Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 26

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 26
26 48/2018 EFTIRRÉTTUR Panna cotta með mojito jarðaberjum Einhver áramótin vorum við að vandræðast með eftirrétt og duttum svo niður á uppskrift að Panna cotta á netinu sem við höldum mikið upp á. 250 ml rjómi 250 ml nýmjólk 2½ matarlímsblað 50 g sykur 1 vanillustöng Mojito jarðaber: 250 g jarðaber 4-5 myntulauf 3 tsk hrásykur 1 lime Sykraðar heslihnetur: 2 msk sykur 50 g hakkaðar heslihnetur Aðferð: Matarlímsblöðin lögð í kalt vatn. Rjóminn, mjólkin, og sykur- inn sett í pott ásamt fræjunum úr vanillustönginni. Við hendum stönginni sjálfri út í á eftir. Hitað á miðlungshita upp að suðu en tekið af hita áður en suðu er náð. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og bætið þeim út í og hrærið á meðan þau leysast upp. Gætið þess að blöðin leysist alveg upp. Blandan er látin ná stofuhita og svo hrært í henni áður en henni er hellt í glös. Glösin eru svo sett inn í ískáp í a.m.k. tvo tíma. Heslihneturnar eru hitaðar við miðlungshita og settar til hliðar. Sykurinn er bræddur á pönnu og hnetunum bætt út í þegar sykurinn er orðinn ljósbrúnn. Hrærið saman í um eina mínútu og dreifið svo úr hnetunum á bökunarpappír og látið kólna. Hnetunum er dreift jafnt á glösin. Jarðaber og myntulauf skorin smátt og sett í skál ásamt hrásykrinum. Börkur af lime rifinn út í og smá limesafi kreistur yfir. Geymt í kæli og sett ofan á hnet- urnar þegar maturinn er borinn fram. Við skorum á vini okkar Andra Þór Árnason og Margréti Öldu Magnúsdóttur. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól. FEYKIFÍN AFÞREYING Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Eitt af frægum fimm ég er. „Fljótt“ er sama og „að mér“. Finna má í markaskrá mig sem glíman byggist á. Feykir spyr... Einhver hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Spurt á Féslurk UMSJÓN palli@feykir.is „Einu sinni var mamma komin með sjö óþekk börn í pokann sinn þegar ég náði að lauma mér sjálfur í pokann. Svo þegar hún opnaði pokaskjattann rak ég trýnið framan í hana, klappaði saman höndunum fyrir ofan höfuðið á mér og öskraði HÚH! Hún varð alveg brjáluð enda pissaði hún í brækurnar og krakkaormarnir sluppu.“ Stúfur „Einn frændi minn, hann Pönnusleikir; lét mig einu sinn sleikja glóandi pönnu. Ég var í 32 ár að jafna mig í tungunni.“ Pottasleikir Ótrúlegt en kannski satt... „Hvernig getur einn jólasveinn farið heim til allra barna á landinu og gefið þeim í skóinn á einni nóttu?“ er spurt á Vísindavefnum. Því er ekki auðsvarað en á landinu eru um 70.000 börn 15 ára og yngri. Ef við hugsum okkur að jólasveinninn hafi í mesta lagi 12 klukkustundir til að færa þeim öllum gjöf í skóinn, þarf hann að setja g jafir í 97 skó á hverri mínútu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá þarf jólasveinninn að burðast með 14 tonn af g jöfum þegar hann leggur af stað hvern morgun ef meðalþyngd g jafar er 200 g. Tilvitnun vikunnar Í hvað þú eyðir jólunum er mun mikilvægara en hversu miklu. :: Henry David Thoreau FORRÉTTUR Humar með heimagerðu hvítlaukssmjöri Aðferð: Humarinn er hreinsaður, skelin klippt að ofan og fiskurinn lagður ofan á skelina. Humar- hölunum er raðað á ofnskúffu og smá klípa af hvítlaukssmjöri sett á hvern hala. Sett í heitan ofninn og eldað við 200°C í 5–7 mínútur, fer eftir stærð. Hvítlaukssmjör: 250 g íslenskt smjör 6-8 hvítlauksgeirar ½ -1 rauður chilli (eftir smekk) 1 búnt fersk steinselja Aðferð: Setjið allt saman í mat- vinnsluvél (við notum litla matvinnsluvél sem fylgdi töfra- sprotanum) og vinnið vel saman. Best er að gera smjörið daginn áður. AÐALRÉTTUR Grillaður lax með mango cutney og pekanhnetum Aðferð: Beinhreinsið laxinn og þerrið hann lítillega. Laxaflakið er svo skorið og mango chutney smurt yfir hvern bita. Pekanhenturnar eru hakkaðar gróft og léttristaðar á þurri og meðalheitri pönnunni og loks stráð yfir laxinn. Lykillinn að þvi að grilla lax er að hafa grillið hreint og funheitt. Við notum ekki álbakka eða álpappír, laxinn fer beint á grillið á roðhliðinni og eldast þannig. Setjið lokið á grillið og leyfið laxinum að grillast í 6 - 8 mínútur þá ætti hann að vera tilbúinn. Eins og með annað fiskmeti þarf að gæta þess að ofelda ekki laxinn og taka hann af grillinu rétt áður en hann verður klár. Meðlæti: Klettasalat með rauðri papriku og perum. Kartöflur í ofni: Hefðbundnar og sætar kartöflur skornar í teninga og settar í plastpoka. Ólífuolíu hellt yfir, smá salti og smá rósmarín stráð yfir, snúið upp á pokann og hann hristur til og frá. Kartöflurnar settar í eldfast mót og ofnbakaðar á 200°C í 40-50 mínútur. „Já, það var um miðja 18. öldina þegar Skúli fógeti flutti inn innréttingarnar frægu. Þar leyndist ein vængjahurð sem ég skellti svo fast að hún kom á ógnarhraða til baka og beint á nefið á mér sem brotnaði í þrennt. Ég á enn í þessu m.a. kem ég puttanum ekki nema hálfa leið þegar ég bora í nefið.“ Hurðaskellir Gestur og Erna. MYND: ÚR EINKASAFNI „Mér finnst alveg ótrúlega gaman að gefa pabba mínum kryddbjúga eða pepperóní. Hann verður svo fúll því hann fær alltaf niðurgang og rekur við í nokkra daga með ægilegum látum. Þetta er eins og lyktin hjá Ómari á Gili þegar hann er að bera á túnin.“ Bjúgnakrækir Sudoku SVAR VIÐ VÍSNAGÁTUNNI:: Bragð. Humar, grillaður lax og Panna cotta „Við þökkum Hafdísi og Stefáni fyrir áskorunina,“ segja mat- gæðingar vikunnar þau Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen á Sauðárkróki. „Á okkar heimili er oftast eldað hratt í miklum látum og hversdagsmatur er iðulega á matseðlinum. Okkur finnst báðum skemmtilegt að elda og þegar tækifæri gefst þá finnst okkur afar skemmtilegt að gera tilraunir í eldhúsinu.“ ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Erna og Gestur á Sauðárkróki matreiða

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.