöld hringdi
dyrabjallan og systir mín og
bróðir fóru með mig til dyra
og fyrir utan stóð gullfallegur
dúkkuvagn, hvítur og blár eins og lítill Silver Cross. Þau sögðu mér
að sjálfsögðu að jólasveinninn hefði komið með hann handa mér en
seinna frétti ég að mamma hefði farið í Liverpool á Laugaveginum
– sem var leikfangaverslun – og keypt þennan vagn handa mér. Og
hann var mikið notaður í framhaldinu og er ennþá til.