Bæjarbót - 01.09.1990, Side 6
6 Bæjarbót, óháð fréttablað
September 1990
borg. Eftir það hugðist ég fara
aftur til Keflavíkur, en var þó
alveg til í að breyta svolítið til.
Þegar ég svo sá að Grindvíkinga
vantaði bæði orgelleikara og
skólastjóra fyrir Tónlistarskól-
ann ákvað ég að slá til enda
þekki ég vel til hérna og veit að
hverju ég geng“.
Hvað er að frétta af starfsemi
Tónlistarskólans, er boðið upp á
nýjungar?
,,Já, þetta hefur farið mjög
vel af stað. Skólanefndin, sem
skipuð er Guðmundi Kristjáns-
syni, Einari Bjarnasyni og
Fanný Erlingsdóttur, er kröft-
ug og full af áhuga. Einnig er
mikill vilji hjá bæjaryfirvöldum
til að gera veg skólans sem mest-
an. Aðsókn er framúrskarandi
góð. Þegar eru komnir um 50
nemendur í einkatíma, fyrir
utan blásarasveit og forskóla.
Helstu nýjungar verða kennsla á
tréblásturshljóðfæri, klarinett
og þverflautur. Einnig hef ég
fengið gítarkennara, sem kennir
klassískan gítarleik. Síðan eru
auðvitað málmblásturshljóð-
færin, þau eru flest gengin út,
þó er hægt að bæta við á básúnur
og dýpri blásturshljóðfæri.
Einnig kennum við á píanó,
orgel og harmonikku“.
Hvað geturðu sagt lesendum
um kórastarfsemi hér í vetur?
,,Ég tel að í svona litlu bæjar-
félagi sé óþarft að vera með tvo
kóra, þ.e. samkórinn og kirkju-
kórinn. Þannig að ég bryddaði
upp á því hvort þeir vildu ekki
bara starfa saman, sem einn
blandaður kór. Mér sýnist að
i M
svo geti orðið og æfingar eru
þegar hafnar. Þetta verður um
30 manna kór og andrúmsloftið
er aldeilis gott! Við verðum
alltaf með sameiginlegar æfing-
ar á fimmtudagskvöldum kl.
8.30-10.30 og við æfum bæði
upp veraldlegt og kirkjulegt pró-
gram. Margir halda að þetta
verði mikil binding í kirkjunni,
en það er það ekki þegar við
höfum svona fjölmennan kór,
því við guðþjónustur þarf alls
ekki fjölmennan kór. Séræfing-
ar, raddæfingar, fyrir karla og
konur verða svo á mánudögum.
Við stefnum að því að syngja á
Aðventutónleikum 9. desember
í kirkjunni. Ég vil endilega geta
þess að nýjar raddir eru hjartan-
lega velkomnar í kórinn. Ef fólk
vill efla sig í frábærum félags-
skap er kórinn tilvalinn vett-
vangur“.
Líst þér vel á að vera kominn
hingað til Grindavíkur til starfa?
,,Já, mjög vel. Ég hef mætt
mjög jákvæðu hugarfari og
straumum í sambandi við störf
mín hér. Sérstaklega vil ég
þakka skólanefndinni sem hefur
stutt vel við mig. Ég vænti þess
að það verði virkilegur menn-
ingarauki að starfinu, að við
komum upp góðri blásarasveit
og góðum kór, sem mikils má
vænta af. Þá er hugmyndin að
koma upp barna og unglinga-
kór. Það verður nóg að gera hér
og hér ætla ég að búa og helga
mig mínum störfum og mér líst
mjög vel á þetta. Er raunar full-
ur bjartsýni“ sagði Siguróli
Geirsson að lokum.
Siguróli Geirsson í Bœjarbótarviðtali:
„Hér hef ég mætt jákvæðu
hugarfari og straumum til
tónlistarmála“
— milli 70 og 80 nemendur við nám í Tonlistarskóla
Grindavíkur. Fastir kennarar 3 og 2 stundakennarar
Siguróli Geirsson er fertugur
Keflvíkingur. Hann er nú geng-
inn til liðs við Grindvíkinga á
tónlistarsviðinu. Orðinn organ-
isti við Gríndavíkurkirkju og
skólastjóri Tónlistarskóla
Grindavíkur. Foreldrar Siguróla
voru Geir Þórarinsson organisti
og vélstjóri, ættaður úr Arnes-
sýslu og Margrét Eyjólfsdóttir
frá Buðlungu í Grindavík. Þau
bjuggu fyrst í Grindavík og
fluttust til Keflavíkur um 1940.
Tiu árum síðar fæddist þeim
sonurinn Siguróli. Á vissan hátt
má segja að hann sé nú kominn
heim. Bæjarbót bað Siguróla
fyrst að segja frá fyrstu kynnum
sínum af tónlistinni.
,,Faðir minn var mikið í tón-
list, hafði yndi af söng og var
organisti í Keflavík og Njarðvík
1960-1977. Þannig að strax í
bernsku minni var töluvert um
tónlist á heimilinu, bæði söng og
hljóðfæraleik. Síðan þegar
stofnuð var drengjalúðrasveit
við Barnaskólann í Keflavík fór
ég í hann og lærði á klarinett. Þá
var ég 10 eða 11 ára. Upp úr því
fór ég í Tónlistarskólann og fór í
píanónám og hljómfræði.
Byrjaði sem organisti í Keflavík
1968 við barnastarfið. Þaðan lá
leiðin í Tónskóla Þjóðkirkjunn-
ar til Dr. Róberts Abraham
Ottóssonar. Hann kom mér svo
inn í Tónlistarskólann í Reykja-
vík. Var svo samhliða í báðum
þessum skólum þar til ég lauk
burtfararprófi árið 1975 úr tón-
mennta- og blásarakennara-
deildum með fagott sem aðal-
hljóðfæri“.
Að námi loknu hafa væntan-
lega mörg verkefni beðið þín?
,,Á þessum tíma starfaði ég
mikið með kórum og spilaði
náttúrulega við barna- og æsku-
lýðsstarfið í Keflavík. Ég var
með Selkórinn á Seltjarnarnesi
og eftir námið fór ég aftur suður
með sjó og tók að mér kennslu í
Tónlistarskóla Njarðvíkur,
jafnframt því sem ég var þar
organisti. Þar var ég í eitt ár með
sameiginlegan kór úr Innri- og
Ytri Njarðvík og starfaði með
séra Páli heitnum Þórðarsyni og
því samstarfi lauk með mjög
skemmtilegri ferð til Skotlands.
Sungum þar við messur í Edin-
borg. Eftir það tók ég við af
föður mínum sem organisti við
Keflavíkurkirkju, haustið 1977.
Þar starfaði ég samfellt í 11
ár, jafnframt kennslu við Tón-
listarskólana á svæðinu. Á þess-
um árum starfaði ég m.a. með
Karlakór Keflavíkur og fór með
honum í söngferð til Kanada og
Bandaríkjanna. Kór Keflavíkur-
kirkju var afar virkur á þessum
tíma og við fórum til Luxem-
borgar og síðan í eftirminnilega
og fræga ferð til ísraels og
Egyptalands um jólin 1985 og
sungum þar á kóramóti og tók-
um þátt í helgihaldi. Þetta er
svona það helsta en af nógu er
að taka“.
Hvernig bar svo til að þú
ákvaðst að koma til Grindavík-
ur.
„Síðast liðinn vetur dvaldi ég
í Þýskalandi í framhaldsnámi í
orgelleik og kórstjórn í Ham-