Feykir


Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 20

Feykir - 19.12.2018, Blaðsíða 20
20 48/2018 fangið þitt þegar þú varst krakki? Rugguhesturinn minn. Besti ilmurinn? Hross, hey og nýbakað brauð. Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára? Sinéad O´Connor, Billy Idol, Pet Shop Boys, Depeche Mode, A-ha og ýmislegt sem var í tísku í þýskum tónlistar- heimi. Hvernig slakarðu á? Með því að syngja, fara í reiðtúr eða taka myndir. Svo er gott að setjast niður með glas af rauðvíni, kveikja á kertum og lesa. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Landinn og glæpamyndir. Besta bíómyndin? Þessu er erfitt að svara. Ég hef farið u.þ.b. tíu sinnum í bíó síðan ég flutti til Íslands. Myndir sem ég man eftir fyrir löngu síðan eru hryllingsmyndin Pet Cemetery eftir Steven King en sennilega var Go Trabi Go í uppáhaldi, sérlega skemmtileg mynd um austurþýska fjöl- skyldu sem ferðaðist til Ítalíu á Trabantinum sínum. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Að syngja í sturtu. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Folaldagúllas. Hvernig er eggið best? Nýtt og mjúkt ef soðið, gjarnan með sinnepsósu. Annars spælt. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Seinlæti. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hver er elsta minningin sem þú átt? Komin á hestbak á dráttarhest hjá afa. Ég var örugglega ekki eldri en tveggja ára. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég á margar bækur en bind mig ekki við neinn ákveðinn rithöfund. Finnst margt vert að lesa, allt á milli Grágásar og nýjustu bókarinnar hennar Yrsu. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Í alvöru? Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég hugsa að ég færi aftur á landnámsöld að fylgjast með Lýtingi setjast að á Lýtingsstöðum. Það væri áhugavert að sjá hvernig allt leit út á þessum tíma. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þessi spurning veldur mér heilabrotum en ég mun komast að því þegar ég gef út ævisögunna mína. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Mongólíu í hestaferð en með stop over í Þýskalandi. Hvernig nemandi varstu? Sá besti. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Játn- ingin hjá biskupnum sem fermdi mig og hina krakkana. Ég er sko kaþólsk. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kokkur, snyrtifræðingur, sjóntækja- fræðingur, leikskólakennari og rithöfundur. Ég hef örugg- lega gleymt einhverju. Hvert var uppáhalds leik- NAFN: Evelyn Ýr. ÁRGANGUR: 1973. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Sveini Kunningja á Lýtingsstöðum, við eigum saman eðaleintakið hann Júlíus Guðna. BÚSETA: Bý á Lýtingsstöðum í Lýtingsstaðarhreppi hinum forna. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er fædd og uppalin í Austur-Þýskalandi og sjálfkjörinn Lýtingur síðan 1995. Ég er eina dóttir foreldra minna og á tvo bræður sitthvoru megin við mig. Mamma vann við bókhald í keramikverksmiðju áður en hún stofnaði ferðaskrif- stofu um leið og múrinn féll. Pabbi vann sem verk- fræðingur í kjarnorkustöð áður en hann fór að vinna á ferðaskrifstofunni hennar mömmu. STARF / NÁM: Ferðaþjónustubóndi og bóndakona, húsmóðir með mastersgráðu í menningarfræði, leiðsögumaður og stundakennari í ferðamálum í Háskólanum á Hólum HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Það er kominn vetur og ég fer í hvíld – eða þannig. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Evelyn Ýr

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.