Fréttablaðið - 07.05.2020, Qupperneq 20
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Það eru fáir ef einhverjir jafn samofnir hugmyndinni um svokallaðan grugg-klæða-
burð (e. grunge) og tónlistar-
maðurinn sálugi Kurt Cobain. Eitt
af því sem einkenndi hann var úfið
og tætt ljóst hár og notaður, oft
rifinn, fatnaður.
Ein skýringin á því hvers vegna
hann klæddist svo oft notuðum
fatnaði hefur verið sögð stafa af
auraleysi en einnig hefur verið
sagt að þetta hafi verið hans leið til
þess að gefa skít í auðvaldið, eins
konar and-tíska.
Hlýjar ömmupeysur
Kurt sótti í hlýjar, notaðar peysur,
oft úr ull, enda ólst hann upp í
hinni vætusömu Seattle og því
vanur að klæða sig vel. Peysunum
hefur verið lýst sem svokölluðum
„ömmupeysum“. Hann var líka
gjarnan í f lannelsskyrtum og
síðerma bolum. Skyrtur og bolir
sem hann klæddist voru margir
prýddir röndum og jafnvel blóma-
mynstri.
Gallabuxur virðast oftast hafa
orðið fyrir valinu hjá honum, yfir-
leitt tættar, rifnar og vel notaðar.
Það er óneitanlega hálf dapurlegt
að gera sér í hugarlund hver við-
brögð hans við fjöldaframleiðslu á
rifnum gallabuxum í dag yrðu. Þá
eru til nokkrar myndir af honum
í röndóttum náttfötum, að því er
virðist þeim einu og sömu, á sviði
jafnt sem uppi í rúmi.
Converse-skór einkenndu skó-
búnað hans og var hann gjarnan
með stór sólgleraugu, iðulega í
„kvenstíl“, en það sem var áreiðan-
lega hvað áhugaverðast við klæða-
burð hans er það hversu oft hann
klæddist kvenfatnaði og þá ekki
síst kjólum.
Pissað á karlmennskuna
Sjálfur ræddi Cobain oft karl-
mennskuna og að hann hefði
ungur átt erfitt með að tengjast
öðrum drengjum og hefði frekar
sóst í félagsskap stúlkna. Margir
hafa bent á femínískan tón í hugs-
Karlmennsku rokksins snúið á hvolf
Kurt Cobain hefur verið lýst sem óviljandi tískufyrirmynd, sem myndi eflaust fá hann til að snúa
sér við í gröfinni. Hann klæddist gjarnan notuðum fötum, ömmupeysum og jafnvel kjólum.
Kurt klæddist oft kjólum og er til
fjöldi tilkomumikilla mynda af
honum í kjólum af ýmsu tagi.
Á tónleikum í stórri röndóttri og rifinni síðermapeysu. MYNDIR/GETTY
Á tónlistarmyndbandahátíð MTV
’93, í röndóttum bol sem hann
notaði oft og rifnum gallabuxum.
Á verðlaunahátíð MTV ’92, í bol með mynd sem prýddi hulstur kassett
unnar „Hi How Are You: The Unfinished Album“ eftir Daniel Johnston.
Í kjól með Pétur Pankraga árið ’91.Í sinnepslitaðri ömmupeysu með kassagítar í fangi.
unarhætti hans og sjá má mörg
dæmi þess í textagerð hans.
Á Bleach, fyrstu breiðskífu Nirv-
ana, er að finna lagið „Been a Son“
sem sagt er vera eitt fyrsta dæmi
um gagnrýni hans á karlrembuleg
viðhorf. Þar syngur hann út frá
sjónarhorni föður sem óskar þess
að dóttir hans hefði fæðst sem
strákur. Boðskapur lagsins er að
mörgu leyti tímalaus þar sem
bæði sögulega og í samtímanum
er því miður enn að finna alltof
mörg dæmi um það að sveinbörn
eru talin eftirsóknarverðari en
meybörn, oft með hræðilegum
afleiðingum.
Í laginu „Territorial Pissings“,
sem vísar í þá athöfn þegar dýr
merkja sér svæði, oft tengt við
og notað sem samlíking á til-
hneigingu karlmanna til þess að
sýna fram á völd sín í nafni karl-
mennskunnar, söng hann: „Hef
aldrei hitt vitran mann, ef svo, þá
er það kona.“
Ljóst er að hægt er að túlka
klæðaburð Cobains á marga
þýðingarmikla vegu en annað sem
var áberandi og einkennandi í fari
Cobains var það hversu oft hann
klæddist sömu flíkunum eins og
sjá má á mörgum myndum. Er það
nokkuð sem flest okkar mættum
svo sannarlega taka til fyrir-
myndar.
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
FLOTT SUMARFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R