Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 16
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir söngkennari, Hafnarbraut 9, Kópavogi, lést 2. maí á Landspítalanum við Hringbraut. Vegna samkomutakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina sem fer fram 15. maí kl. 15. Athöfninni verður streymt á eftirfarandi slóð: https:youtu.be/Qm4h38HAjNE Ingi Kr. Stefánsson Gunnar Trausti Ingason Jón Kristinn Ingason Fida Abu Libdeh Hanna Ragnheiður Ingadóttir Bjarni Þór Pétursson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Inga Björg Ragnarsdóttir frá Sauðhúsvelli, Vestur-Eyjafjöllum, lést laugardaginn 2. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey frá Ásólfsskálakirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS-barnaþorpin. Sigmar Sigurðsson Einar Sigmarsson Rúnar Sigmarsson Unnur Sigmarsdóttir Þorsteinn Eyþórsson Sigurrós Sigmarsdóttir Arnar Svarfdal Þorkelsson og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, Smári Sigurðsson Skipasundi 79, lést 24. apríl. Útför hefur farið fram. Erna Sigurðardóttir Sigurður Þórðarson Gísli Sigurðsson Hólmfríður Sigurðardóttir Björn Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Hólmfríður Einarsdóttir Guðný Sigurðardóttir Ásgeir Baldursson Veisluhöldin verða innan marka og óverulegri en efni stóðu til. Bara lítið boð heima hjá mér fyrir þá nánustu. Ég ætla ekki að brjóta neinar reglur í samkomubanni,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir, leikari og markaðsstjóri, um hátíðahöld í tilefni f immtugs­ afmælisins sem er í dag. „Mér finnst þetta samt merkilegasta afmælið á lífs­ leiðinni og var búin að plana veislu en það passar ekki núna. Ég fagna bara meira þegar ég verð fimmtíu og eins.“ Hildigunnur ólst upp á Akureyri en er f lutt suður yfir heiðar. Hún kynntist ung leiklistinni og gerði sig gildandi í þeirri grein, bæði á sviði og tjaldi en segist lítið hafa komið nálægt henni síðustu ár. „Ég var í litlu hlutverki í Ófærð á sínum tíma. Mér finnst voða gaman þegar slík tækifæri koma upp og frábært að hitta fyrrverandi starfs­ félaga, en ég er alveg komin út úr þessu og í annað.“ Þetta annað er nefnilega dálítið annasamt, hefur að minnsta kosti verið það síðustu mánuði því Hildigunnur er markaðsstjóri í Heimkaupum. Verslun þar hefur stóraukist síðan COVID­19 kom upp. „Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Hildigunnur og viðurkennir að henni finnist gaman í hasar en vildi óska að þessi væri af öðrum ástæðum en hann er. „Ég hef heldur ekki fengið að taka þátt í honum á gólfinu því við sem erum á skrifstofunni vinnum úti í bæ og megum ekki koma inn í vöruhús­ ið, þar sem langmestur atgangur hefur verið. En við höfum auðvitað líka þurft að vinna hratt og láta hendur standa fram úr ermum til að bregðast við aðstæðunum, kaupa nýjan kæli, fjölga starfsfólki og af hendingartímum. Það hefur tekist býsna vel.“ Hildigunnur segist hafa verið mark­ aðsstjóri hjá Heimkaupum í fimm ár. „Ég fór í þetta fyrir hálfgerða tilviljun. Var að vinna sjálfstætt í bókabrans­ anum og vildi bæta við mig vinnu, var þá ráðin hér sem textaritstjóri, svo fór ég inn í markaðsmálin smám saman og varð markaðsstjóri. Þetta var allt mjög óvænt. Ég þurfti að vera f ljót að setja mig inn í það sem við átti hverju sinni og allt hefur gengið vel. Það er mikið búið að gerast, hver dagur skiptir máli, maður þarf alltaf að vera á tánum og tíminn hefur þotið áfram.“ En að það yrði allt í einu svona vin­ sælt að fá vörurnar sendar heim, kveðst Hildigunnur ekki hafa séð fyrir. „Verslun á netinu hefur bara allt í einu tekið stökk fram í tímann – hlaupið yfir nokkur ár.“ Heimkaup er í Kópavogi og Hildigunnur segir þau eiga marga fastakúnna víðs vegar um land. En þó mikið sé að gera hlýtur markaðsstjór­ inn að fá sumarfrí. Jú, Hildigunnur að að sjálfsögðu búin að skipuleggja það. „Ég ætla að ferðast. Er búin að panta hús í eina viku á Súðavík og ætla líka að heimsækja Trékyllisvík og Norður­ fjörð á Ströndum. Svo fer ég til Akur­ eyrar en það eru engar utanlandsferðir í kortunum.“ gun@frettabladid.is Fagna bara meira þegar ég verð fimmtíu og eins Hildigunnur Þráinsdóttir hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnaskorti undan- farið, hún er markaðsstjóri hjá versluninni Heimkaup sem sendir vörur í heimahús og hefur aldrei haft meira að gera. Hún á stórafmæli í dag en stórveislan verður að bíða. „Mér finnst þetta samt merkilegasta afmælið á lífsleiðinni,“ segir Hildigunnur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við sem erum á skrifstofunni vinnum úti í bæ og megum ekki koma inn í vöruhúsið, þar sem langmestur atgangur hefur verið. En við höfum auðvitað líka þurft að vinna hratt og láta hendur standa fram úr ermum til að bregðast við aðstæðunum. Merkisatburðir 1697 Höllin Tre Kronor í Stokkhólmi brennur til grunna. Talið er að íslenska handritið Ormsbók hafi eyðilagst í brunanum. 1810 Sir George Stuart Mackenzie og Henry Holland læknir koma til Íslands. Síðar skrifa báðir merkar bækur um ferð sína. 1908 Páll Einarsson er kosinn fyrsti borgarstjóri Reykja- víkur. 1928 Lög eru samþykkt á Alþingi um að stofnaður skuli þjóðgarður á Þingvöllum. 1946 Japanska raftækjafyrirtækið Sony er stofnað. 1951 Bandaríkin senda herlið til Íslands til að sjá um varnir þess, samningur þess efnis hafði verið undirritaður tveimur dögum fyrr. 1957 Helen Keller kemur í heimsókn til Íslands til að styðja og hvetja blinda og mállausa. Hún er sjálf bæði blind og heyrnarlaus og fræg fyrir réttindabaráttu sína. 1961 Keflavíkurganga á vegum hernámsand- stæðinga er gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur. 1978 Jarðgöng undir Oddsskarð, milli Eski- fjarðar og Neskaup- staðar, eru vígð. Þau eru í um 630 metra hæð og eru um 630 metra löng. 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.