Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 07.05.2020, Síða 24
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Ef pallurinn er virkilega skítugur er best að nota grænsápu á hann og skúra hann vel með þvottabursta. 4 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RGARÐAR OG HELLULAGNIR Mögulega eru margir búnir nú þegar að þrífa pallinn og svalirnar. Sumir eru duglegir að drífa sig út á vorin til að þrífa og bera á pall og húsgögn. Aðrir vilja bíða eftir hlýrra veðri. Það þarf að bera á pallinn og það er gott að vera búinn að því þegar sólardagarnir koma. Misjafnt er hversu vel pallurinn kemur undan vetri en yfirleitt þarf að bera á hann árlega. Ef ekki er farið í hreinsun geta óhreinindin sest í viðinn sem getur leitt til örveru­ vaxtar sem skemmir hann. Ef pallurinn er virkilega skítugur er best að nota grænsápu á hann og skúra hann vel með þvotta­ bursta. Stundum þarf sterkari efni og háþrýstiþvott. Háþrýsti­ þvottur hreinsar vel svæðið en ekki er ráðlagt að þrífa viðinn þannig nema í sérstaklega erfiðum til­ fellum. Ef pallurinn er þveginn með háþrýstingi skal nota stút framan á slönguna. Til eru sérstakar viðar­ sápur sem henta vel í þrifin. Þegar búið er að skúra pallinn þarf hann að þorna. Stundum þarf að fara létt yfir hann með sandpappír en munið að vanda til verksins og fáið ráðlegg­ ingar hjá fagmönnum. Loks er viðar­ olía borin á pallinn en hana verður að bera jafnt á allan flötinn. Það gæti þurft að fara tvær yfirferðir. Skoða má myndbönd af því hvernig best er að bera sig við með pallinn hjá nokkrum þeirra sem selja viðar­ vörn hér á landi. Til er margs konar viðarvörn og í ýmsum litabrigðum. Vandið valið og veljið góð efni. Ágætt er að þrífa garðhúsgögnin á sama tíma og pallinn. Oft er nóg að þrífa vel húsgögnin en oftast þarf að bera á þau og fríska þau upp. Ef húsgögnin hafa staðið úti allan veturinn er mjög líklegt að það þurfi að bera á þau olíu. Viðarhúsgögn eru viðkvæm fyrir rigningu, vindum og sól. Með tímanum verður viðurinn grár auk þess að geta sprungið. Ekki spúla viðarhúsgögn með háþrýstivatnsdælu, segja sér­ fræðingar, því krafturinn í vatninu getur skemmt viðinn. Notið mjúkan bursta, vatn og mildan þvottalög til að fara yfir húsgögnin ef þau eru skítug. Oft er nægilegt að nota einungis vatnið úr garðslöng­ unni. Ef bera á olíu á húsgögnin þurfa þau að vera alveg hrein og þurr. Stundum þarf að nota sér­ stakan viðarhreinsi. Með góðri meðhöndlun endast húsgögnin lengur. Í raun er best að bera olíu á húsgögnin tvisvar á ári. Ef komnir eru blettir í viðinn þarf að nota sandpappír. Hreingerning á pallinum Veröndin og svalirnar eru uppáhaldsstaðir fólks þegar hlýnar í veðri. Það er svo gaman að gera huggu- legt með fallegum húsgögnum og blómum. Hins vegar getur það tekið á að hugsa um viðhaldið. Pallurinn getur verið framlenging af stofunni ef vel er um hann hugsað. Það er æðislegt að sitja úti á fallegum palli á góðum sólardögum. MYNDIR/GETTY Það er ekki mælt með háþrýstiþvotti á viðinn nema hann sé mjög illa farinn. Ef notuð er þessi aðferð við þrifin skal setja stút framan á slönguna. Nú er tími til að spjalla í pottinum trefjar.is Skoðaðu úrval heitra potta og aukahluta í vefverslun okkar Sendum frítt um land allt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.