Fréttablaðið - 07.05.2020, Side 39
TÓNLIST
Aría dagsins, Íslenska óperan
Eldborg í Hörpu á netinu
Í óperunni Tosca eftir Puccini ræðst
kona á mann og stingur hann í hjart
að með rýtingi. Eftir nokkra stund
spyr hann: „Má ég standa upp?“
Atriðið er að finna í heimildar
myndinni Tosca’s Kiss, sem fjallar
um elliheimilið Casa di Riposos
per Musicist í Mílanó. Það er ætlað
óperusöngvurum sem eru komnir
á eftirlaun og var stofnað af engum
öðrum en Giuseppe Verdi, óperu
tónskáldinu ástsæla. Heimildar
myndin var gerð fyrir allnokkru,
en hana er að finna á iTunes. Hún
er bráðskemmtileg. Vistmenn lifa
að mestu í fortíðinni. Fólkið er sí
syngjandi og setur gjarnan upp á
elliheimilinu atriði úr óperum sem
það tók þátt í að flytja á sínum tíma
í alvöru sölum.
Margt í myndinni er skondið.
Einn náungi gerir gys að bariton
söngvara sem er að þenja sig. Sök
hans er að dvelja of lengi á einhverri
hápunktsnótunni. Náunginn glottir
og biður hann um að slökkva þegar
hann er búinn.
Annar söngvari fer í búning sem
hann tekur upp úr gömlu kofforti.
Hann klæddist honum í uppfærslu
á Rigoletto fyrir áratugum síðan. Því
næst setur hann á plötu með aríu
úr óperunni, stendur grafkyrr og
hlustar, og hneigir sig svo virðulega
fyrir koffortinu að aríunni lokinni.
Stemningin er á vissan hátt
svipuð í tónlistarstreymi Íslensku
óperunnar úr Eldborg í Hörpu sem
ber heitið Aría dagsins. Þetta eru
íslenskir söngvarar sem syngja við
meðleik Bjarna Frímanns Bjarna
sonar. Streymið samanstendur
af einum söngvara á dag og verk
efnið yfirleitt aría úr óperu. Til
finningarnar sem fólkið ber á torg
í söngnum eru fölskvalausar, en
tómir áhorfendabekkirnir virka ein
kennilega. Heildarútkoman er dálít
ið vandræðaleg, rétt eins og skrýtnu
senurnar í heimildarmyndinni.
Söngvararnir standa sig þó prýði
lega. Dísella Lárusdóttir syngur t.d.
afar fallega aríur eftir Puccini og
Charpentier. Rödd hennar er tær
og fögur, raddbeitingin nákvæm
og túlkunin stórbrotin. Habaneran
fræga úr Carmen sem Valgerður
Guðnadóttir syngur, er líka glæsileg,
full léttleika og snerpu. Schmerzen
eftir Wagner í meðförum Auðar
Gunnarsdóttur, er sömuleiðis flott,
en það er eitt af fáum lögum þarna
sem ekki flokkast undir óperuaríu.
Margt annað mætti telja upp,
eins og hrífandi f lutning á aríu úr
La Bohème eftir Puccini í túlkun
Ingibjargar Guðjónsdóttur, og E
lucevan le stelle eftir sama tónskáld
úr Toscu, en þar er það Egill Árni
Pálsson sem syngur af gríðarlegri
tilfinningu.
Bjarni Frímann spilar ákaflega vel
á flygilinn, hver nóta er á sínum stað
og stemningin ávallt sú rétta. Hún
myndar umgjörð utan um sönginn
og lyftir honum í hæstu hæðir.
Óskandi væri að heyra þetta allt
saman á alvöru tónleikum í náinni
framtíð. Tónlistarlífið hefur illi
lega verið kýlt niður og þess er sárt
saknað. Við spyrjum okkur núna öll
þessarar táknrænu spurningar: Má
ég standa upp? Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Aría dagsins er streymi
í boði Íslensku óperunnar og er
skemmtileg og upplífgandi.
Má ég standa upp?
Rödd hennar er tær og fögur, segir Jónas Sen um Dísellu Lárusdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þjóðleikhúsið undirbýr nú viðamikla uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William
Shakespeare í leikstjórn Þorleifs
Arnar Arnarssonar. Sýningin verð
ur frumsýnd í byrjun mars 2021.
Unnið er að mönnun sýningarinn
ar en hópur listrænna stjórnenda
hefur verið ráðinn að verkefninu
við hlið Þorleifs Arnar.
Ebba Katrín Finnsdóttir mun fara
með hlutverk Júlíu. Hún hefur vakið
mikla athygli síðan hún útskrifað
ist úr leiklistardeild Listaháskóla
Íslands fyrir tveimur árum. Á þessu
ári lék hún Uglu í Atómstöðinni og
burðarhlutverk í Þitt eigið leikrit II
í Þjóðleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið leitar, með Þor
leif Örn leikstjóra í fararbroddi, að
þeim eina rétta í hið mjög svo eftir
sótta hlutverk Rómeós. Nú er kallað
eftir umsóknum frá leikurum á
aldrinum 2030 ára sem hafa áhuga
á að komast í prufu fyrir hlutverkið.
Leikstjóri og listrænir stjórnend
ur velja ákveðinn hóp sem verður
boðið að koma í prufur fyrir hlut
verkið. Þar gefst þeim tækifæri til að
leika tvær stuttar senur úr verkinu
á móti Ebbu og öðrum leikurum
undir leikstjórn Þorleifs á Stóra
sviðinu. Prufurnar fara fram 18.
og 19. maí. Framhaldsprufur verða
boðaðar fyrir þrengri hóp í kjöl
farið. Þegar valið hefur farið fram
verður einum leikara boðið hlut
verk Rómeós.
Umsóknarfrestur rennur út á
miðnætti, þriðjudaginn 12. maí.
Upplýsingar um prufur má finna
á vefsíðu Þjóðleikhússins, leik
husid. is.
Þjóðleikhúsið leitar að Rómeó
Ebba Katrín Finnsdóttir verður Júlía. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÞEGAR VALIÐ HEFUR FARIÐ
FRAM VERÐUR EINUM LEIKARA
BOÐIÐ HLUTVERK RÓMEÓS.
Pantið hjá okkur fyrirfram í gegnum tölvupóst eða
Facebook, þar sem einnig má sjá úrval dagsins. Við
hlökkum til að taka á móti ykkur!
Við í Djúpinu sjáum fjölmörgum veitingastöðum, fyrirtækjum og
mötuneytum fyrir fisk en bjóðum nú einnig einstaklinga velkomna
í vinnsluna til okkar þar sem þeir geta keypt milliliðalausan fisk á
frábæru verði. Úrvalið breytist dag frá degi og í borðinu hjá okkur
er alltaf það ferskasta hverju sinni.
Hvernig hljómar spriklandi ferskur
fiskur beint úr vinnslu?
Djúpið fiskvinnsla - Fiskislóð 28 - 101 Reykjavík
panta@djupidfiskvinnsla.is
facebook.com/djupidfiskvinnsla
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 7 . M A Í 2 0 2 0