Bæjarbót - 05.01.1990, Síða 12

Bæjarbót - 05.01.1990, Síða 12
Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og símar blaðsins eru 68060 og 68767. Bæjarbót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning og prentun: Stapaprent hf. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftasímar eru 68060 og 68767 m Skelltu þér í Bláa lónið! Hressandi og heilsubætandi Skrúðgarður á framkvæmdalistanum? í haust seint var Kjartani Mogensen falið að teikna upp garðinn í kring um styttuna fyrir aftan Sjómannastofuna og Ahaldahúsið. Hann hefur nú skilað sínu verki. Árangurinn sést hér með. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um að framkvæma þessa útfærslu enn sem komið er. Málið er í skoðun. Hvað finnst ykkur? Til hamingju með nýja togarann ! Á síðustu árum hefur sú óheillaþróun átt sér stað í Grindavík og Suðurnesjum að aflakvóti og bátar hafa verið seldir burt af svæðinu. Vesturhöfnin er ekki nema svipur hjá sjón, aðeins örfáar fleytur eftir. En mitt í svart- nætti ömurleikans logar kyndill sem lýsir æ skærar. Samhent fjölskylda haldin óbilandi trú á bænum okkar og framtíð fiskveiða og fisk- vinnslu á íslandi kaupir frystitogara fyrir 500.000.000 til Suðurnesja með góðan kvóta. Ég hef orðið var við það hvernig þetta framtak hefur gefið mönnum hér meiri von og lyft undir trú manna á framtíð bæjarins. Nú standa spjótin á bæjarstjórn að vinna af ofurkappi að því að fá höfnina dýpkaða svo tog- arinn geti athafnað sig í Grindavíkurhöfn. Tómas, Eiríkur og Gunnar til hamingju með skipið og megi nú dæmið ganga upp. Togaranum og áhöfn hans fylgja óskir um gifturíkt starf og farsælar heimkomur. Jón Gröndal. Tveir símar 68060 og 68767 Flakkarinn - Bæjarbót .. .; ■ Sparisjóðurinn er tilbúinn að veita yður alls kyns fjármálalega ráðgjöf. 5. _ Vegna kaupa og sölu á húsnæði Vegna húsbréfakerfisins Vegna ávöxtunar sparifjár Við gerð greiðsluáætlana. li f .... ' ~ tk* Ráðgjöfin er öllum opin og er að Suðurgötu 4 eða í síma 15800. ■ Leggðu launin þín reglulega beint inn á reikning hjá okkur! Þá áttu kost á launaláni allt að 350.000.-! Sparisjóðurinn er ekki síður stofnun launþeganna, en þeirra sem launin greiða! Sparisjóðurinn er með um 60% af markaðnum! Mest varð aukning í Grindavík eða 56,5% Hver passar aurana þína? Við tökum vel á móti þér! SPARISJÓÐURINN Víkurbraut 62 Grindavík Sími 68733 ,«íw ‘kí i •k\ II K<Jc W: gkV; Jys. ’/X /o V 4 '.V m M m ,'^ý £lr, 0 m m ■m Siy 'Tlí' ífi >0, fe;. m rrt:K « r w 4 " óIt tíjr'í m

x

Bæjarbót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.