Fréttablaðið - 07.05.2020, Page 2
Fræðimenn óttast að allt
að 1,6 milljónir manna hafi
nú smitast í Brasilíu.
Veður
Snýst í norðan 5-10 m/s síðdegis
og þykknar upp um norðanvert
landið með lítils háttar slyddu-
éljum, en léttir til syðra. Hiti 6
til 13 stig að deginum, hlýjast á
Suðausturlandi, en kólnar norð-
austan til. SJÁ SÍÐU 18
Vor í Reykjavíkurhöfn
Axel, Hálfdán og Sölvi eru framtíðarfólk í kvikmyndagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UMHVERFISMÁL Þrír sextán ára
nemendur við Tækniskólann, Axel
Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán
Helgi Matthíasson og Sölvi Bjartur
Ingólfsson, eru sigurvegarar keppn-
innar Ungt umhverfisfréttafólk sem
Landvernd stendur fyrir. Er það
fyrir myndbandið Mengun með
miðlum sem þeir bjuggu til í skól-
anum um kolefnisspor samfélags-
miðla og streymisveita.
Piltarnir, sem allir eru á fyrsta ári
á vísinda- og tæknibraut, bjuggu
myndbandið til á aðeins tveimur
vikum sem lokaverkefni annar.
„Ég fékk hugmyndina að því að
rannsaka mengun af völdum sam-
félagsmiðla og streymisveita eftir
að ég hlustaði á hlaðvarp þar sem
þetta var rætt,“ segir Axel. „Þetta er
að verða stærra og stærra vandamál
eftir því sem notkun netsins eykst.
Samkvæmt okkar heimildum eru
fyrirtækin þó að gera sinn hlut til
að reyna að minnka sporið.“
Í myndbandinu, sem er um 12
mínútur að lengd og má nálgast á
Youtube, koma fram ýmsar sláandi
staðreyndir og tölur um orkunotkun
vegna samfélagsmiðla. Í hvert sinn
sem fólk opnar smáforrit, setur læk
við mynd, streymir myndbandi eða
hleður upp ljósmyndum, er notuð
orka. Gögnin eru geymd í orkufrek-
um gagnaverum, sem oft eru neðan-
jarðar og þurfa mikla loftkælingu.
Piltarnir taka nokkur dæmi af
losuninni, mældri í metratonnum,
en hver bíll losar að meðaltali 4,6
metratonn á ári. Facebook, sem 26
prósent jarðarbúa nota að staðaldri,
losaði 718 þúsund metratonn árið
2016. Á Snapchat eru send 3 millj-
arðar myndbanda á dag, 0,1 grömm
hvert, sem gerir því 300 metratonn.
Instagram og Twitter eru líka
tekin fyrir, en það sé þó lítið miðað
við streymisveitur eins og Netflix
og Youtube. Nefna þeir sem dæmi
að við að njóta lagsins Despacito,
sem kom út árið 2017, notaði heim-
urinn meiri orku en Afríkuríkin
Síerra Leóne, Sómalía, Tjad og Mið-
afríkulýðveldið nota á einu ári.
Piltarnir gefa einnig ráð um
hvernig best sé að minnka notkun-
ina, svo sem með því að slökkva á
autoplay-möguleikum, ekki vera
áskrifandi að ruslpósti og nota
fremur WiFi- en 4G-tengingar.
„Mestu skiptir að fólk sé með-
vitað um þetta vandamál og hugsi
um leiðir til að minnka það,“ segir
Axel. „Til dæmis að nota miðlana
minna og hlaða ekki inn hlutum að
óþörfu.“ Piltarnir gera sér þó fylli-
lega grein fyrir að samfélagsmiðlar
hverfa ekki á næstunni, þeir séu
hluti af nútímanum og til margra
hluta nytsamlegir. Til dæmis til að
fræða fólk um umhverfismál.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fólk ómeðvitað um
kolefnisspor netsins
Þrír nemendur við Tækniskólann unnu til verðlauna hjá Landvernd fyrir
myndband um kolefnisspor samfélagsmiðla og streymisveita. Þeir segja þetta
mikið vandamál sem fáir séu meðvitaðir um, enda mengunin ekki sýnileg.
Mestu skiptir að
fólk sé meðvitað
um þetta vandamál og hugsi
um leiðir til að minnka það.
Axel Bjarkar Sigurjónsson, nemi við
Tækniskólann
AKUREYRI Bæjarstjórn Akureyrar-
bæjar samþykkti í gær að verja allt
að 40 milljónum í markaðssetningu
innanlands til að styðja við ferða- og
menningarstarfsemi í bænum. Allir
ellefu fulltrúar bæjarstjórnar sam-
þykktu tillöguna og auglýst verður
eftir umsóknum á næstu vikum.
Með COVID-19 faraldrinum hefur
ferðaþjónustan á Íslandi hrunið og
hafa fyrirtæki á Akureyri fundið
fyrir því.
Í tilkynningu Akureyrarbæjar
kemur fram að sett verði af stað
markaðsátak fyrir Akureyri á
innanlandsmarkaði. Byggt verði á
sérstöðunni sem Akureyri býður
upp á, nánd við náttúruna og úti-
vistarmöguleika í bland við iðandi
mannlíf, af þreyingu, verslun og
fyrsta f lokks þjónustu. Þá verður
styrktarsjóður settur á laggirnar
sem ætlað er að styðja við mark-
aðsátakið og auka framboð afþrey-
ingar á Akureyri. – kpt
40 milljónir í
markaðsátak
Brúnin á landsmönnum hefur verið að léttast að undanförnu í takt við rísandi sól og jákvæðar fréttir af undanhaldi COVID-19 sjúkdómsins. Í gömlu
höfninni í Reykjavík ægir saman f leyjum af öllu tagi. Sum er verið að lagfæra eins og skipið sem stendur í slippnum við Mýrargötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rauða torgið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
COVID-19 Þrátt fyrir að jákvæðari
tíðindi af baráttunni við COVID-19
berist frá mörgum af nágrannaríkj-
um okkar berast slæmar fréttir frá
öðrum ríkjum.
Fjórða daginn í röð voru yfir tíu
þúsund tilfelli í Rússlandi og er land-
ið farið að nálgast Þýskaland, Frakk-
land, Bretland og Ítalíu í fjölda smit-
aðra þegar hægst hefur á útbreiðslu
veirunnar í þessum ríkjum.
Kórónaveiran var lengi að ná fót-
festu í Rússlandi og voru 63 staðfest
tilfelli í landinu 15. mars, mánuði
eftir að fyrsta tilfellið greindist í
landinu.
Undanfarna daga hafa rússnesk
stjórnvöld lagt aukna áherslu á að
skima eftir veirunni og með því
hefur fjöldi tilfella margfaldast á
stuttum tíma.
Á sama tíma er óttast að í Brasilíu
séu fleiri smitaðir en í nokkru öðru
ríki þó að fá tilfelli hafi verið stað-
fest. Búið er að staðfesta að 101 þús-
und eru smitaðir í Brasilíu og bætast
fimm þúsund við daglega en fræði-
menn við háskóla í São Paulo óttast
að allt að 1,6 milljónir séu smitaðar.
Það er annar tónn í ríkjum sem
liggja okkur nær því í gær var til-
kynnt um næstu skref í tilslökunum
á samkomubanni í Þýskalandi sem
gerir knattspyrnudeildinni kleift að
hefja leik á ný í næstu viku. – kpt
Veiran breiðist
út í Rússlandi
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð