Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 4
4 48/2018 Styrkja ljósakaup Sauðárkrókskirkju Kiwanisklúbburinn Drangey Fram kom við afhendinguna, sem fram fór í Ljósheimum að viðstöddu fjölmenni, að gömlu ljósin hafi verið orðin léleg og mörg hver ónýt þar sem ekki fengust hlutir til að viðhalda þeim. Stjórn safnaðarnefndar leitaði fyrir sér með styrk til verksins og voru Kiwanismenn fúsir til að leggja fram fjármuni enda kom fram í ræðu Ingimars Jóhannssonar, af þessu tilefni, að Kiwanisklúbburinn hafi verið góður bakhjarl kirkjunnar lengi. Ljósin eru þegar komin upp og búin að sanna ágæti sitt í svartasta skammdeginu. Þess má og geta að félagar í Kiwanisklúbbnum halda utan um uppsetningu og viðhald á ljósakrossum í kirkjugarðinum á Nöfum og hafa staðið vaktina alla laugardaga frá byrjun nóvember. Að sögn Steins Ástvaldssonar verður síðasti viðverudagur nk. laugardag og eru þeir sem vilja setja ljósakross á leiði hvattir til að mæta þá. Á jólafundi Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki, sem haldinn var 12. desember sl., var Sauðárkrókskirkju formlega afhentur styrkur frá klúbbnum upp á 550 þúsund krónur. Fénu var ætlað að verja í endurnýjun á ljósum kringum kirkjuna og framan við safnaðarheimilið. Við afhendinguna í Ljósheimum: F.v. er Baldvin Kristjánsson, kirkjuvörður; Ingimar Jóhannsson, formaður sóknarnefndar; Sig- ríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur; Karel Sigurjónsson, forseti Kiwanisklúbbsins og Bjarki Haraldsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins. MYND: PF UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Jóla barnaball verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki föstudaginn 28. des. kl. 17:00. Allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir. Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð. Jólasveinarnir koma með glaðning ... Hóhó! ÞAKKIR FYRIR STYRK OG STUÐNING: Fisk Seafood – Steinullarverksmiðjan – Kaupfélag Skagfirðinga Skagfirðingabúð – Sveitarfélagið Skagafjörður – Árskóli - Aldan stéttarfélag Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra – Rögnvaldur Valbergsson 10. bekkur Árskóla – Nýprent – Feykir og velunnarar LIONSKLÚBBURINN BJÖRK LIONSKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS Sérfræðikomur í janúar 2019 www.hsn.is 7. JANÚAR Haraldur Hauksson alm/æðaskurðlæknir 21. – 22. JANÚAR Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir 23. – 25. JANÚAR Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir 31. JANÚAR – 2. FEBRÚAR Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4022 Fín eru ljósin sem birta upp kirkju og safnaðarheimilið. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.