Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 24

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 24
24 48/2018 www.skagafjordur.is N Ý PR EN T eh f. / 1 22 01 8 TILLAGA að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 Breytingar A-G Blöndulína 3, Sauðárkrókslína, virkjanakostir, urðunarsvæði, tengivirki, efnistökusvæði og iðnaðarsvæði Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 12. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009- 2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í tillögu felst (A) lega Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, (F) ný efnistöku- svæði vegna framkvæmda og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð. Í tillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Skipulagsgögnin verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is, í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-19, 550 Sauðárkróki, og hjá Skipu- lagsstofnun í Borgartúni 7b. Ábendingum og athugasemdum við tillögu að aðalskipulagsbreytingum skal senda til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið jobygg@skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Aðalskipulag Skagafjarðar á póstfangið, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 17-19, 550 Sauðárkróki. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til mánudagsins 4. febrúar 2019. Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingartillöguna og verður hann auglýstur síðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar Gersemi og Erna. Guðmundur er ljúfmenni og á gott með samskipti við fólk. Stundum þyrfti hann að skoða betur innihald en umbúðir, glans- húðin slitnar oft fljótt og ýmis- legt lakara getur komið í ljós. Láttu ekki blekkja þig Guð- mundur. Lögðum við nú spil fyrir stjórnarandstöðuna. Frygg, Gói, Sýn, Eir og Máni Af þessum spilum má ráða að þar þurfa menn að girða sig í brók og fara að vinna betur saman, það er fátt sem sameinar menn þar nema að vera á móti sitjandi ríkissjórn. Sjónarmiðin eru alltof mörg og stefnan í sitthvora áttina svo þeim reynist erfitt að veita stjórninni nauðsynlegt aðhald. Landshlutaspár Lagðar voru nú rúnir, spil og rýnt í kristalskúlu fyrir hvern landshluta. Það er mikill kraftur yfir Suðurlandi bæði í fólki, fyrirtækjum og náttúrunni, ætlum samt ekki að fara að spá einhverjum eldgosum. Sú mikla uppbygging sem þar á sér stað heldur áfram og ekki síst er mikill uppgangur í því sem er heilsutengt, hvort sem það er nú nýbygging sjúkrahúss eða bara almenn heilsuefling þarna á Stór - Reykjarvíkursvæðinu, skal ósagt látið. Vesturlandið er ekki alveg á sömu bylgjulengd, þar er eitthvað sem fer ekki eins og áætlað var, einhverri fram- kvæmd sem miklar væntingar voru bundnar við mun verða frestað eða hætt við. Það er lítið annað að gera en að taka því eins og hverju öðru hundsbiti en vonbrigðin eru mikil. Á Norður og Austurlandi er eins og menn hafi ekki verið að hugsa til framtíðar, hafi ekki sett sér nógu löng markmið, það dugar ekki að hugsa bara um morgundaginn. Ekki vantar tækifærin, en þau þarf að nota. Þarna fara menn að nota skynsemina og samningar verða gerðir og meiri samstaða verður meðal þessara landshluta heldur en oft áður. Ný fyrirtæki og heldur fjölgar fólki. Veðurspá Að lokum er það veðurspáin fyrir okkar svæði. Upp úr áramótum kemur leiðindakafli en hann stendur stutt og síðari hluti janúar og fyrsta vika þorra verða flestum hagfelld. Kyndilmessuhvellur á sínum stað, sem veit á gott enda blíða það sem eftir lifir af febrúar. Útmánuðir verða nokkuð umhleypingasamir, þó engin stórviðri. Sumarkoman færir okkur hlýindakafla, en eins og oft áður er skitið í nytina undir mánaðamótin apríl-maí, trúlega páskahret. Sauðburðar- tíð allgóð utan kalsarigning eða slydda um miðjan maí. Sumar- mánuðirnir júní og júlí líta allvel út þó eitthvað kólni um fardaga. Síðari hluti júlí hlýr og heyskapartíð góð. Úrkomu- samara í ágúst en flæsur inn á milli. Fremur votvirðasamt til gangna. Október lakari en undanfarin ár og endar með kuldakasti sem stendur fram um miðjan nóvember. Desem- ber blíður allt til áramóta og von á rauðum jólum sem sumir fagna en aðrir kvarta sáran yfir snjóleysi. Við fengum þá ósk að spá fyrir um hvort Tindastóll myndi ná að landa bikar í körfubolta karla. Við urðum við þeirri beiðni og satt að segja sáum við strax eftir því að hafa eitthvað verið að rýna í þessi mál, enda höfum við ekkert vit á körfu- bolta nema það að við vitum að Stólarnir hafa verið að standa sig frábærlega. Niðurstaðan var nefnilega ekki í samræmi við væntingar þess aðila sem ósk- aði eftir svari. Munið að lífið er núna og njótið þess að vera til og hafið hugfast að gott er að gleðjast góðum með. Óskum ykkur gæfu og gleði á nýju ári og fullt af ævintýrum. Völvurnar sjá ekki að Stólarnir landi bikar í körfunni þetta tímabil. MYND: ?!?! Munið að lífið er núna og njótið þess að vera til. MYND: ÓAB Sumarmánuðurnir júní og júlí líta vel út og heyskapartíð góð. MYND: ÓAB Mörg eru tækifærin á Norðurlandi, ekki síst í ferðaþjónustunni. MYND: ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.