Fréttablaðið - 07.05.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 7 . M A Í 2 0 2 0
✿ Aðgerðir stjórnvalda
fyrir einstaklinga
n Of litlar 41,0%
n Hæfilegar 55,6%
n Of miklar 3,5%
✿ Aðgerðir stjórnvalda
fyrir fyrirtæki
n Of litlar 18,5%
n Hæfilegar 63,7%
n Of miklar 17,8%
Hágæða harðparket
í miklu úrvali
Harðparket er með einstaklega
sterkt yfirborð sem býður upp
á mikinn umgang og viðhaldið er
svo til ekkert, svo er það líka fallegt!
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • parki@parki.is • 595 0570
EFNAHAGSMÁL Meiri ánægja ríkir
með þær aðgerðir sem stjórnvöld
hafa þegar kynnt fyrir fyrirtæki í
landinu en fyrir einstaklinga. Þetta
sýna niðurstöður nýrrar könnunar
sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið. Könnunin var fram-
kvæmd eftir að stjórnvöld kynntu
síðustu aðgerðir sínar í efnahags-
málum vegna COVID-19.
Af þeim sem taka afstöðu telja
tæp 64 prósent að aðgerðir stjórn-
valda fyrir fyrirtæki séu hæfilegar.
Álíka mörgum finnst aðgerðirnar of
miklar eða of litlar. Þannig segja 18,5
prósent að aðgerðirnar séu of litlar
en 17,8 prósent telja þær of miklar.
Tæplega 56 prósent þeirra sem
taka afstöðu telja aðgerðir fyrir
einstaklinga hæfilegar, 41 prósenti
finnst aðgerðir stjórnvalda fyrir
einstaklinga of litlar en aðeins 3,5
prósent telja þær of miklar.
„Þessar niðurstöður koma manni
í sjálfu sér ekki á óvart. Það eru auð-
vitað mjög margir í þeirri stöðu
að óttast um af komu sína. Núna
verður að fara að fókusera á þessa
grunnskyldu sem er að gæta þess að
afkoma fólks sé tryggð,“ segir Drífa
Snædal, forseti ASÍ.
Fólk sjái það ekki endilega í gegn-
um þær aðgerðir fyrir fyrirtæki sem
kynntar hafa verið þótt það hafi
verið hluti af því.
„Það er alveg ljóst að gera þarf
meira fyrir heimilin. Þar höfum við
auðvitað sérstaklega verið að tala
fyrir hækkun atvinnuleysisbóta og
fjölgun starfa,“ segir Drífa.
Ef horft er á menntunarstig skera
þeir sem hafa lokið grunnskólaprófi
eða minna sig úr. 62 prósent þeirra
telja aðgerðir fyrir einstaklinga of
litlar. Þá eykst hlutfall þeirra sem
telja of lítið gert með minni tekjum.
Könnunin sem var send á könn-
unarhóp Zenter rannsókna var
framkvæmd 1. til 4. maí. Í úrtaki
voru 2.300 manns 18 ára og eldri en
svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin
voru vigtuð eftir kyni, aldri og
búsetu. – sar
Heimilin þurfi
meiri aðstoð
Tæp 56 prósent telja aðgerðir stjórnvalda fyrir ein-
staklinga hæfilegar en 41 prósent að meira þurfi að
gera. Fleiri telja aðgerðir fyrir fyrirtæki hæfilegar.
Nánar á frettabladid.is
VIÐSKIPTI Smásölufélögin Hagar
og Skeljungur hafa haldið áfram
endurkaupum á eigin bréfum sam-
hliða því að setja starfsfólk á hluta-
bótaleiðina.
Skeljungur, sem er með rúm-
lega helming starfsmanna í skertu
starfshlutfalli, greiddi auk þess 600
milljóna króna arð í byrjun apríl.
Forstjóri Skeljungs segir að starfs-
hlutfall hafi verið skert til að forð-
ast uppsagnir. Laun hans og fram-
kvæmdastjórnar hafi verið lækkuð
verulega. – þfh / sjá síðu 10
Nýttu hlutabætur eftir arðgreiðslu
Þau sem tóku göngutúr á Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík gær virtu bæði fjarlægðarregluna um tvo metra
og hægri umferðarréttinn í hvívetna. Engin ný COVID-smit greindust hér þriðja daginn í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR