Fréttablaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 38
ELSTI ÞÁTTTAKAND-
INN Í HÓPNUM ER
KOMINN VEL YFIR NÍRÆTT,
LÍFSGLAÐUR VESTFIRÐINGUR,
HANN HEFUR ALDREI LÁTIÐ SIG
VANTA ÞESSI FIMM ÁR.
Baldur Hafstað hefur í rúm fimm ár haldið for nsag na ná mskeið fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík. „Félagið á ágætishúsnæði í
Stangarhyl og þar fer fram heilmikil
starfsemi gegn sanngjörnu gjaldi.
Þarna er skákklúbbur, kórsöngur,
dans og fleira. Ég er þarna með forn
sagnanámskeið á föstudögum, tíu
vikur fyrir jól og síðan tíu vikur á
vormisseri,“ segir Baldur.
Hann segir stækkandi hóp sækja
námskeiðið, á því síðasta voru um
150 manns í tvískiptum hóp, fyrir
og eftir hádegi. „Þetta er skemmti
legt. Ég hitti þarna allar gerðir af
fólki, f lugmenn, lækna, verkalýðs
leiðtoga, tónlistarmenn, kennara og
svo framvegis. Sterkur kjarni hefur
myndast en svo koma aðrir og fara
og birtast svo kannski síðar á ný.“
Síðasta námskeið var vel á veg
komið þegar samkomubann skall
á vegna kórónaveirunnar. „Þá voru
eftir þrjár vikur. Ég kláraði þetta
með bréfum til þátttakenda en auð
vitað er allt annað að hittast og geta
horfst í augu,“ segir Baldur.
Snorri goði framsóknarmaður
Námskeiðið fer þannig fram að
Baldur fer yfir sögurnar og ræðir til
tekna þætti og hvetur til umræðna.
„Ég fæ fólkið með í þennan leik.
Margir búa yfir mikilli sérþekkingu
um einstök atriði. Einn veit kannski
allt um vopnaburð til forna, annar
er fróður um skip og siglingar og
sá þriðji veit sitthvað um tónlist
miðalda eða fornleifar. Kaffihléið er
ómissandi þáttur í námskeiðinu og
þar heldur umræðan áfram. Margar
góðar hugmyndir hafa komið þar
upp, meðal annars sú að Snorri goði
hljóti að hafa verið framsóknar
maður.“
Ferðalög á söguslóðir hafa tekist
vel. „Við höfum farið til Austfjarða
og Vestfjarða en einnig í styttri
ferðir. „Nú í vor og aftur í haust er
ætlunin að fara dagsferðir um Snæ
fellsnes og Dali á söguslóðir Lax
dælu og Eyrbyggju. Ég vona að við
komumst í fyrri ferðina í lok maí.“
Fær fólkið með í leikinn
Baldur Hafstað heldur fornsagnanámskeið fyrir eldri borgara. Þar koma margar
góðar hugmyndir upp eins og sú að Snorri goði hafi líklega verið framsóknarmaður.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Sterkur kjarni kemur aftur og aftur á námskeiðið, segir Baldur Hafstað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Listasöfn hafa verið opnuð á ný, þar á meðal Listasafn Íslands. Þar eru nú sýningarnar Fjár
sjóður þjóðar, með glæsilegu úrvali
verka úr safneigninni, og sýningin
Að fanga kjarnann, þar sem getur að
líta vatnslitamyndir Mats Gustaf
son. Svo sannarlega er ástæða til að
mæla með báðum sýningunum.
Þeir sem bregða sér á listasafnið
ættu ekki að gleyma að skoða stórt
málverk eftir Eggert Pétursson í
anddyri safnsins. Listasafnið keypti
verkið af listamanninum á síðasta
ári og á því sést öll brönugrasaættin
sem vex á Íslandi. Harpa Þórsdóttir,
safnstjóri Listasafns Íslands, segir
verkið hafa vakið mikla athygli
gesta áður en safninu var lokað
vegna samkomubanns.
Ótvírætt mikilvægi
Á annarri hæð safnsins er síðan
innsetning, High Plain frá árinu
2001, eftir Katrínu Sigurðardóttur
sem safnið keypti fyrir nokkrum
árum. „Uppsetning þess er liður í
því að sýna stærri innsetningar sem
safnið á. Stundum líða verk eins og
þetta fyrir það að vera stór og dýr og
flókin í uppsetningu og eru því ekki
sýnd nógu reglulega en svona verk
ætti í raun að vera sýnt að staðaldri
því mikilvægi þess innan okkar
listasögu er ótvírætt að mínu mati,“
segir Harpa.
Erfitt er að lýsa verkinu en til
að líta það augum þurfa gestir að
fara upp stiga og þá blasir við mikil
dásemd sem minnir á fjöllin, blám
ann og fjarlægðir og tenginguna
milli manns og náttúru.
Vinnusvæði sérfræðinga
Að auki geta gestir safnsins virt
fyrir sér vinnusvæði sérfræðinga
sem meðhöndla safnkostinn því
einn salur hefur verið tekinn undir
ástandsskoðun, skráningu og ljós
myndun listaverka sem er liður í
átaksverkefni safnsins um þessar
mundir.
Þess skal getið að ókeypis aðgang
ur verður í Listasafni Íslands út
þessa viku.
Eggert og Katrín í Listasafni Íslands
Verk Katrínar. Þegar komið er upp stigann blasir dásemd við.
Málverk Eggerts af brönugrösum
sem vaxa á Íslandi. MYNDIR/SIGURÐUR
GUNNARSSON
Nýlega var tilkynnt hvaða söfn eru tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2020.
Þetta er í tuttugasta sinn sem verð
launin verða afhent. Forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, af hendir
safnaverðlaunin við hátíðlega
athöfn þann 18. maí næstkomandi
í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Athöfninni verður streymt á sam
félagsmiðlum í ljósi aðstæðna í
þjóðfélaginu.
Tilnefningar
n Austfirskt fullveldi – sjálfbært
fullveldi
Minjasafn Austurlands á
Egilsstöðum, Tækniminjasafn
Austurlands á Seyðisfirði og
Sjóminjasafn Austurlands á
Eskifirði ásamt Gunnarsstofn-
un, menningar- og fræðasetri á
Skriðuklaustri í Fljótsdal.
n Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár
Ný grunnsýning Sjóminjasafns
Borgarsögusafns Reykjavíkur
og aðkoma tveggja hollvina-
samtaka, Óðins og Magna.
n 2019 – ár listar í almannarými
hjá Listasafni Reykjavíkur
n Vatnið í náttúru Íslands
Ný grunnsýning Náttúruminja-
safns Íslands.
n Varðveislu- og rannsóknamið-
stöðvar Þjóðminjasafns Íslands
ásamt Handbók um varðveislu
safnkosts
Tilnefningar til
safnaverðlauna
Náttúruminjasafn Íslands fékk til-
nefningu fyrir sýningu um vatnið í
náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Elsti þátttakandi yfir nírætt
Næsta námskeið verður haldið í
september og þá verða lesnar tvær
fornaldarsögur, Hrólfs saga kraka
og Ragnars saga loðbrókar, „báðar
stórkostlega merkilegar“, segir
Baldur og bætir við: „Mig langar til
að taka líka eitthvað úr Sturlungu
fyrir jól, eins og Svínfellingasögu
sem er stutt en áhrifamikil. Eftir
jólin gæti einhver Íslendingasaga
síðan orðið fyrir valinu.“
Allir sem eru sextugir og eldri
geta skráð sig á námskeiðið. „Ég
er ekki lengur yngstur í hópnum,“
segir Baldur. Hann kenndi um ára
bil í Kennaraháskóla Íslands og
segist vera farinn að fá gamla kenn
aranema til sín. „Þannig eru kynnin
endurnýjuð og reyndar eru gamlir
skólafélagar einnig farnir að mæta á
þessi námskeið. Elsti þátttakandinn
í hópnum er kominn vel yfir nírætt,
lífsglaður Vestfirðingur, hann hefur
aldrei látið sig vanta þessi fimm ár.“
Spurður hvaða fornsögur njóti
mestra vinsælda segir Baldur:
„Sumar sögur koma á óvart, eins og
Hávarðar saga Ísfirðings, hún gerði
lukku, einnig Droplaugarsona saga
sem gamlir Austfirðingar þekkja, en
aðrir síður. Svo eru sögur sem ekki
falla í kramið hjá öllum. Ég man
eftir konu sem sagði hreinskilnis
lega að sér þætti Svarfdæla saga
leiðinleg. En ferðin á söguslóðir
Svarfdælu og VígaGlúms sögu
bætti það nú allt upp.“
7 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING