Fréttablaðið - 07.05.2020, Side 6
Ég lít svo á að
atkvæðisréttur sé
jafn eins og sakir standa.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður
Miðflokksins
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra sagðist á Alþingi á
mánudag ætla að taka upp umræðu
um jöfnun atkvæða á þessu kjör
tímabili á fundi f lokksformanna á
föstudag. Var það eftir fyrirspurn
frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt
ur, formanni Viðreisnar, sem taldi
málefnið brýnt. Stefnt hafði verið
að því að taka þessa umræðu upp
á næsta kjörtímabili, 2021 til 2025,
sem hluta af heildarendurskoðun
stjórnarskrár.
Íslenska kjördæmakerfið og mis
vægi atkvæða hefur verið þrætuepli
um langa hríð og margar lagfær
ingar verið gerðar í gegnum tíðina.
Jafnvægi milli atkvæða og þingsæta
f lokka hefur að miklu leyti lagast
en misvægi á milli fjölmennasta og
fámennasta kjördæmisins er enn
tvöfalt.
„Ég lít svo á að atkvæðisréttur
sé jafn eins og sakir standa,“ segir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, og vísar til
f lokkanna. Undantekningar séu þó,
eins og að Framsóknarflokkurinn
hafi nú einum manni of mikið. „Þó
það komi meiri fjöldi þingmanna af
landsbyggðinni þá hallar á lands
byggðina víða og ekki æskilegt að
veikja hana með að breyta kerfinu,“
segir hann. Víða sé meira gert til að
styrkja landsbyggðina en hér, til
dæmis í Noregi.
Landsbyggðarkjördæmin eru víð
feðm og bent hefur verið á að hags
munir byggðarlaga fari ekki endi
lega saman, til dæmis Akraness og
Hofsóss. Sigmundur viðurkennir
að gallar séu á kerfinu en þetta sé
af leiðing af áratuga þróun. Hann
telur ekki heppilegt að landið verði
eitt kjördæmi og vísar í stjórnlaga
ráðskosninguna, þar sem aðeins
tveir af 23 kjörnum fulltrúum voru
af landsbyggðinni.
Þá segir hann umræðuna ótíma
bæra. „Það eru það mörg óleyst mál
í þessari stjórnarskrárvinnu að það
yrði ekki á það bætandi.“
Logi Már Einarsson, formaður
Samfylkingar, segist hrifinn af hug
myndinni um landið sem eitt kjör
dæmi. „Það yrði þá f lokkanna að
vega upp á móti öðru misræmi sem
skapast og tryggja að listar endur
spegli sem fjölbreyttastan hóp af
fólki,“ og vísar til búsetu, kyns og
stétta. „Samfylkingin hefur það
sem stefnu sína að laga atkvæða
misvægi í landinu. Við verðum að
taka umræðu um hvernig lýðræðið
virki sem best og allir hafi áhrif sem
þeim ber að hafa.“
Logi telur þetta mál þó ekki það
brýnasta að svo stöddu. „Í ljósi þess
að stór hluti þess tíma sem eftir er
af kjörtímabilinu mun fara í erfið
Atkvæðajöfnun sé ekki forgangsmál
Forsætisráðherra hyggst ræða jöfnun atkvæða á fundi flokksformanna á föstudag. Formaður Miðflokks segir réttinn þegar jafnan
en formenn Samfylkingar og Pírata segja málið ekki mjög brýnt. Munur atkvæðavægis er enn tvöfaldur á milli tveggja kjördæma.
Framsóknarflokkurinn grætt 96 sæti á kerfinu
Framsóknarflokkurinn hefur
grætt mest á íslenska kjördæma-
og kosningakerfinu. Stuðningur-
inn er mestur á landsbyggðinni,
þar sem atkvæðavægi er meira en
á mölinni. Eins og aðrir stórflokk-
ar hefur hann grætt á 5 prósenta
þröskuldi á jöfnunarþingsæti.
Ef þá- og núverandi kjördæma-
kerfi eru borin saman við kerfi
þar sem landið er eitt kjördæmi
með engan þröskuld, hefur Fram-
sóknarflokkurinn grætt 96 þing-
sæti. Mest árið 1956, níu talsins,
þegar flokkurinn myndaði
Hræðslubandalagið með Alþýðu-
flokki til þess að nota kerfið. Á
fyrstu áratugunum græddi hann
að meðaltali fimm sæti í hverjum
kosningum á kerfinu. Síðar hefur
flokkurinn hagnast minna en þó
um fjóra menn árið 2013.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði á
kerfinu fyrstu áratugina, alls 19
sætum. En í seinni tíð hefur hann
verið að vinna þetta upp, aðal-
lega á kostnað smáflokka sem ná
ekki yfir þröskuldinn. Alls hefur
flokkurinn tapað fimm þing-
sætum á kerfinu frá árinu 1931.
Alþýðuflokkurinn tapaði mest
á kjördæmakerfinu, 27 sætum frá
1923 til 1999. Samfylkingin hefur
hins vegar verið að vinna sæti til
baka og er því heildartap þessara
tveggja krataflokka 24 sæti.
Ef við gefum okkur að Vinstri
græn séu arftaki Alþýðubanda-
lags, Sósíalistaflokks og Komm-
únistaflokks er heildartapið 18
sæti frá 1931. Vinstrimenn hafa
þó verið stöðugir í seinni tíð og
aðeins tapað einu sæti á 30 árum.
