Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 15
Reykjavíkurborg hefur
líka ákveðið að bæta 1.000
störfum við þau 822 sumar-
störf sem við höfðum áður
samþykkt.
Með hverri viku skerpist sú sýn sem við höfum á gríð-arlegt umfang neikvæðra
afleiðinga kórónaveirunnar. Afleið-
inga sem allir landsmenn takast nú
á við, á einn eða annan hátt. Einn
lítill en mikilvægur þáttur er áhrifin
á íþróttaiðkun barna og unglinga.
Íþróttafélögin standa nú frammi
fyrir ærnu verkefni, að takast á við
skerðingar á tekjum og starfsemi
vegna heimsfaraldurs kórónaveir-
unnar, án þess að það komi niður á
öflugu og samfélagslega mikilvægu
starfi þeirra.
Fjölmargar rannsóknir, íslenskar
jafnt sem erlendar, hafa sýnt fram
á þau jákvæðu áhrif sem skipulagt
íþróttastarf hefur á námsárangur,
líðan og sjálfsvirðingu barna og
ungmenna. Nær óþarft er að auki að
nefna forvarnargildi íþróttastarfs
gagnvart skaðlegri hegðun á borð
við af brot og vímuefnaneyslu. Þess
vegna hef ég lagt fram þingsálykt-
unartillögu um að öll börn 6-18 ára
fái gjafabréf upp á 25.000 krónur,
sem nýta megi til greiðslu iðkenda-
gjalda hjá íþróttafélögum í sumar
og næsta vetur.
Ríf lega 40.000 börn og ung-
menni voru skráðir iðkendur hjá
íþróttafélögum innan Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands sam-
kvæmt skýrslum sem var skilað
inn til sambandsins fyrir árið 2018.
Samdráttur í starfi íþróttafélaga, sér
í lagi skerðing á fjölbreytni starfs-
ins, eykur líkurnar á því að hópur
ungmenna muni falla úr eða aldrei
hefja þátttöku í íþróttastarfi. Því til
viðbótar er ljóst að erfiður fjárhagur
margra heimila vegna COVID-
19 mun einfaldlega draga úr getu
fólks til að standa undir kostnaði
við íþróttaiðkun barna og unglinga.
Gjafabréfið kemur í veg fyrir að
börn og ungmenni þurfi að láta
af þátttöku í skipulögðu íþrótta-
starfi vegna efnahagsástandsins og
dregur á sama tíma úr fyrirliggjandi
tekjutapi íþróttafélaganna. Það er
vissulega hörð samkeppni um
stuðning hins opinbera þessa dag-
ana. Þetta mál er hins vegar af þeim
toga að ég geri mér góðar vonir um
að það hljóti jákvæðar undirtektir.
Þetta verður öðruvísi íþróttaár,
en við getum látið það verða gott
íþróttaár.
Öðruvísi íþróttaár
Hanna Katrín
Friðriksson
Höfundur er
þingflokks
formaður
Viðreisnar
Borgarráð Reykjavíkur hefur, í þver pólitísku samráði, unnið að aðgerðum sem eiga
að styðja við heimilin og atvinnu-
lífið vegna afleiðinga COVID-19. Við
erum að sjá áður óþekktar stærðir í
atvinnuleysi í Reykjavík og við því
þarf að bregðast.
Störf í borginni
Nú á fyrstu dögum maímánaðar
höfum við kynnt aðgerðir og verk-
efni, sem hafa það markmið að
efla mannlíf og atvinnu í borginni.
Nýlega kynnti Reykjavíkurborg
aukna innspýtingu í viðhalds-
verkefni. Þar verður áhersla lögð á
mannaflsfrek verkefni, sérstaklega
við viðhald skóla og leikskóla.
Reykjavíkurborg hefur líka
ákveðið að bæta 1.000 störfum við
þau 822 sumarstörf sem við höfðum
áður samþykkt. Lögð verður áhersla
á störf fyrir námsmenn, úrræði fyrir
atvinnuleitendur og umsækjendur
um fjárhagsaðstoð. Með haust-
inu munum við leggja til frekari
aðgerðir með áherslu á einyrkja og
innflytjendur.
Skemmtileg borg
Íbúaráð fá fjármagn til að hvetja
til gleði og skemmtilegheita úti í
hverfunum. Styrkja á miðborgina,
með auknu mannlífi og menningu
fyrir alla. Við ætlum að fjölga við-
burðum, lífga við borgarrými og
markaðssetja miðborgina okkar
allra sem áfangastað Íslendinga.
Það er líka búið að samþykkja að
stækka menningarpott borgarinnar
til að efla menningu í borginni.
Í borgarstjórn á þriðjudag var
fjallað um ársreikning Reykjavíkur-
borgar 2019. Hann sýnir okkur að
fjárhagur borgarinnar er sterkur og
að borgin hefur þó nokkuð rými til
að takast á við komandi þrengingar.
Ef ekki tekst að ná tökum á atvinnu-
leysinu, sérstaklega með því að
störf snúi aftur og ný störf verði
til í einkageiranum, geta komandi
þrengingar þó orðið verulegar fyrir
sveitarfélög landsins.
Það þarf jafnvægi
Fjármálasvið Reykjavíkurborgar
hefur undirbúið nokkrar grein-
ingarmyndir fyrir komandi ár og
miðað við þá niðursveiflu sem við
erum í gæti frávik næstu fjögurra
ára orðið 60 milljarðar frá þeim
áætlunum sem Reykjavíkurborg
hafði gert.
Reykjavíkurborg mun því þurfa
að ná ákveðnu jafnvægi, þar sem við
tökum höndum saman um að halda
framkvæmdastigi uppi, styðjum
við þá íbúa borgarinnar sem þurfa
á hinu félagslega neti að halda,
hvetjum til gleði og lífs í borginni
en gerum borgina ekki fjárhagslega
ósjálfbæra þegar við komum upp úr
þessari niðursveiflu, sem spáð er að
verði jafnvel jafndjúp og kreppan
mikla í upphafi 20. aldar.
Þungt farg á mörg sveitarfélög
Sveitarfélögunum er mun þrengri
stakkur skorinn en ríkinu þegar
kemur að hugsanlegri tekjuöflun.
Hættan er sú að sveitarfélögin,
sem eru æðakerfi samfélagsins og
veita nauðsynlega grunnþjónustu,
verði lömuð til langs tíma, eigi þau
einungis að bregðast við með stór-
aukinni skuldsetningu.
Minni tekjur og aukin útgjöld
er áfall sem öll sveitarfélög munu
þurfa að takast á við. Ekki öll eru í
jafn sterkri stöðu og Reykjavíkur-
borg og getur þetta orðið mjög erfitt
fyrir mörg þeirra. Því hafa sveitar-
félögin kallað eftir samtali við ráð-
herra sveitarstjórnarmála til að
ræða aðkomu ríkisins til að styðja
við getu þeirra til að taka þátt í við-
námi, auka nauðsynlega velferðar-
þjónustu, ef la vinnumarkaðsað-
gerðir og auka framkvæmdir sínar.
Undir það ákall tek ég.
Æðakerfi samfélagsins
þarf að vera sterkt
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
formaður
borgarráðs
og oddviti
Viðreisnar í
Reykjavík
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 7 . M A Í 2 0 2 0