Hinir fjórir flokkarnir eiga
mjög stutta sögu. Miðflokkur og
Viðreisn hafa fengið jafn mörg
atkvæði og þeir hefðu fengið
í einkjördæmislandi. Píratar
hafa grætt eitt sæti í þrennum
kosningum og Flokkur fólksins
tapað tveimur, vegna þröskulds-
ins, árið 2016.
Kjördæmakerfið hefur verið lagfært í gegnum tíðina en kjósandi í Borgarnesi hefur þó enn tvöfalt vægi miðað við kjósanda í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SV NA Hlutfall
2003 4.440 2.730 2,09
2007 4.549 2.347 1,94
2009 4.850 2.366 2,05
2013 4.856 2.667 1,82
2016 5.249 2.685 1,95
2017 5.350 2.690 1,99
efnahagsmál, þá tel ég brýnast að
breyta breytingarákvæðinu. Að
þjóðin hafi beinni aðkomu að sam
þykkt stjórnarskrár, í stað þess að
breytingar þurfi að fara í gegnum
tvö þing,“ segir hann.
Smár i McCar thy, for maður
Pírata, hefur einnig efasemdir um
að jöfnun atkvæða eigi að vera for
gangsmál á þessum tímapunkti í
ljósi aðstæðna. „Ef okkur gefst tími
og ráðrúm er að sjálfsögðu gott að
taka umræðuna og vonandi kom
ast að niðurstöðu,“ segir hann. „Í
staðinn fyrir að taka þetta tiltekna
atriði fyrir væri betra að klára
stjórnarskrána sem þjóðin er löngu
búin að samþykkja.“
Hann er þó sammála því að jöfn
un atkvæða sé góð hugmynd og lýð
ræðið virki best þegar atkvæðin eru
jafn mikils virði. „Við Píratar höfum
haft í stefnuskrá að landið eigi að
vera eitt kjördæmi en það eru alltaf
einhver útfærsluatriði sem þarf
að huga að, ekki síst að breytingin
bitni ekki á minni samfélögum úti
á landi.“ Eðlilegt sé að gefa flokkum
frelsi til að útfæra framboðslista en
að sama skapi búast við því að þeir
hafi þroska til að sinna öllu landinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
✿ Enn mikill munur
Munurinn á Suðvestur- og Norð-
vesturkjördæmi er tvöfaldur þrátt
fyrir tvær tilfærslur þingsæta.
Minnisvarðinn Kindred Spirits í Midleton, Írlandi.
BANDARÍKIN Almenningur á Írlandi
hefur lagt fram hundruð milljóna
króna í hópfjármögnun til styrktar
innfæddum í Ameríku sem þjást
vegna COVID19. Eru þeir þar með
að endurgjalda greiða sem inn
fæddir gerðu þeim á nítjándu öld.
Árið 1847 safnaði Choctawætt
bálkurinn í Ameríku 170 Banda
ríkjadölum til að senda fólki á
Írlandi þegar hungursneyð herjaði
á landið. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir
að vera sjálfir bágstaddir og eiga lítil
sem engin tengsl við Írland.
Írar hafa lengi munað þessa hjálp
og stendur minnisvarði henni til
heiðurs í bænum Midleton á Írlandi.
Fjárframlögin frá Írlandi hófust
eftir að blaðamaður The Irish Times
deildi hópfjáröf lun Navajó og
Hopiættbálkanna á Twitter. Alls
hafa safnast næstum þrjár milljónir
Bandaríkjadala, þar af er meira en
hálf milljón sem er komin frá Írum.
„Þetta er mjög óvænt en það er
bara ótrúlegt að sjá samstöðuna
og sjá hversu mikið fólki sem er svo
langt í burtu þykir vænt um sam
félag okkar og hefur samúð með
því sem við erum að upplifa,“ sagði
Ethel Branch, skipuleggjandi hóp
fjáröflunarinnar í viðtali við frétta
stofu CNN. – atv
Írar endurgjalda innfæddum greiðann
JAFNRÉTTISMÁL Alls voru 34,7 pró
sent stjórnarmanna stórra fyrir
tækja á Íslandi árið 2019 konur.
Það er fjölgun um 1,1 prósentustig
miðað við árið á undan. Árið 2013
tóku að fullu gildi lög um að hlutfall
hvors kyns skyldi vera yfir 40 pró
sent í stjórnum stórra fyrirtækja
með fleiri en 50 launþega.
Um næstu áramót tekur gildi
lagabreyting sem felur í sér heimild
til beitingar dagsekta nái hlutfall
hvors kyns ekki 40 prósentum í
slíkum fyrirtækjum. Sektirnar geta
numið frá tíu þúsund krónum til
100 þúsund króna á dag.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Hagstofunnar var hlutfall kvenna
í stórum fyrirtækjum 12,7 prósent
árið 2007 og 9,5 prósent árið 1999.
Þá var hlutfall kvenna í stjórnum
fyrirtækja með færri en 50 launþega
26,1 á síðasta ári og hækkaði um 0,2
prósent frá árinu 2018.
Við lok síðasta árs voru konur
26,5 prósent stjórnarmanna fyrir
tækja sem greiða laun og eru skráð
í hlutafélagaskrá. Hlutfall kvenna
sem gegndu stöðu framkvæmda
stjóra var 23 prósent í lok síðasta
árs sem er hækkun um 0,3 prósent
frá árinu á undan.
Þá var hlutfall kvenna í stöðu
stjórnarformanna 24,3 prósent í lok
ársins 2019. – bdj
Konur enn í minnihluta í
stjórnum stórfyrirtækja
Hlutfall kvenna sem
gegndu stöðu framkvæmda-
stjóra var 23 prósent í lok
ársins 2019.
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð